Page 1 of 1

Viking Stout

Posted: 16. Jan 2010 20:01
by mcbain
Ég kann nú ekkert að kryfja bjóra ef má segja það, en þessi bjór er hreint út sagt frábær, rosalega mikil fylling algjört súkkulaði/kaffi bragð af honum, en hvað ég vildi að ég gæti búið til svona bjór heima hjá mér. :sing:

Re: Viking Stout

Posted: 9. Feb 2010 09:45
by Hjalti
Þú getur án nokkurs efa gert betri bjór en þetta heima hjá þér.

Re: Viking Stout

Posted: 2. Mar 2010 22:43
by ulfar
Gaman að segja frá því að þetta er Baltic Porter, bruggaður með lager geri.

Re: Viking Stout

Posted: 2. Mar 2010 23:01
by Eyvindur
Þó ekki. Baltic porter skilgreinist ekki af lagergeri - það má nota hvort tveggja, botn eða toppgerjandi gerla. Og baltic porter er vanalega sterkari en þetta, held ég.

Re: Viking Stout

Posted: 9. Feb 2011 22:43
by Sigfús Jóns
Hjalti wrote:Þú getur án nokkurs efa gert betri bjór en þetta heima hjá þér.
Amen algerlega sammála

Re: Viking Stout

Posted: 12. Feb 2011 20:19
by haukur_heidar
finnst þetta skemmtilegur bjór, sönnun þess að Baldur kann sitt fag. Bockinn var frábær hjá honum, finnst gaman að sjá hvað Víking "lúxus" línan er að standa sig og Ölgerðin komin í slaginn með Úlf

:skal:

Re: Viking Stout

Posted: 4. Oct 2011 15:17
by Texture
einn af mínum bestu bjórum! I loveit! :skal: