Undan Eyjaföllum [Hveitibjór í Belgískum anda]

Hér skal eingöngu skrá uppskriftir sem hafa verið prófaðar og gefið góða raun að mati bruggara, vina og/eða vandamanna. Nafn bjórstíls skal taka fram í titli þráðar. Dæmi: "Hvítur sloppur – Belgískur Hveitibjór"
Post Reply
User avatar
ulfar
Gáfnagerill
Posts: 238
Joined: 8. May 2009 08:32

Undan Eyjaföllum [Hveitibjór í Belgískum anda]

Post by ulfar »

Gerði hveitibjór um daginn sem heppnaðist mjög vel. Tveir þættir eru áhugaverðastir.
#1 - Notaði steinmalað hveiti undan Eyjafjöllum. Steinmalað hveiti er duft en þó ekki jafn fínt og kornax hveiti. Lenti ekki í neinum vandræðum með sparge.
#2 - Notaði tvær tegundir af geri.

50% 2.000 kg American Two-row Pale 309 1
43% 1.700 kg Steinmalað hveiti undan Eyjafjöllum (uppskera 2009)
8% 0.300 kg Munich Malt - 20L

12gr Amarillo pellet 9.0 % alpha boil 60 mins
12gr Amarillo pellet 9.0 % alpha boil 0 mins
boil 4 min 11 grams Orange Peel, Bitter

boil 4 min 11 grams Coriander Seed

11 gr Danstar Munich (þurt hveitibjórs ger)
11 gr Safbrew T-58 Dry Yeast

Aðferðin var ekki alveg einföld. 10% af maltaði bygginu var tekið frá og sett í sér pott. Restinni af maltinu var blandað saman við heitt vatn í meskikerinu svo að 48 gráðu hitta væri náð. Þá var potturinn með 10% af maltinu tekinn fram, bætt í hann 1,7 kg af hveiti og 5-6 ltr af vatni. ÞETTA VAR SVO SOÐIÐ Í 15 MÍN og bætt út í meskikerið að því loknu. Hitastigið í kerinu hækkaði upp í 66 gráður við þetta og fékk að vera þannig í 1 klst. Svo bætti ég 90 gráðu heitu vatni til að ná hitastiginu upp í 75 gráður. Skolunin fór svo í gang með heitu vatni og passaði ég að hafa vatni vel heitt svo að skolunin gengi vel. Þar sem mikið af fínmöluðu hveiti var í meskingunni lagðist mjög þykkt fínt lag ofaná kornið. Ég passaði að skera reglulega í gegnum þetta lag með skeið. Allt gekk vel og fordómar mínir fyrir meksingum sem geta gengið illa hurfu. Hef einusinni lent í meskingu sem ekki vildi ganga og kenni ég of lágu hitastigi um.

Bjórinn er mjög góður - hefur gengið hratt út í sumar. Hafði Amarillo með í 0 min, þótti spennandi að vita hvernig amarillo (greip, sítrus) færi með appelsínum og kóriander. Það gengur en þó ætla ég að sleppa því næst.

kv. Úlfar
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Undan Eyjaföllum [Hveitibjór í Belgískum anda]

Post by kristfin »

hvaða munur er á bragðinu þegar maður notar svona mikið af venjulegu hveiti, versus möltuðu hveiti, versus flaked wheat
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
Post Reply