Vetur Konungur - Jóladagatal númer 24

Hér skal eingöngu skrá uppskriftir sem hafa verið prófaðar og gefið góða raun að mati bruggara, vina og/eða vandamanna. Nafn bjórstíls skal taka fram í titli þráðar. Dæmi: "Hvítur sloppur – Belgískur Hveitibjór"
Post Reply
Sigurjón
Kraftagerill
Posts: 129
Joined: 28. Feb 2015 22:32

Vetur Konungur - Jóladagatal númer 24

Post by Sigurjón »

Fyrir jóladagatalið gerði ég Vetur Konung, sem er kryddaður bjór með kakónibbum og vanillubaunum. Þetta gefur honum einstaklega jólalegt yfirbragð og vonandi kemur hann þeim í jólaskap sem hafa ekki enn komist í það á aðfangadegi..

Uppskriftin er svona miðað við 72% nýtni

OG 1.062 IBU 22,1 ABV 5.5% 22.5 lítrar

3,1 kíló Pilsner
1,5 kíló Munich I
1 kíló Vienna
0.6 kíló Caramunich III
13 grömm Magnum @60 mín
9 grömm Willamette @5 mín
London ESB Ale ger (Wyeast #1968)

Meskjað við 68 gráður og soðið í 90 mínútur.

Kryddið er haft til helst á bruggdegi. Það fóru 1/8 bolli af kakónibbum og 3 heilar vanillubaunir í uppskriftina.
Kakónibburnar eru settar í krukku og góðum vodka er helt yfir þannig að þær séu rétt komnar í kaf.
Vanillubaunirnar eru skornar endalangar og fræin skafin úr og sett í aðra krukku. Belgirnir eru svo skornir niður og settir í krukkuna. Góðum vodka er helt yfir þannig að þetta sé rétt komið í kaf.
Þetta er gert til að fá extract og til að drepa þær pöddur sem gætu verið í þessu. Krukkurnar bíða svo bara þangað til að þær eru notaðar. Ég nota Reyka vodka sem gefur lítið aukabragð, ef eitthvað.
Eftir að bjórinn hefur gerjast í 2 vikur og kryddið legið í vodka í 2 vikur, eru krukkurnar tæmdar í secondary gerjunarílátið. Allt er látið flakka, vodki og krydd. Bjórnum er síðan fleytt yfir og látið bíða þangað til að bruggarinn er orðinn ánægður með bragð. Þetta geta verið 4-10 dagar, algjörlega smekksatriði.

Þó svo að uppskriftin gerir ráð fyrir 5.5% ABV þá fór meskingin aðeins úr skorðum og ég meskti aðeins of lágt. Bjórinn varð því aðeins þurrari fyrir vikið og þar sem ég yfirskaut OG lítillega þá endaði hann í 6.4%
Attachments
Vetur Konungur - Miði
Vetur Konungur - Miði
Á Kút: Bee Cave og Eiríkur Rauði
Á flösku: Vetur Konungur og English Brown (Black) Ale
Í Gerjun: Ekkert
Framundan: Enn að hugsa málið
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Vetur Konungur - Jóladagatal númer 24

Post by helgibelgi »

Ég er ánægður með að komast að því hvernig þessi snilld er búin til. Hlakka fáránlega mikið til að smakka þessa útgáfu (sem ég býst við að verði jafnmikil snilld og sú sem smakkaði hjá þér áður).
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Vetur Konungur - Jóladagatal númer 24

Post by Eyvindur »

Þetta verður geggjað eftir jólasteikina.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Sigurjón
Kraftagerill
Posts: 129
Joined: 28. Feb 2015 22:32

Re: Vetur Konungur - Jóladagatal númer 24

Post by Sigurjón »

Þess má geta að fyrir þá sem vilja meiri vanillu en súkkulaði þá er ekki endilega betra að setja meira af vanillubaunum út í. Ef þið látið baunirnar sitja lengur í vodkanu verður þetta meira og meira extract og þá verður vanillan sterkari. 4-6 vikur í vodka myndu gefa sterkari vanillu og ég myndi þá athuga bjórinn eftir um 4 daga í secondary.
Á Kút: Bee Cave og Eiríkur Rauði
Á flösku: Vetur Konungur og English Brown (Black) Ale
Í Gerjun: Ekkert
Framundan: Enn að hugsa málið
Post Reply