Eagle's Kaffi Porter

Hér skal eingöngu skrá uppskriftir sem hafa verið prófaðar og gefið góða raun að mati bruggara, vina og/eða vandamanna. Nafn bjórstíls skal taka fram í titli þráðar. Dæmi: "Hvítur sloppur – Belgískur Hveitibjór"
Post Reply
ornthordarson
Villigerill
Posts: 15
Joined: 22. Aug 2011 16:57

Eagle's Kaffi Porter

Post by ornthordarson »

Ég á mjög erfitt með að fylgja uppskriftum þegar ég er að elda og sama virðist eiga við um bjórgerðina. Eftir 3-4 laganir eftir uppskriftum annarra fór ég að gera tilraunir með mínar eigin uppskriftir og eftir 2 tilraunir sem ekki heppnuðust alveg eins og til var ætlast tókst mér að búa til bara alveg skratti góðan kaffi porter.

Amt Name Type # %/IBU
3.40 kg Pale Malt (2 Row) UK (5.9 EBC) Grain 58.6 %
1.50 kg Munich Malt (17.7 EBC) Grain 25.9 %
0.60 kg Caramunich Malt (110.3 EBC) Grain 10.4 %
0.30 kg Carafa I (663.9 EBC) Grain 5.2 %

18 g Columbus [14.00 %] - Boil 60.0 min Hop 29.1 IBUs
22 g Saaz [4.00 %] - Boil 30.0 min Hop 8.0 IBUs
22 g Saaz [4.00 %] - Boil 15.0 min Hop 5.2 IBUs
1 tsp Irish Moss (Boil 10.0 mins) Fining

1.0 pkg Nottingham (Danstar ) Yeast Notaði reyndar um 200 ml slurry úr fyrri lögun

Gerjaði þetta svo við í tveimur skrefum við um 21°C í 4 vikur.

Að lokum hellti ég upp á rammsterkt kaffi (150 gr í ca 0,5 lítra af vatni) og notaði það til að leysa upp priming sykurinn.

Ég var að klára fyrstu prufuna eftir viku á flösku og hann er bara alveg eins og ég stefndi á - kallast á mjúkir súkkulaði tónar og grófir ristaðir tónar úr dökka maltinu og kaffinu. Það fyrsta sem mér datt í hug var kaffi molinn sem var í Mackintosh's - en hverjum þykir auðvita sinn fugl fagur :) Ég get allavega mælt með þessu fyrir kaffi áhugamenn.

Ég er svo með nokkrar aðrar uppskriftir að leiðinni og vonandi falla þær í þann flokk sem hægt er að segja frá - ekki eins og þær tvær fyrstu sem verða drukknar þegar bragðskinið er aðeins farið að bjagast ;)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Eagle's Kaffi Porter

Post by sigurdur »

Sniðugt .. þú verður að koma með þetta á mánudagsfundinn í Janúar fyrir alla til þess að smakka.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Eagle's Kaffi Porter

Post by hrafnkell »

Ég tek undir með sigurði, það væri gaman að smakka þennan :)
oliagust
Villigerill
Posts: 27
Joined: 13. Oct 2011 00:21

Re: Eagle's Kaffi Porter

Post by oliagust »

Þar sem ég er 5 bolla maður þá finnst mér þessi verulega spennandi. Hvernig er hann að eldast? Á maður kannski að setja kaffið í suðuna?
Í vinnslu; Bríó klón
Í gerjun: SMASH lager og Nelson Sauvin IPA
Á flöskum; Rauðöl, Vetraröl, APA, Brúðkaupsöl og SMASH öl.
ornthordarson
Villigerill
Posts: 15
Joined: 22. Aug 2011 16:57

Re: Eagle's Kaffi Porter

Post by ornthordarson »

Afsakið seinbúið svar - ég afsaka mig að hluta til með því að ég var að vona að Porterinn myndi verða betri og betri og svona heilt yfir er hann ekki nógu góður. Ég gerði tvö lykil mistök við kaffi viðbæturnar:

1) Ég held að ég hafi notað of mikið kaffi. Næst þegar mig langar að prófa kaffi þú mun ég nota svona 1/3 af því sem ég notaði við Porterinn og vinna mig svo upp frá því magni.
2) Þegar ég var að setja á flöskur seint um kvöld - eftir tvo eða þrjá ...eða fjóra - þá vandaði ég mig ekki nógu mikið og það fór of mikill korgur út í bjórinn ...allt of mikill korgur. Sumar flöskurnar sluppu betur en aðrar og korg bragðið sem er undirliggjand er á undanhaldi en heilt yfir þá skemmti ég hann eiginlega með þessu. Ég treysti því þó að tíminn lækni öll sár og ætla að smakka hann reglulega næstu mánuði og póst uppfærslum.

Ég er svo spenntur að heyra í öðrum sem prófa kaffi viðbætur hvort sem það er að hella uppá og nota sem priming agent eða hella uppá "kalt kaffi" yfir nótt eða hvað annað mönnum dettur í hug.
ornthordarson
Villigerill
Posts: 15
Joined: 22. Aug 2011 16:57

Re: Eagle's Kaffi Porter

Post by ornthordarson »

Svo til að svara spurningunni að ofan þá myndi ég ekki setja kaffið í suðuna, nema að mönnum finnist soðið kaffi gott.

Ég er í sjálfum sér bara ánægður með aðferðina, þeas að hella upp á venjulegt kaffi í pressukönnu. Vandamálið var bara að þegar ég ætlaði að vinda mér í þetta þá átti ég ekki pressukönnuna sem mig minnti.
Post Reply