Simcoe Smash IPA / Ljúflingur

Hér skal eingöngu skrá uppskriftir sem hafa verið prófaðar og gefið góða raun að mati bruggara, vina og/eða vandamanna. Nafn bjórstíls skal taka fram í titli þráðar. Dæmi: "Hvítur sloppur – Belgískur Hveitibjór"
Post Reply
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Simcoe Smash IPA / Ljúflingur

Post by helgibelgi »

Ég ákvað að henda inn uppskriftinni af þessum IPA þar sem hann er að koma vel út.

Korn:
4 kg Pale Ale eða til að ná Original Gravity í 1.042 (sem sagt alger session bjór)

Humlar:
40 grömm Simcoe í FWH (bætt við eftir meskingu, fyrir skolun) -> gefur ca 70 IBU
40 grömm Simcoe í þurrhumlun 5 daga fyrir átöppun

Ger:
US-05 einn pakki af þurrgeri

Aðferð:
Meskjað við 63°C í 60 mín og skolað vel (ég notast við BIAB). Humlum bætt út í eftir að pokinn er hífður upp, áður en skolað er.
First Wort Humlun á skv. rannsókn minni á fyrirbærinu að gefa meiri smooth beiskjuáferð en 60mín viðbót myndi gefa. Það er talað um að humlarnir gefi 10% meira IBU frá sér en í rauninni sé skynjun okkar á þeim mun nær því að vera eins og ef þeim væri bætt út í við 20mín.
Eftir suðu er kælt niður í 18 gráður, virturinn hristur til að fá súrefni í hann, og síðan gerinu skellt út í.
Leyft að gerjast í 3 vikur við stofuhita. Humlum bætt út í 5 dögum fyrir átöppun.

Þessi er líklega þægilegur fyrir byrjendur, þar sem hann er svo einfaldur, en namminamm hvað hann er góður! :mrgreen:
Last edited by helgibelgi on 10. May 2013 17:40, edited 1 time in total.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Simcoe Smash IPA

Post by bergrisi »

Hljómar mjög vel. Er alltaf mjög hrifinn af svona einföldum uppskriftum eins og SMASH.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Simcoe Smash IPA / Ljúflingur

Post by helgibelgi »

Ég er búinn að betrumbæta þessa uppskrift.

Grain billið hefur breyst:

3 kg Pale Ale
0,5 kg Munich
0,5 kg hveitimalt

Humlaviðbæturnar eru eins fyrir utan það að ég bætti við Hop Stand:

40 gr FWH
50 gr Hop stand (eftir suðu: kæla niður í 65°C og bæta humlunum við, láta svo liggja í 30 mín (hræra jafnvel á meðan), kæla síðan niður í pitching hitastig)
50 gr þurrhumlun 5 daga fyrir átöppun

Ger: bæði S-04/US-05 eru góð.
hjaltibvalþórs
Villigerill
Posts: 47
Joined: 5. Nov 2012 15:46

Re: Simcoe Smash IPA / Ljúflingur

Post by hjaltibvalþórs »

Glæsileg uppskrift. Ég hef svolítið verið að pæla í þessu Hop stand-dæmi. Hver finnst mér vera munurinn á þessu og venjulegri flameout viðbót?
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Simcoe Smash IPA / Ljúflingur

Post by helgibelgi »

hjaltibvalþórs wrote:Glæsileg uppskrift. Ég hef svolítið verið að pæla í þessu Hop stand-dæmi. Hver finnst mér vera munurinn á þessu og venjulegri flameout viðbót?
Takk fyrir það, en ég hef ekki prófað að gera side-by-side tilraun á þessu tvennu. Það er hins vegar eitthvað sem þarf að fara á to-brew listann minn.

Ég gerði samt rannsókn á þessu fyrirbæri (Hop Stand) og af hverju fólk gerir þetta.

Ástæðan er sú að ákveðin humla-olía, Myrcene, gufar upp við 63,9°C. Flestar aðrar áhugaverðar humla-olíur gufa upp við mun hærra hitastig. Einnig er isomerization á alpha-sýrunum hætt við lægra hitastig en 80°C. Fólk vill sem sagt ná þessari tegund, Myrcene, úr humlunum og koma í veg fyrir að hún gufi upp og á sama tíma ekki fá neina beiskju úr humlunum. Skoðaðu þessa síðu til að lesa um Myrcene og hvaða humlar innihalda það í prósentumagni eftir humlategund.
Baldvin Ósmann
Villigerill
Posts: 20
Joined: 9. Aug 2013 10:17

Re: Simcoe Smash IPA / Ljúflingur

Post by Baldvin Ósmann »

Hvernig myndir þú útfæra First Wort Humlun í BIAB? Henda þeim ofan í 10mín áður en ég hækka hitann upp í 75°? Það ætti að vera um það bil hálftími með tímanum sem það tekur mig að hækka hitann og 10mín hvíld.
Á flöskum: Hafra Porter, Tri-Centennial IPA, Simcoe Pale Ale SMaSH
Í gerjun: BM's Centennial Blonde
Á döfinni: Cascade / Orange Pale Ale
Lítrateljarinn: 180
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Simcoe Smash IPA / Ljúflingur

Post by Eyvindur »

Ég myndi bara setja humlana út í eftir mash out. Ég veit ekki hvað Helgi gerir, en það er mitt álit...
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Baldvin Ósmann
Villigerill
Posts: 20
Joined: 9. Aug 2013 10:17

Re: Simcoe Smash IPA / Ljúflingur

Post by Baldvin Ósmann »

Ég sé það núna að Helgi gerði þetta BIAB. Það er bara þessi partur sem flækti málið fyrir mér því ég veit ekki hvað hann á við með skolun. Ég fylli bara tunnuna af vatni og byrja að hita.
Humlum bætt út í eftir að pokinn er hífður upp, áður en skolað er
Á flöskum: Hafra Porter, Tri-Centennial IPA, Simcoe Pale Ale SMaSH
Í gerjun: BM's Centennial Blonde
Á döfinni: Cascade / Orange Pale Ale
Lítrateljarinn: 180
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Simcoe Smash IPA / Ljúflingur

Post by Eyvindur »

Margir skola BIAB, til dæmis með dunk sparge eða einhverjum öðrum ráðum. Gefur manni aðeins aukna nýtingu. Og getur auðvitað verið nauðsynlegt ef maður kemur ekki öllu fyrir í pottinum.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Simcoe Smash IPA / Ljúflingur

Post by helgibelgi »

Baldvin Ósmann wrote:Hvernig myndir þú útfæra First Wort Humlun í BIAB? Henda þeim ofan í 10mín áður en ég hækka hitann upp í 75°? Það ætti að vera um það bil hálftími með tímanum sem það tekur mig að hækka hitann og 10mín hvíld.
Það sem ég gerði var að henda humlunum í eftir að ég aðskildi kornið frá vökvanum. Ef þú setur humlana í pokann þá færðu lítið úr þeim þar sem þeir fara burt með korninu þegar þú tekur pokann (amk sem FWH, en ekkert að því svo sem að henda humlum í með meskingu en það er annað dæmi).

Mín aðferð er að meskja með hluta af vatninu og nota meskpoka (BIAB). Síðan eftir mash-out hífi ég pokann upp og set á sigti, svo skola ég með restinni af vatninu. Ef ég tek FWH þá hendi ég humlunum í þann vökva sem eftir stendur þegar ég er búinn að hífa upp pokann (en ég á samt eftir að skola pokann í sigtinu).

Ef þú notast ekki við BIAB, heldur meskir í kæliboxi t.d., þá myndi ég bara skella humlunum út í ílátið sem þú lætur virtinn renna í úr kæliboxinu (sem fyrsti virturinn rennur út í => FWH).
Baldvin Ósmann
Villigerill
Posts: 20
Joined: 9. Aug 2013 10:17

Re: Simcoe Smash IPA / Ljúflingur

Post by Baldvin Ósmann »

Gerði þennan í fyrradag.

5kg pale, 50g/50g Simcoe og er með 23l af 1.047 virti. Ég henti seinni humlunum út í þegar 5mín voru eftir af suðu. Á reyndar 10gr eftir sem ég ætla að nota til að þurrhumla.

Af því humla stundaskráin var svo einföld þá fór ég bara upp og undirbjó matinn á meðan og skildi lokið eftir hálft yfir pottinum. Ég hélt að það myndi ekki hafa mikil áhrif á uppgufun en ég er með 2l meira í gerjunartunnunni en ég átti von á. Nýtnin hjá mér var 70% sem er betra en áður svo ég hitti OG nokkurn veginn.

Hlakka til að bera saman við Centennial IPA-inn sem ég gerði á þriðjudaginn. Ef það hefur engin sérstök áhrif á bragð að uppgufunin var að hluta til hindruð þá ætti ég að hafa nokkuð góðan samanburð á Simcoe og Centennial humlum og hverju Munich Caramunich/pils bæta við Pale ale grunninn. Meskiplanið var eins og báðar lagnir fengu swamp cooler í 4 daga sem er að halda hitanum stöðugum í 18°.
Á flöskum: Hafra Porter, Tri-Centennial IPA, Simcoe Pale Ale SMaSH
Í gerjun: BM's Centennial Blonde
Á döfinni: Cascade / Orange Pale Ale
Lítrateljarinn: 180
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Simcoe Smash IPA / Ljúflingur

Post by helgibelgi »

Baldvin Ósmann wrote:Gerði þennan í fyrradag.

5kg pale, 50g/50g Simcoe og er með 23l af 1.047 virti. Ég henti seinni humlunum út í þegar 5mín voru eftir af suðu. Á reyndar 10gr eftir sem ég ætla að nota til að þurrhumla.

Af því humla stundaskráin var svo einföld þá fór ég bara upp og undirbjó matinn á meðan og skildi lokið eftir hálft yfir pottinum. Ég hélt að það myndi ekki hafa mikil áhrif á uppgufun en ég er með 2l meira í gerjunartunnunni en ég átti von á. Nýtnin hjá mér var 70% sem er betra en áður svo ég hitti OG nokkurn veginn.

Hlakka til að bera saman við Centennial IPA-inn sem ég gerði á þriðjudaginn. Ef það hefur engin sérstök áhrif á bragð að uppgufunin var að hluta til hindruð þá ætti ég að hafa nokkuð góðan samanburð á Simcoe og Centennial humlum og hverju Munich Caramunich/pils bæta við Pale ale grunninn. Meskiplanið var eins og báðar lagnir fengu swamp cooler í 4 daga sem er að halda hitanum stöðugum í 18°.

Hvernig kom hann út hjá þér?
Post Reply