APA - Copy of Beer

Hér skal eingöngu skrá uppskriftir sem hafa verið prófaðar og gefið góða raun að mati bruggara, vina og/eða vandamanna. Nafn bjórstíls skal taka fram í titli þráðar. Dæmi: "Hvítur sloppur – Belgískur Hveitibjór"
Post Reply
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

APA - Copy of Beer

Post by anton »

Nafnið átti að vera smá húmor þegar ég lagði í hann - enda átti ég ekki von á að allt myndi ganga smurt í fyrstu keyrslu á búnaðnum - svo að pælingin með "Copy of Beer" átti að vera sú að þetta átti að vera einhverskonar afrit af því sem kalla má bjór.

Þetta er fyrsti AllGraininn..enginn pakkamatur á ferð.

1. Bruggdagur.
Allt kornið malað með Barley Crusher
Dúndraði í klósettbarkameskiker yfir vatnið í réttu hitastigi..
Afrennsli og skolun gekk dúndur vel. Mjög ánægður með þann part.
HINSVEGAR þá mældi ég vitlaust vatnsmagn í skolvatnið og gleymdi mér í því, þannig að ca 2-3 lítrar of lítið af vatni m.v. það sem ég ætlaði mér upphaflega. Sem betur fer...miðað við nýtnina í heildina, því í ljós kom, þrátt fyrir aðeins minna magn, að OG var innan marka og gott betur 1054 í stað 1060, svo að nýtnin var slæm :) -- veit ekki hvað málið var með það, kannski afþví að þessir 2-3 lítrar sátu óvart eftir í botninum á meskikerinu. hehe.... (note to self: Halla boxinu lítillega við skolun)

2. Gerjun
Ég skellti öllu sullinu úr suðutunnu í gerjunarfötu eftir kælingu með spíral (humlasúpunni með).
Gerjun hófst innan 12 tíma og stóð í 5-6 daga.
Smakkaði mælisýni á 7 degi. Það var alveg ótrúlega gott! Vá hvað ég var ánægður þá.
Eftir 15 daga skellti ég á flöskur. Bragðaðist enn betur.

3. Smakkaði eftir 4-5 daga á einni létt-kældri flösku. Sweet. Gerjun farin af stað, ekki alveg búin, bragðið mjög gott en örlítið sætt.

4. Smakkaði eftir 14 daga á einni. Mjög gott. Fullkolsýrt. Aðeins óþroskað.

5. Nú er sumsé komnar nærri 3 vikur á flösku. Góður þroski og ekkert aukabragð.

Dómur minn og þeirra sem hafa smakkað er í stuttu máli "Vó-nammi namm" - það er ástæðan fyrir því að ég skelli þessari uppskrift hérna.

Gefur svolítið ávaxtabragð, heldur haus, en hefði mátt vera meiri kolsýra. Kemur svolítið þurr inn í eftirbragðið, svolítið meiri ávaxta bragð -kannski apríkósa eða einhvernvegin þannig, sem fær mann auðvitað bara til að langa í meira :)

Hann er léttur og auðdrekkanlegur.

Ég vona að ég fái tækifæri til að skella í þennan aftur. Myndi henda nokkrum grömmum meira af sykri fyrir áfyllingu. Jafnvel smella smá Cascade í 10-15mín til viðbótar. En þá er maður kominn með annan bjór, kannski Copy of Copy of beer :)

Þessi kom á óvart - enda tilraun á tækjum

Code: Select all

BeerSmith Recipe Printout - http://www.beersmith.com
Recipe: Copy of Beer
Brewer: Anton
Asst Brewer: 
Style: American Pale Ale
TYPE: All Grain
Taste: (0.0) 

Recipe Specifications
--------------------------
Batch Size: 20.00 L      
Boil Size: 22.89 L
Estimated OG: 1.060 SG
Estimated Color: 18.7 EBC
Estimated IBU: 38.7 IBU
Brewhouse Efficiency: 75.00 %
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amount        Item                                      Type         % or IBU      
3.08 kg       BrewFerm Pale Malt (2 Row) Belgian (AS) (7Grain        59.32 %       
1.76 kg       BrewFerm Munich Malt (AS) (15.0 EBC)      Grain        33.90 %       
0.31 kg       Caraamber (Weyermann) (70.9 EBC)          Grain        5.93 %        
0.04 kg       Carafoam (Weyermann) (3.9 EBC)            Grain        0.85 %        
35.20 gm      Brewer's Gold [8.00 %]  (60 min)          Hops         31.7 IBU      
8.80 gm       Brewer's Gold [8.00 %]  (40 min)          Hops         7.0 IBU       
17.60 gm      Cascade [5.50 %]  (0 min)                 Hops          -            
2.32 gm       Yeast Nutrient (Primary 3.0 days)         Misc                       
3.30 gm       Irish Moss (Boil 10.0 min)                Misc                       
11.63 gm      Gypsum (Calcium Sulfate) (Mash 60.0 min)  Misc                       
1 Pkgs        SafAle American (DCL Yeast #S-05)         Yeast-Ale                  


Mash Schedule: Single Infusion, Full Body
Total Grain Weight: 5.19 kg
----------------------------
Single Infusion, Full Body
Step Time     Name               Description                         Step Temp     
45 min        Mash In            Add 13.54 L of water at 77.0 C      70.0 C        
10 min        Mash Out           Add 5.42 L of water at 91.5 C       75.6 C        
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: APA - Copy of Beer

Post by gunnarolis »

Hljómar vel og til hamingju með þetta.

Ein spurning, hvar fékkstu yeast nutrient?
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: APA - Copy of Beer

Post by gunnarolis »

Já og annað, ég mundi ekki halla meskikerinu til að ná restinni úr því.

Reiknaðu vatnið bara þannig að kornið taki í sig um 1 l/kg og bættu svo við 3-5 lítrum í viðbót.

Síðan þegar þú ert kominn með það í gerjunarfötuna sem þú ætlaðir þér og virturinn er ekki allur kominn úr meskikerinu, hættu þá skoluninni. Það sem verður eftir í meskikerinu er mjög þunnur virt sem getur jafnvel farið að draga óæskilegt bragð úr maltinu þegar að allur sykur úr því er upp urinn. Þú getur síðan tekið þennan þunna virt sem er eftir og soðið hann niður og notað síðar til að búa til starter.

Smá tips bara...
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: APA - Copy of Beer

Post by anton »

gunnarolis wrote:Já og annað, ég mundi ekki halla meskikerinu til að ná restinni úr því.

Reiknaðu vatnið bara þannig að kornið taki í sig um 1 l/kg og bættu svo við 3-5 lítrum í viðbót.

Síðan þegar þú ert kominn með það í gerjunarfötuna sem þú ætlaðir þér og virturinn er ekki allur kominn úr meskikerinu, hættu þá skoluninni. Það sem verður eftir í meskikerinu er mjög þunnur virt sem getur jafnvel farið að draga óæskilegt bragð úr maltinu þegar að allur sykur úr því er upp urinn. Þú getur síðan tekið þennan þunna virt sem er eftir og soðið hann niður og notað síðar til að búa til starter.

Smá tips bara...
Endilega! Ég þarf þá bara að passa mig í næstu lögnum að nota meira skolvatn, þetta hefur væntanlega líka bara hjálpað til að ná virtinum tærum í skoluninni.
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: APA - Copy of Beer

Post by anton »

gunnarolis wrote:Hljómar vel og til hamingju með þetta.

Ein spurning, hvar fékkstu yeast nutrient?
Ég tók slíkan poka í brouwland pöntuninni fyrir eitthvað slikk
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: APA - Copy of Beer

Post by sigurdur »

Settir þú næringuna í suðu eða gerjunarfötuna?
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: APA - Copy of Beer

Post by anton »

Heyrðu, skv leiðbeiningum á pokanum, í lok suðu minnir mig frekar en í gerjunarfötuna. Verð að viðurkenna að ég man ekki hvort það var :)

Edit: Hérna er það sem ég gerði já, ég skuttlaði þessu í um leið og irsh mossinu eða þar um bil. Þetta rifjast upp.
Brewer's Choice™ Wyeast Nutrient Blend

Product: Supplemental nutrients for propagation & brewing

Description:
A blend of vitamins, minerals, inorganic nitrogen, organic nitrogen, zinc, phosphates and other trace elements that will benefit yeast growth and complete fermentation. Additional nutrients are most valuable during yeast propagation and sluggish or stuck fermentations. Supplementing with nutrients will reduce lag time, improve viability and provide consistent attenuation rates.
Usage Rate: 1/2 tsp (2.2 Grams) per 5 gallons (19 liters) of wort.
Usage Instructions: Dissolve Wyeast Nutrient in warm water. Add solution to kettle 10-15 minutes prior to end of boil.
Stability: 1 year if stored in airtight container in a cool environment.
Packaging: Nutrients are available in 1.5 oz, 2lb. or 8 lbs. containers
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: APA - Copy of Beer

Post by anton »

Hér er mynd af herlegheitunum. Svona eins langt og myndir ná að grípa
Attachments
Copy Of Beer
Copy Of Beer
CopyOfBeer.JPG (54.64 KiB) Viewed 15383 times
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: APA - Copy of Beer

Post by sigurdur »

Flottur.
Post Reply