Samuel Adams Cream Stout

Deildu skoðun þinni á drykk sem þú hefur nýlega smakkað. Eða segðu frá skemmtilegum stað sem þú heimsóttir.
Forum rules
Endilega komdu með þína skoðun á drykk sem þú hefur smakkað nýlega. Munið bara eitt. Berum virðingu fyrir öllum drykkjum.
Post Reply
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Samuel Adams Cream Stout

Post by Idle »

Biksvartur með ljósbrúnum, loftkenndum haus sem hvarf mjög fljótlega, en skildi smá slæður eftir. Ristaður kaffiilmur, með votti af súkkulaði þegar á líður. Notalegt kaffibragð með ristuðum keim og votti af dökku súkkulaði í lokin. Fyllingin er góð, mjúk og rjómakennd, án þess að verða of þétt og væmin. Ágætur til að svala þorstanum.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Samuel Adams Cream Stout

Post by Eyvindur »

Var einmitt að bragða þennan fyrir skemmstu og var nokkuð sáttur. Rjómakenndur er rétta orðið. Mér fannst áferðin yndisleg. Hefði alveg mátt vera ögn ristaðri fyrir minn smekk, en engu að síður hitti hann í mark.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply