Heavenly Scourge Black IIPA

Hér skal eingöngu skrá uppskriftir sem hafa verið prófaðar og gefið góða raun að mati bruggara, vina og/eða vandamanna. Nafn bjórstíls skal taka fram í titli þráðar. Dæmi: "Hvítur sloppur – Belgískur Hveitibjór"
Post Reply
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Heavenly Scourge Black IIPA

Post by helgibelgi »

Sælir gerlar og gleðilegt nýtt ár!

Fyrsta brugg 2013 hjá mér mun verða Black IIPA. Þessi uppskrift hér: http://www.homebrewtalk.com/f69/heavenl ... pa-141308/" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;

í uppskriftinni er notast við Carafa 3, en mér sýnist Hrafnkell ekki vera með það. Hann er að vísu með Carafa Special 3, en mér skilst að ef ég nota það í staðinn þá fái ég ekki ristaða bragðið með. Því er ég með spurningu handa ykkur:

Hvað get ég notað í staðinn fyrir Carafa 3 til að fá svipað bragð? (eða á einhver Carafa 3 sem er tilbúinn að selja mér um 500g?)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Heavenly Scourge Black IIPA

Post by hrafnkell »

Venjulega er maður einmitt að eltast við sem minnst ristað bragð þegar maður er að gera black ipa.. Þessvegna er fólk að setja ristaða maltið seint í meskingu og fleiri trikk. Ég þekki svosem ekki þennan bjór, kannski á hann að vera vel ristaður...

Mín reynsla af carafa vs carafa special að það er minna biturt bragðið af special, en alveg hellings roasty karakter.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Heavenly Scourge Black IIPA

Post by helgibelgi »

Já einmitt, maður vill ekki of mikið ristað bragð. Samkvæmt uppskriftinni á maður að setja Carafa í meskingu síðustu 10 mín. En ef maður les kommentin þarna þá eru nokkrir sem höfðu Carafa bara með alla meskinguna og fannst ristaða bragðið ekki vera að skemma. Á maður ekki bara að skella sér á Carafa Special?

Btw, Hrafnkell, verður hægt að koma til þín að sækja pantanir í þessari viku?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Heavenly Scourge Black IIPA

Post by hrafnkell »

Ég er við 16:30 - 18:30 í dag. Best ef fólk kemst á þeim tíma en annars er oftast hægt að finna einhvern annan tíma.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Heavenly Scourge Black IIPA

Post by helgibelgi »

Þessi er kominn í gerjun! Við brugguðum saman ég og Bjarki(th) og var þetta með lengri bruggdögum sem ég hef upplifað. Byrjuðum upp úr hádegi að þrífa og gera tilbúið (kenni Bjarka um þetta). Svo var löng bið eftir meskihitastigi. Vorum NB með tvöfalda lögn í huga svo að vatnsmagnið var meira. Þegar við vorum að bíða eftir meskihitanum fór rafmagnið af hverfinu. Vorum fúlir þangað til við kíktum á hitamælinn sem stóð akkúrat á réttu hitastigi fyrir meskjun! Sluppum rétt fyrir horn þarna!

Vorum með 14 kg pale malt ásamt 2kg (1+1) af caramunich 3 og carafa special 3 og þar sem við höfðum ekki neinar græjur í að taka pokann upp úr meskingu þurftum við að skófla korninu í annan poka sem við síðan kreistum og skoluðum eins og við gátum. Tókum 3 umferðir í þetta, líklega nálægt klukkutíma ferli. Síðan var löng bið í suðu. Erum ennþá bara með þessi hraðsuðukatla-element í gangi, þeas tvö 2200W. Suðan gekk vel, töpuðum litlu vatnsmagni (held ég, við mældum það ekki).

Uppskriftin var breytt örlítið varðandi humlasamsetningu:

60 mín: 175 grömm Magnum 13%
1 mín: 110 grömm Cascade ??%
0 mín: 28 grömm Centennial ??%

Svo fer einhver slatti af Amarillo í þurrhumlun.

Hérna eru nokkrar myndir af bruggdeginum:
Beðið eftir meskihita
Beðið eftir meskihita
IMG610.jpg (116.51 KiB) Viewed 12981 times
Mesking
Mesking
IMG614.jpg (102.51 KiB) Viewed 12981 times
Beðið eftir suðu
Beðið eftir suðu
IMG615.jpg (103.66 KiB) Viewed 12981 times
Myrkvi smakkaður
Myrkvi smakkaður
IMG616.jpg (89.56 KiB) Viewed 12981 times
Bjarki að búa til meskisleif
Bjarki að búa til meskisleif
IMG611.jpg (155.57 KiB) Viewed 12981 times
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Heavenly Scourge Black IIPA

Post by helgibelgi »

Ég held að við gætum stytt bruggdaginn um amk 1 klukkutíma með betri suðugræjum. Svo myndi endurskoðun meskingamála líklega skila sér í styttingu líka. Þetta eru verkefni fyrir bruggárið.

Ég gleymdi að setja inn myndir af bjórnum í lokinn. Ákváðum að skipta í tvennt og hafa minni kútinn sem prufudýr fyrir eitthvað eins og kaffiviðbót, en við sjáum til hvað við gerum með hann.
Kominn í glerkúta
Kominn í glerkúta
IMG617.jpg (99.51 KiB) Viewed 12980 times
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Heavenly Scourge Black IIPA

Post by bergrisi »

Ætla að gera þennan 31. janúar. Var einmitt að spá í að nota bara carafa special.

Er einnig að spá í að nota Summit humla en keypti slíka í Denver í haust og veit ekki hvað ég á að gera við þá.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Heavenly Scourge Black IIPA

Post by helgibelgi »

bergrisi wrote:Ætla að gera þennan 31. janúar. Var einmitt að spá í að nota bara carafa special.

Er einnig að spá í að nota Summit humla en keypti slíka í Denver í haust og veit ekki hvað ég á að gera við þá.
Já mér líst vel á það. Svo getum við borið saman bjórana þegar þeir eru báðir orðnir til :)
Post Reply