Graskershaus Jóladagatal #19

Hér skal eingöngu skrá uppskriftir sem hafa verið prófaðar og gefið góða raun að mati bruggara, vina og/eða vandamanna. Nafn bjórstíls skal taka fram í titli þráðar. Dæmi: "Hvítur sloppur – Belgískur Hveitibjór"
Post Reply
Dabby
Kraftagerill
Posts: 99
Joined: 14. Feb 2012 09:48

Graskershaus Jóladagatal #19

Post by Dabby »

Þessi bjór kom til af því að hann er bruggaður rétt eftir hrekkjavöku. Ég asnaðist til að kaupa grasker til að leyfa börnunum að skera út. Síðan bakaði ég graskerið og ætlaði mér að baka úr því pæ. Baksturinn dróst og ég var á sama tíma að vesenast með að velja uppskrift fyrir jóladagatalið þ.a. ég ákvað að prufa að gera graskersbjór.
Ég notaðist við fyrstu uppskriftina sem google fann fyrir mig http://beerandbrewing.com/VYB-uCkAAAIBZ ... ale-recipe en breytti lítillega m.v. lagerstöðu o.fl.

2,8kg bakað grasker
7,2kg pale ale
900g dark munich
680g special B

Centennial 28g 60m
Saaz 28g 15m
Negulnaglar 4 12m
engiferkrydd 3g 12m
Kanilstangir 2 12m
Saaz 28g 0m

English Ale yeast

Og 1,047
fg 1,017
úr þessu komu 37L

Meskingin fór í eitthvað rugl hjá okkur og við höfum verið að fá óeðlilega lága nýtni núna í nokkur skipti þ.a. OG er lágt og FG hátt og þetta er því rétt tæplega 4% bjór. En áfengismagnið er aukaatriði ef bragðið er gott. En ég kemst að því um leið og þið. Ég á bara eina flösku af þessu og svo fór rest á kút og ég hef ekki getað smakkað það þar sem ég á ekki kolsýrukút. (og ef ég fæ hann ekki í jólagjöf frá betrihelmingnum verð ég að kaupa hann miili jóla og nýárs því kútinn stendur til að drekka í áramótapartýi)

Ég hef aldrei búið til miða á bjórana mína, en í staðin læt ég fylgja með myndir af graskerinu sem fór í bjórinn:

Umræður á Facebook
Attachments
2015  DES 543.JPG
2015 DES 543.JPG (105.18 KiB) Viewed 5862 times
2015  DES 542.JPG
2015 DES 542.JPG (80.79 KiB) Viewed 5862 times
2015  DES 541.JPG
2015 DES 541.JPG (84.53 KiB) Viewed 5862 times
Post Reply