Sléttsama - [Eitthvað í áttina að Hefeweizen]

Hér skal eingöngu skrá uppskriftir sem hafa verið prófaðar og gefið góða raun að mati bruggara, vina og/eða vandamanna. Nafn bjórstíls skal taka fram í titli þráðar. Dæmi: "Hvítur sloppur – Belgískur Hveitibjór"
Post Reply
User avatar
thorgnyr
Villigerill
Posts: 14
Joined: 26. Nov 2014 20:43
Contact:

Sléttsama - [Eitthvað í áttina að Hefeweizen]

Post by thorgnyr »

Sælinú.

Langar að deila eftirfarandi með ykkur, tvær útfærslur í boði, sú fyrri er svolítið off-style, sú seinni ívið meira í áttina. Að því sögðu fannst mér fyrri útgáfan betri, persónulega.

2 kg. maltað hveiti.
3.5 pale malt.
0.3 sýrt malt.

60 min: 30 gr. Tettnang (Já, ég geri mér grein fyrir því að þetta meikar engan sens, en þú'st... hann smakkaðist vel).
10 min: 10 gr. Citra

OG: 1.061
2 pk. Wyeast #3068 - Þetta er fyrri útfærslan sem að er töluvert off-style. Það er líka mikill kostur að hann gerjast hratt og ef hann er flaskaður strax þá er hann tilbúinn til neyslu á 10 dögum)

eða

1 pk. M-20 - Seinni útgáfan. Kom ágætlega út, gerið gefur þennan klassíska banana-keim, töluvert hærri í fenómum hugsa ég).
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Sléttsama - [Eitthvað í áttina að Hefeweizen]

Post by æpíei »

Ef fékk að smakka þann fyrri hjá þér tvisvar. Ágætur bjór en hann minnti lítið á weissen. Hann var heldur bragðdaufur og hafði lítið body. Fann ekki fyrir citra humlunum. Hann var líka mjög ljós, líkari wit en weisse. Týpískur weisse er með ca jafnt hlutfall af hveiti og pilsner sem kann að skýra það. En þetta er fúsjón bjór og því er allt leyfilegt :)

Datt ekki í hug að þú hafir notað 3068 því einkennin í því geri voru lítið áberandi. Sé þú notaðir 2 pakka sem kann að skýra það:
The classic and most popular German wheat beer strain used worldwide. This yeast strain produces a beautiful and delicate balance of banana esters and clove phenolics. The balance can be manipulated towards ester production through increasing the fermentation temperature, increasing the wort density, and decreasing the pitch rate. Over pitching can result in a near complete loss of banana character. Decreasing the ester level will allow a higher clove character to be perceived.
3068 er mjög kraftmikið ger og einn pakki er meira en feikinóg í 20 lítra. Það gefur líka meiri estera og þessi brögð sem þú ert að leita að í weisse bjórum, ef það er það sem þú vilt. Hitastig er líka nokkuð mikilvægt. Gerjun við hærra stig herbergishita (20+) er líklega best.

Endilega prófaðu þig áfram með þennan og gerðu fleiri tilraunir. Ef þú leitar að meiri humlaangan myndi ég prófa "góðan slurk" af citra í þurrhumlun (ca IPA magn).
User avatar
thorgnyr
Villigerill
Posts: 14
Joined: 26. Nov 2014 20:43
Contact:

Re: Sléttsama - [Eitthvað í áttina að Hefeweizen]

Post by thorgnyr »

Ágætis ábending með magn gersins. M 20 gerið gaf miklu sterkari einkenni weissen, það má einmitt vera vegna þess að ég notaði bara einn pakka. Ég skal prufa að nota bara einn 3068 í næsta batch. Að þurrhumla citruna er fín hugmynd.
Post Reply