Sumpartinn Sérstakur - Extra Pale Ale

Hér skal eingöngu skrá uppskriftir sem hafa verið prófaðar og gefið góða raun að mati bruggara, vina og/eða vandamanna. Nafn bjórstíls skal taka fram í titli þráðar. Dæmi: "Hvítur sloppur – Belgískur Hveitibjór"
Post Reply
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Sumpartinn Sérstakur - Extra Pale Ale

Post by æpíei »

Ég gerði þennan um daginn og hann hefur fengið góðar viðtökur hjá vinum, vandamönnum og öðrum bruggurum. Legg því í að birta hann hér sem mína fyrstu uppskrift. :)

Hann hefur mjög ferskt bragð og mikinn karakter í lykt. Ekki kannski alveg IPA, ég kýs að flokka hann sem Extra Pale Ale. Byggður á Little Sumpin Sumpin frá Lagonitas brugghúsinu skv. upplýsingum frá bruggmeistara þeirra, með nokkrum breytingum frá mér með hliðsjón af smekk, og ekki síst lagerstöðunni hjá Hrafnkeli.

3,0 kg Pale Malt 2-row
3,0 kg Hveiti malt
0,2 kg Carafa III

20,0g Nugget 90 mín
10,0g Fuggles 45 mín
23,0g Simcoe 15 mín
15,0g Fuggles 15 mín
10,0g Cascade þurrhumlun 5 dagar
10,0g Centenniel þurrhumlun 5 dagar
10,0g Nugget þurrhumlun 5 dagar
10,0g Simcoe þurrhumlun 5 dagar
7,0g Amarillo þurrhumlun 5 dagar

Meskjaður 60 mín við 67 gráður, hitað í 77 í 10 mín. Suða 90 mínútur.
2 pakkar US-05 ger. Gerjaður við 18 gráður. Þurrhumlaður eftir 8 daga.

IBU 55,8
Mælt OG 1,064*
Mælt FG 1,016
ABV 6,3%

* (OG aðeins undir BeerSmith markinu sem er 1,072, er nú að ná mun hærri nýtni með skolun með 77 gráðu vatni. AVB skv BeerSmith er 6,8%)

Ég er spenntur að gera þennan aftur og þá með Mosaic humlum í stað Simcoe og Wyeast 1056 American Ale blautgeri.

Skál :beer:
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Sumpartinn Sérstakur - Extra Pale Ale

Post by Idle »

Þessi er ljómandi góður. Myndi ekki hika við að skella honum í IPA flokkinn. Mest bar á humlunum í bragði og ilmi. Hef e. t. v. fengið óþétta flösku, þar sem hann var aðeins rétt nægilega kolsýrður, en án haus og hala.
Ferskur er hann vissulega og fyllingin hvorki of né van. Þurrhumlunin hefur skilað sér einstaklega vel í lykt og bragði, sem heillandi blanda apríkósu, sítrónu og kryddjurta.

Nú þegar ég skoða uppskriftina, þykir mér hreint ótrúlegt að um 50/50 blöndu pale og hveitimalts sé að ræða, miðað við hve tær bjórinn var.

Vel gert, nafni! :)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Sumpartinn Sérstakur - Extra Pale Ale

Post by æpíei »

Takk! Flaskan þín hefur mögulega verið eitthvað óþétt því hann er venjulega með góðan haus. Ég gaf smakk af honum á Fágunarfundi í gær. Þar fylgdi hann eftir meira humluðum IPA-um svo hann kannski fékk ekki að njóta sín, sérstaklega lyktin úr þurrhumlunninni. Þó hann sé vel humlaður þá er hann samt ekki nein bomba í þeirri deild, ef svo má að orði komast. Það held ég sé aðal styrkur hans, hann stuðar ekki þá sem ekki vilja kröftugt humlabragð. Mæli líka hiklaust með Little Sumpin Sumpin ef þið komist í tæri við hann.
Post Reply