Bjór fyrir pöpulinn - Good beer for people who like bad beer

Hér skal eingöngu skrá uppskriftir sem hafa verið prófaðar og gefið góða raun að mati bruggara, vina og/eða vandamanna. Nafn bjórstíls skal taka fram í titli þráðar. Dæmi: "Hvítur sloppur – Belgískur Hveitibjór"
Post Reply
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Bjór fyrir pöpulinn - Good beer for people who like bad beer

Post by gm- »

Þessi er orðinn algjör standard hjá mér, þannig að ég ákvað að færa hann yfir á uppskriftaspjallið.

Ef þig vantar bjór fyrir "almenning", þá er þessi málið. Búinn að brugga hann yfir 10x á einu og hálfu ári, mjög oft fyrir veislur og slíkt þar sem fólk vill "bara eitthvað venjulegt".

O.G. 1.048, F.G. 1.008.
IBUs 20
45% 2 row/pale malt
44% Þýskt/belgískt pilsner malt
5% Carahelles (carafoam virkar fínt líka)
5% maíssykur (venjulegur sykur er í fínu lagi líka)
1% Black malt (aðallega til að fá smá meiri gullinn lit á bjórinn, má sleppa)

Mesking við 64-65°C til að fá þurrt og crispy öl.

90 mín suða.

Humlar
Tettnanger á 60 mín uppí 20 IBU (um 30 gr fyrir venjulega 5 gal lögn)
Smá skammtur af tettnanger við flameout (hef venjulega notað um 15 gr fyrir 5 gal)

Ger:
US-05, gerjað við 17-18°C í 2-3 vikur.

Að gerjun lokinni hef ég vanalega sett hann á kút, kælt yfir nót, og bætt við gelatíni til að fá krystaltæran bjór.
Til að bæta við gelatíni tek ég sótthreinsaða mælikönnu, bæti við 2/3 bolla af kældu soðnu vatni og blanda svo einni teskeið af gelatíni útí vatnið. Set þetta svo í örbylgjuna í 10-15 sec í einu þangað til að hitastigið er komið yfir 66°C til að gerilssneyða. Helli svo gelatínblöndunni oní kútinn, rúlla kútnum aðeins, og tengi svo CO2 og purga 1-2x. Eftir 2-3 daga verðuru kominn með krystaltæran bjór.

Held að það sé hægt að staðfæra þetta fyrir flöskur, myndir þá setja gerjunarfötuna/carboyinn í kælinn yfir nótt, bætir við gelatíni, kælir í 2-3 daga og færir svo yfir í gerjunarfötu og setur á flöskur eins og vanalega.

Kem kannski með smakk af þessum á óhefðbundna mars fundinn (mun gera þráð um það fljótlega), ef einhverjir hafa áhuga á að smakka.

:skal:
gm
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bjór fyrir pöpulinn - Good beer for people who like bad

Post by bergrisi »

Flott. Hvenær verður óhefðbundni fundurinn?
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Post Reply