Besti Hvíti sloppurinn

Hér skal eingöngu skrá uppskriftir sem hafa verið prófaðar og gefið góða raun að mati bruggara, vina og/eða vandamanna. Nafn bjórstíls skal taka fram í titli þráðar. Dæmi: "Hvítur sloppur – Belgískur Hveitibjór"
Post Reply
User avatar
ulfar
Gáfnagerill
Posts: 238
Joined: 8. May 2009 08:32

Besti Hvíti sloppurinn

Post by ulfar »

Nú í sumar hélt ég áfram með hvíta sloppinn og hann er orðin mun betri. Ég bætti höfrum í bjórinn á kostnað munich en við það fékk bjórinn meiri fyllingu og er mun betri. Ég er ánægður með hann bæði með og án krydds.

24 ltr
Nýtni 80%

Hveitimalt 2kg
Pale ale malt 2kg
Hafrar 300 gr
Munich Malt 75 gr
Mesking við 67 degC í 60 min.

Styriran Goldings 4% 35 gr í 60 min (15 IBU)
Gerjaður með T58 við +18 gráður.

Nokkrir mikilvægir punktar eru:
- Bjórinn er ekki of áfengur 4,4% sem ég tel hæfilegt fyrir hveitibjór
- Bjórinn er ekki of beiskur, 15 IBU og mætti þannig séð vera minna
- Hafrarnir gefa bjórnum fyllingu og ég myndi ekki sleppa þeim.

Einnig má rífa börkinn af einni appelsínu, steyta 15 gr af corianderfræjum og sjóða með síðustu 5 mín.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Besti Hvíti sloppurinn

Post by sigurdur »

Ristaðiru hafrana?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Besti Hvíti sloppurinn

Post by hrafnkell »

75gr af munich? Er það ekki bara upp á punt? :)

Líst annars vel á þetta, gamla uppskriftin hefði alveg getað notað smá boddí. Hvaða ger notarðu í sloppinn?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Besti Hvíti sloppurinn

Post by hrafnkell »

Hendi í þennan í kvöld. 40-45 lítrar, skipt upp í 2 gerjunarfötur. Önnur fatan fær blautger (3068) og hin t58.
faxi
Villigerill
Posts: 2
Joined: 30. Oct 2009 17:31

Re: Besti Hvíti sloppurinn

Post by faxi »

Eru þetta bara venjulegir grófvalsaðir hafrar úr bónus?
drekatemjari
Kraftagerill
Posts: 71
Joined: 18. Dec 2012 02:37

Re: Besti Hvíti sloppurinn

Post by drekatemjari »

Hrafnkell, hvernig komu lagnirnar út.
Var mikill munur á bjórunum og kom annar betur út en hinn.
Hef mikið verið að velta t-58 fyrir mér eftir að ég notaði það í belgískan Blonde þar sem hann varð mjög estery en er búinn að taka ótrúlega vel við sér eftir 3-4 mánuði á flöskum.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Besti Hvíti sloppurinn

Post by hrafnkell »

drekatemjari wrote:Hrafnkell, hvernig komu lagnirnar út.
Var mikill munur á bjórunum og kom annar betur út en hinn.
Hef mikið verið að velta t-58 fyrir mér eftir að ég notaði það í belgískan Blonde þar sem hann varð mjög estery en er búinn að taka ótrúlega vel við sér eftir 3-4 mánuði á flöskum.
Ég var töluvert hrifnari af 3068... Og flestir sem smökkuðu báða voru sammála því. Þeir voru þó báðir fínir. Annar var bara betri :)
Funkalizer
Kraftagerill
Posts: 90
Joined: 18. Jun 2013 23:02

Re: Besti Hvíti sloppurinn

Post by Funkalizer »

Mig langar helvíti mikið að prufa Sloppinn næst þegar ég legg í og er aðeins að spá í haframeðhöndluninni.
Er þeim bara hent út í við meskingu eða þarf að tríta þá eitthvað sérstaklega áður?

Edit: Já og af því að Úlfar minnist á appelsínubörk og kóríander; hvað er verið að nota mikið af berki í hefðbundna lögn?
Er þetta órjúfanlegt par, þ.e. ef ég nota börk er þá betra að nota kóríander líka eða er í lagi að nota bara börkinn?
Ég veit að sjálfsögðu að bjórlöggan tekur mig ekkert ef ég nota bara annað hráefnið, er bara svona meira að spá í svörum þeirra sem hafa smakkað og eiga einhverja pointera.

Takk,
Gunnar
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Besti Hvíti sloppurinn

Post by hrafnkell »

Funkalizer wrote:Mig langar helvíti mikið að prufa Sloppinn næst þegar ég legg í og er aðeins að spá í haframeðhöndluninni.
Er þeim bara hent út í við meskingu eða þarf að tríta þá eitthvað sérstaklega áður?

Edit: Já og af því að Úlfar minnist á appelsínubörk og kóríander; hvað er verið að nota mikið af berki í hefðbundna lögn?
Er þetta órjúfanlegt par, þ.e. ef ég nota börk er þá betra að nota kóríander líka eða er í lagi að nota bara börkinn?
Ég veit að sjálfsögðu að bjórlöggan tekur mig ekkert ef ég nota bara annað hráefnið, er bara svona meira að spá í svörum þeirra sem hafa smakkað og eiga einhverja pointera.

Takk,
Gunnar
Hæ! Hafrarnir fara í beint í meskingu með öllu hinu korninu. Þeir gefa aðeins meiri fyllingu í bjórinn, og hann verður aðeins meira "smooth". Sumir hafa verið ósáttir við að upprunalegi hvíti sloppurinn, sá sem ég er með á síðunni hjá mér verði oft svolítið vatnskenndur. Hafrarnir hjálpa til við það.

Kóríander og appelsínubörk vilja margir setja í. Þá eru venjulega notuð 15-30 grömm af hvoru. Ég á kóríanderfræ, beiskan og sætan appelsínubörk sem er gaman að smella með ef maður fílar það.
User avatar
jniels
Villigerill
Posts: 41
Joined: 24. Jan 2013 17:13

Re: Besti Hvíti sloppurinn

Post by jniels »

Ég er nýbúinn að setja í einn hvítan slopp og setti bæði börk og fræ. Sá eiginlega eftir því að hafa gert það í fyrstu tilraun. Hefði frekar viljað að bragðið af gerinu hefði fengið að njóta sín betur.
En hann varð mjög ferskur og verður mjög góður í "sumarblíðunni".
*************
Kveðja
Jóhann N

Education is important, but beer is importanter...
Post Reply