Jóladagatal 2016 - 22. desember - ASK#22

Hér skal eingöngu skrá uppskriftir sem hafa verið prófaðar og gefið góða raun að mati bruggara, vina og/eða vandamanna. Nafn bjórstíls skal taka fram í titli þráðar. Dæmi: "Hvítur sloppur – Belgískur Hveitibjór"
Post Reply
User avatar
hrafnkellorri
Villigerill
Posts: 7
Joined: 16. Nov 2015 10:18

Jóladagatal 2016 - 22. desember - ASK#22

Post by hrafnkellorri »

Ég hljóp í skarðið þegar einn datt út og fékk úthlutað 22. desember. Bjórinn, IPA, bruggaði ég í byrjun október, og var settur á flöskur rúmum 2 vikum síðar. Hann er lauslega inspíreraður af Ranger IPA frá New Belgium Brewery í Colorado. Í þetta skiptið var ég að prófa nokkra nýja hluti, ég notaðist við vatnsviðbætur, og ég setti US-05 út í vatn, skv. aðferð Palmers: http://howtobrew.com/book/section-1/yea ... t-starters
Uppskriftin (kornið) er kannski óþarflega flókin, en þetta var svona semí-afgangsbjór, var einnig að prófa mig aðeins áfram. Þetta er sjötti bjórinn sem ég brugga.

Upskriftin er svohljóðandi:

5 kg Pale ale malt
0,26 kg Cara Red
0,16 kg CM II
0,08 kg CM III
0,25 kg CaraPils
0,2 kg Munich I
0,15 kg Wheat
0,1 kg Dextrósi (þrúgusykur)

Chinook 18gr @60m
Simcoe 28,5 gr @10m
Simcoe 28,5 gr @5m
Centennial 40gr @0 (með Whirlpool)

Dryhop: Simcoe 45gr, Chinook 20gr, Cent 10gr, Cascade 20gr.

Stærð: 25 lítrar
Vatnsviðbætur: 5gr af Epsom, 5gr Gypsum, 10gr CaChl
Mesking: 60 mín við 67°+ Mashout 76°
Suða: 60mín
Ger: US-05

Áætlað:

IBU: 60
SRM: 8.5
ABV: 5,6%
Post Reply