Arboga Julöl

Deildu skoðun þinni á drykk sem þú hefur nýlega smakkað. Eða segðu frá skemmtilegum stað sem þú heimsóttir.
Forum rules
Endilega komdu með þína skoðun á drykk sem þú hefur smakkað nýlega. Munið bara eitt. Berum virðingu fyrir öllum drykkjum.
Post Reply
User avatar
ulfar
Gáfnagerill
Posts: 238
Joined: 8. May 2009 08:32

Arboga Julöl

Post by ulfar »

(Ú) Svartur með nokkuð ljósa froðu
(L) Ristaðir tónar í bland við sætuna úr maltinu.
(B) Mikil fylling í bragði, ristað kornið er ekki í forgrunni en mjög greinilegt. Sýra sem kemur oft fram í svörtum bjórum er ekki til staðar. Humlar rúnna af sætuna sem er í meðallagi.
(T) Hæfilega kolsýrður, hæfilega áfengur, fyllir rýmið.

Ef staðalhugmynd um jólabjórsstíl hefur skapast á Íslandi fellur þessi ekki undir hana. Var nokkuð nálægt Svartzbier en þó allt of bragðmikill til þess að ég telji hann í þeim flokki. Bjórinn kom mér skemmtilega á óvart en ég bjóst ekki við mjög miklu eftir að hafa smakkað ljósa lagerinn þeirra (sem er ágætur en ekki 500+ kr virði).

Ú : Útlit, L : Lykt, B : Bragð, T : Tilfinning
Post Reply