Delerium Christmas

Deildu skoðun þinni á drykk sem þú hefur nýlega smakkað. Eða segðu frá skemmtilegum stað sem þú heimsóttir.
Forum rules
Endilega komdu með þína skoðun á drykk sem þú hefur smakkað nýlega. Munið bara eitt. Berum virðingu fyrir öllum drykkjum.
Post Reply
User avatar
ulfar
Gáfnagerill
Posts: 238
Joined: 8. May 2009 08:32

Delerium Christmas

Post by ulfar »

(Ú) Koparlitaður og tær. Ekki neitt ger
(L) Þægileg lykt af ávöxtum (bananar og fl.) og sætu
(B) Vottur af sætu bæði frá malti og áfengi. Fylling í bragði án þess að vera yfirþyrmandi. Humlar koma vart við sögu.
(T) Ekki jafn kolsýrður og belgískt öl er oft en þó nægilega kolsýrður til þess að lyfta honum upp. Áfengið hitar.

Bjórinn gekk ekki jafn langt og ég hafði búið mig undir. Þegar ég smakkaði hann í annað skipti fann ég þó fyrir meiri hlýhug. Hann bar vel sín 10% án þess að vera of sætur/þungur. Bjór sem yljar bæði líkama og sál án þess að setja ný viðmið hvað bjórgerð varðar.

Ú : Útlit, L : Lykt, B : Bragð, T : Tilfinning
User avatar
arnilong
Gáfnagerill
Posts: 259
Joined: 5. May 2009 20:30

Re: Delerium Christmas

Post by arnilong »

Ég hef hlakkað mikið til að smakka þennan, hvar var hann til?
Í gerjun: Jólaöl 2009
Í þroskun: Bláberjalambic 2007
Í flöskum: Margt
Á næstunni: Rauchbier, Alt og eitthvað belgískt brjálæði
User avatar
ulfar
Gáfnagerill
Posts: 238
Joined: 8. May 2009 08:32

Re: Delerium Christmas

Post by ulfar »

Kringlunni og Heiðrúnu
User avatar
karlp
Gáfnagerill
Posts: 305
Joined: 8. May 2009 00:27

Re: Delerium Christmas

Post by karlp »

Hann er í skútuvogi lika
on tap: Nothing! new beer fridge in planning
gassing/maturing: bad beers growing up to maybe be good beers
Fermenting: nothing!
Post Reply