Jökull - Mjöður ehf

Deildu skoðun þinni á drykk sem þú hefur nýlega smakkað. Eða segðu frá skemmtilegum stað sem þú heimsóttir.
Forum rules
Endilega komdu með þína skoðun á drykk sem þú hefur smakkað nýlega. Munið bara eitt. Berum virðingu fyrir öllum drykkjum.
Post Reply
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Jökull - Mjöður ehf

Post by Andri »

Hafið þið smakkað Jökul frá Miði (Mjöður ehf) á stykkishólmi? Ég var að sjá hann í fyrsta skipti núna áðan.
Sá þetta í ríkinu á dalvegi og varð að kippa einni flösku með, hann er framleiddur eftir þýska reinheitsgebot sem var hreinlætisstaðall, bjór mátti bara vera bruggaður úr 3 hráefnum - Vatn - bygg & humlar (gerið var ekki nefnt í þessu þar sem Louis Pasteur var ekki búinn að uppgötva .)
Leiðinleg hönnun á flöskunni þegar það kemur að því að hella bjórnum úr flöskunni, engin leið fyrir loftið að komast í flöskuna þegar maður hellir bjórnum þannig að það koma svona loftbólur... logoið er mynd af snæfellsjökli held ég.

Bjórinn sjálfur.
"Hausinn" hvarf fljótlega, það var nánast engin froða, frekar slappt bragð að mínu mati.. mjög bragðlaus.... ég hef ekkert meira að segja um hann nema að mér finnst hann mjög slappur og ég kaupi hann ekki aftur. Vonast eftir að sjá aðra bjóra frá þeim samt.

3/10 er mín eink..


Ég tók eftir einu atriði sem mér þótti frekar kjánalegt, það stendur "Mjöðurinn er bruggaður eftir......" Þetta er ekki mjöður, mjöður er drykkur gerjaður úr hunangi og mjaðlyng er notað til að krydda hann.
Orðið mjöður var samt notað í gamla daga sem nokkurskonar samheiti yfir bjór og mjöð, ég var að tala við afa gamla um þetta orð og hann náði í eldgamla bók sem lýsti einhverri veislu þar sem 100 kg af korni voru notuð í mjöðinn sem var í veislunni. Orðið er nú aðeins heiti yfir drykk gerjaðann úr hunangi.
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Jökull - Mjöður ehf

Post by sigurdur »

Ég var að smakka þennan bjór aftur núna.

Bjórinn er með chill-haze, ekki allt of notur lykt en bragðið er nokkuð hlutlaust ... fyrir utan eitthvað skondið bragð, skunkun mögulega?
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Jökull - Mjöður ehf

Post by kristfin »

ég smakkaði þennan fyrir nokkrum mánuðum. var flottur í glasi, með fínan haus. man ekki betur en hann hafi smakkast þokkalega
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: Jökull - Mjöður ehf

Post by anton »

Ég fæ mér flösku og flösku. Þess ber að geta að þeir eru búnir að skipta um flöskur..

Mér finnst hann léttur og sætur. Svalandi drukkinn kaldur.

Ég hef smakkað hann á dælu og þá var hann mun betri en þær flöskur sem ég hef stútað
User avatar
Höddi birkis
Kraftagerill
Posts: 81
Joined: 1. Jun 2010 09:08

Re: Jökull - Mjöður ehf

Post by Höddi birkis »

pabbi gamli gaf mér einn svona í gær, mér finnst hann ágætur, frískandi með smá mysu keim, annars frekar hlutlaus, engin beiskja og bara ágætis svaladrykkur..
Í gerjun: Coopers lager.
Framundan American pale ale og(fyrsti AG) Epplavín og Jóla glögg.
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Jökull - Mjöður ehf

Post by halldor »

Höddi birkis wrote:pabbi gamli gaf mér einn svona í gær, mér finnst hann ágætur, frískandi með smá mysu keim, annars frekar hlutlaus, engin beiskja og bara ágætis svaladrykkur..
Ertu að meina pabbi þinn eða bjórinn? :D
Plimmó Brugghús
User avatar
Höddi birkis
Kraftagerill
Posts: 81
Joined: 1. Jun 2010 09:08

Re: Jökull - Mjöður ehf

Post by Höddi birkis »

hahaha :lol: góður :skal:
Í gerjun: Coopers lager.
Framundan American pale ale og(fyrsti AG) Epplavín og Jóla glögg.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Jökull - Mjöður ehf

Post by Eyvindur »

Aðalmálið er að eiga svalandi pabba.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Höddi birkis
Kraftagerill
Posts: 81
Joined: 1. Jun 2010 09:08

Re: Jökull - Mjöður ehf

Post by Höddi birkis »

nákvæmlega ;)
Í gerjun: Coopers lager.
Framundan American pale ale og(fyrsti AG) Epplavín og Jóla glögg.
Stebbi
Kraftagerill
Posts: 84
Joined: 22. Apr 2010 20:45
Location: Hafnarfjörður

Re: Jökull - Mjöður ehf

Post by Stebbi »

Smakkaði þennan í 20°C stiga hita um helgina og ég hélt að ég væri að drekka sódavatn. US Budweiser unnendur á Íslandi hafa loksins fengið eitthvað íslenskt til að sötra á.

P.s
Sem betur fer var ég með hjemmelaved með til að skola þessu niður.
Í gerjun: ekkert eins og er
Í hugsanaferli: Brúnöl og Irish Stout
Á flöskum: Port 'au Palmer
Bruggað: ca. 202L
Post Reply