Jóladagatal 2016, dagur 10 - Wheat Jól, wheat wine

Hér skal eingöngu skrá uppskriftir sem hafa verið prófaðar og gefið góða raun að mati bruggara, vina og/eða vandamanna. Nafn bjórstíls skal taka fram í titli þráðar. Dæmi: "Hvítur sloppur – Belgískur Hveitibjór"
Post Reply
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Jóladagatal 2016, dagur 10 - Wheat Jól, wheat wine

Post by æpíei »

Ég geri aldrei jólabjóra, í hefðbundinni meiningu þess orðs. Ákvað samt að leika mér aðeins með þennan og heimfæra á jólin með þessu nafni.

Þetta er wheat wine, stór bjór. Það þarf heilt laugardagskvöld til að drekka hann svo vel sé. Hann var bruggaður í byrjun september og hefur verið í condition síðan um miðjan okt. Það er svona í knappara lagi með bjóra af þessari sort en ætti að sleppa. Þau ykkar sem eruð í jóladagatalinu; ef þið eruð "upptekin" þann 10. des þá væri kannski lag að geyma hann í nokkra mánuði og tékka á honum þá. ;)

Wheat Jól, wheat wine
OG 1,110, FG 1,023, alc 11%, IBU 50, 18 lítrar við 69% nýtni

5,90 kg hveitimalt
2,70 kg pale malt (eða 1,6 kg DME, sjá texta)
0,45 kg Caramunich II
35 g galena 60 mín
14 g cascade 15 mín
14 g cascade 5 mín
Wyeast 9097-PC Old ale ger með brett eða US-05
Suða 120 mín

Þetta eru alls 9 kg af korni. Ég er með Braumeister sem tekur ekki svona mikið korn. Ég notaði því DME í stað pale malts. Það var áður en ég var kynntur fyrir double mash sem hefði verið mun betri aðferð eftir á að hyggja. Þá er einfaldlega teknar tvær meskingar með helmingi korns í hvort sinn og í síðari meskingu er notaður virturinn úr fyrri meskingu eftir kælingu niður fyrir strike. Þetta er fín aðferð ef þið eruð hrædd við svona mikið kornmagn í einu. Það þarf líka að gæta að því að sumar græjur höndla illa svona mikið af hveiti. Það á það til að kekkjast og hleypa illa vökva gegnum sig. Á Braumeister er þetta ekki vandamál því vatni er þrýst upp gegnum kornið, en ef þið eruð að meskja með því að láta vökva falla niður í gegnum kornið gætuð þið þurft að hafa góða hræru við höndina.

Ég notaði þetta ger því ég átti það. Það er Private Collection frá Wyeast frá 2015. Gefið upp að það henti í Barleywine, en með tóni af bretti. Brettið er ekki mjög greinilegt ennþá en kemur vonandi meira í gegn með langri geymslu. Annars er bara fínt að nota US-05 eða álíka. Gerið góðan starter af blautgeri (ca 2 lítrar) eða notið 2-3 pakka af þurrgeri.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Jóladagatal 2016, dagur 10 - Wheat Jól, wheat wine

Post by æpíei »

Þessi varð í öðru sæti í Imperial flokki í keppninni 2017.

Því miður hefur þetta Old ale ger ekki enn komið aftur sem Private Collection. Það hlýtur að gera það fyrr eða síðar. Þess má geta að sigurbjórinn í Imperial og Besti bjórinn notaði einmitt sama ger. Sá bjór var vel að sigrinum kominn. Hann hafði mun meiri brett caracter einhverra hluta vegna. Má vera að hann hafi verið meskjaður aðeins hærra svo brettið hafi meira að bíta í. Alexander sagðist líka hafa ræktað það rækilega upp í stóran starter. Ég var með ca 1,6-2 lítra og gerjun var að því virtust góð. En endilega stökkvið á þetta ger ef það birtist í PC.
Post Reply