Det Gode Liv - American Pale Ale

Hér skal eingöngu skrá uppskriftir sem hafa verið prófaðar og gefið góða raun að mati bruggara, vina og/eða vandamanna. Nafn bjórstíls skal taka fram í titli þráðar. Dæmi: "Hvítur sloppur – Belgískur Hveitibjór"
Post Reply
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Det Gode Liv - American Pale Ale

Post by kalli »

Ég er að smakka fyrstu flöskurnar af þessum bjór og þær eru virkilega fínar. Enda fengu höfundarnir verðlaun fyrir bjórinn í þessum flokki í Danmörku. Höfundur er http://humleland.dk/" onclick="window.open(this.href);return false;

Uppskriftin kemur hérmeð:

BeerSmith Recipe Printout - http://www.beersmith.com" onclick="window.open(this.href);return false;

Recipe: Leiðréttur Det Gode Liv

Brewer: kalli

Asst Brewer:

Style: American Pale Ale

TYPE: All Grain

Taste: (45,0)



Recipe Specifications

--------------------------

Batch Size: 25,00 L

Boil Size: 32,23 L

Estimated OG: 1,054 SG

Estimated Color: 10,0 SRM

Estimated IBU: 29,8 IBU

Brewhouse Efficiency: 65,00 %

Boil Time: 60 Minutes



Ingredients:

------------

Amount Item Type % or IBU

5,36 kg Pale Ale Malt (Weyermann) (3,3 SRM) Grain 81,15 %

0,95 kg Munich II (Weyermann) (11,2 SRM) Grain 14,39 %

0,30 kg Crystal Malt - 60L (Thomas Fawcett) (66,0 Grain 4,46 %

47,76 gm Cascade [4,90 %] (60 min) Hops 20,2 IBU

32,52 gm Cascade [4,90 %] (15 min) Hops 6,8 IBU

32,52 gm Cascade [4,90 %] (5 min) Hops 2,8 IBU

15,63 gm Fuggles [4,80 %] (Dry Hop 7 days) Hops -

1 Pkgs London Ale (White Labs #WLP013) Yeast-Ale





Mash Schedule: Double Infusion, Medium Body

Total Grain Weight: 6,60 kg

----------------------------

Double Infusion, Medium Body

Step Time Name Description Step Temp

30 min Protein Rest Add 12,39 L of water at 57,1 C 50,0 C

30 min Saccrification Add 11,01 L of water at 93,6 C 67,8 C

10 min Mash Out Add 9,64 L of water at 97,3 C 75,6 C
Life begins at 60....1.060, that is.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Det Gode Liv - American Pale Ale

Post by kristfin »

þetta á ekki að geta klikkað.

varstu með þennan við kjarvalsstaði. ég held að ég hafi misst af honum.

áttu þetta ger ennþá?
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: Det Gode Liv - American Pale Ale

Post by kalli »

Ég átti ekki rétt ger (WLP013) svo ég notaði S-04 í staðinn. Gleymdi að nefna það.

Ég var með bjórinn við Kjarvalsstaði. En það er vel hægt að bjóða þér smakk ef þú átt leið í fjörðinn ;)
Life begins at 60....1.060, that is.
Bjarki
Kraftagerill
Posts: 78
Joined: 15. Dec 2009 16:17

Re: Det Gode Liv - American Pale Ale

Post by Bjarki »

Lagði í þennan fyrir mánuði síðan fín uppskrift, besti API sem ég hef gert hingað til. Notaði S04 eins og þú en sleppti þurrhumlun sökum leti :)
Sleipnir
Kraftagerill
Posts: 58
Joined: 8. Nov 2010 20:25

Re: Det Gode Liv - American Pale Ale

Post by Sleipnir »

Í meskingunni er tími, mismunandi lítramagn og hitastig.

-Double Infusion, Medium Body
Step Time Name Description Step Temp
30 min Protein Rest Add 12,39 L of water at 57,1 C 50,0 C
30 min Saccrification Add 11,01 L of water at 93,6 C 67,8 C
10 min Mash Out Add 9,64 L of water at 97,3 C 75,6 C
Er verið að flækja þetta eitthvað?
Er ekki bara allt vatn sett í og 30m./50c, 30m./67,8 og 10m./ 75,6?
Kv.
Sigurður
Sleipnir
Kraftagerill
Posts: 58
Joined: 8. Nov 2010 20:25

Re: Det Gode Liv - American Pale Ale

Post by Sleipnir »

Og getið þið útskýrt fyrir mig Fuggles innkomuna.
Dry hop 7days. Fer þetta í eftir suðu?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Det Gode Liv - American Pale Ale

Post by hrafnkell »

Sleipnir wrote:Og getið þið útskýrt fyrir mig Fuggles innkomuna.
Dry hop 7days. Fer þetta í eftir suðu?
Fer í gerjunarfötuna, 7 dögum eftir að gerjun byrjar.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Det Gode Liv - American Pale Ale

Post by sigurdur »

Sleipnir wrote:Í meskingunni er tími, mismunandi lítramagn og hitastig.

-Double Infusion, Medium Body
Step Time Name Description Step Temp
30 min Protein Rest Add 12,39 L of water at 57,1 C 50,0 C
30 min Saccrification Add 11,01 L of water at 93,6 C 67,8 C
10 min Mash Out Add 9,64 L of water at 97,3 C 75,6 C
Er verið að flækja þetta eitthvað?
Er ekki bara allt vatn sett í og 30m./50c, 30m./67,8 og 10m./ 75,6?
Kv.
Sigurður
Þetta er gert til að vera fljótari að hita meskinguna. Með þessari aðferð þá tekur upphitunin ekki nema undir mínútu. Ef þú hitar upp allt vatnið, þá tekur upphitunin lengri tíma. Það er samt trúlega ekkert verra, bara öðruvísi.
Sleipnir
Kraftagerill
Posts: 58
Joined: 8. Nov 2010 20:25

Re: Det Gode Liv - American Pale Ale

Post by Sleipnir »

Sáldra þá hmnlunum í þurrum eða leysi þá upp. Oft er gerjun búinn eftir 7daga, á ég þá að setja þá í secondary,humlana með og bíða í einhverja xdaga?
Sorry allar spurningarnar, vil bara gera þetta eins rétt og hægt er.
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: Det Gode Liv - American Pale Ale

Post by kalli »

Sleipnir wrote:Í meskingunni er tími, mismunandi lítramagn og hitastig.

-Double Infusion, Medium Body
Step Time Name Description Step Temp
30 min Protein Rest Add 12,39 L of water at 57,1 C 50,0 C
30 min Saccrification Add 11,01 L of water at 93,6 C 67,8 C
10 min Mash Out Add 9,64 L of water at 97,3 C 75,6 C
Er verið að flækja þetta eitthvað?
Er ekki bara allt vatn sett í og 30m./50c, 30m./67,8 og 10m./ 75,6?
Kv.
Sigurður
Sigurður útskýrði þetta en til að útiloka misskilning bæti ég við að þessar 30 min sem Protein Rest er í gangi notar þú til að hita 11,01L af vatni í 93,6 C. Þegar 30 mínúturnar eru liðnar hellir þú því út í og þá verður hitastigið í meskikerinu 67,8 C og 30 min Saccarification byrjar.

Hin leiðin, sem þú nefnir, er að setja allt vatnið úti í einu og nota svo hitagjafa (hitaelement/rafmagnshellu/gas) til að hækka hitastigið á milli meskiþrepa.

Fyrirgefðu ef ég er að nota of mörg orð um þetta.
Life begins at 60....1.060, that is.
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: Det Gode Liv - American Pale Ale

Post by kalli »

Sleipnir wrote:Sáldra þá hmnlunum í þurrum eða leysi þá upp. Oft er gerjun búinn eftir 7daga, á ég þá að setja þá í secondary,humlana með og bíða í einhverja xdaga?
Sorry allar spurningarnar, vil bara gera þetta eins rétt og hægt er.
Þú sáldrar humlunum í þurrum. Þú getur sett í secondary en ég myndi sleppa því. Flestir eru hættir að nota secondary. Gerjaðu í einu íláti allan tímann. Þú getur haft bjórinn í gerjun í 2 til 4 vikur, skiptir ekki máli, en settu humlana út í 7 dögum áður en þú ætlar að tappa á flöskur.
Life begins at 60....1.060, that is.
Sleipnir
Kraftagerill
Posts: 58
Joined: 8. Nov 2010 20:25

Re: Det Gode Liv - American Pale Ale

Post by Sleipnir »

Hæ.
Get ég ekki notað c.munich2 í staðinn fyrir crystal60?

Kv.
S.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Det Gode Liv - American Pale Ale

Post by hrafnkell »

caramunich iii skv þessu:
http://brew.is/files/malt.html" onclick="window.open(this.href);return false;
Sleipnir
Kraftagerill
Posts: 58
Joined: 8. Nov 2010 20:25

Re: Det Gode Liv - American Pale Ale

Post by Sleipnir »

Ef eg nota C.M.2 verður hann þá minna maltaðri en ef ég færi Í C.M.3?
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Det Gode Liv - American Pale Ale

Post by kristfin »

bragðið verður aðeins öðruvísi, ekkert minna maltað samt. ekki láta það stoppa þig -- efast um að þú gætir fundið bragðmun. láttu bara vaða.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
Post Reply