Föroya Bjór - Green Islands Stout

Deildu skoðun þinni á drykk sem þú hefur nýlega smakkað. Eða segðu frá skemmtilegum stað sem þú heimsóttir.
Forum rules
Endilega komdu með þína skoðun á drykk sem þú hefur smakkað nýlega. Munið bara eitt. Berum virðingu fyrir öllum drykkjum.
Post Reply
User avatar
ulfar
Gáfnagerill
Posts: 238
Joined: 8. May 2009 08:32

Föroya Bjór - Green Islands Stout

Post by ulfar »

útlit: Lítil dökk froað sem hvarf alveg
angan: Humlarkeimur og lakk[g]rís
bragð: bragðlítill, bitur, vottur af lakk[g]rís og brenndu malti. Staðið vatn.
í munni: vatnskendur, tómlegur
drekkanleiki (hér vantar gott ísl. orð) : Ekki meira ein 1/3 úr flösku.

Æææææ segi ég sem ber virðingu fyrir öllum drykkum. Þarna er mikill misskilningur á ferð, látið státið í nafninu ekki glepja ykkur. Bjórinn er dökkur en mjög bragðlítill. Þó ekki eins og þýskt svartöl sem er mjúkt. Mér fannst lakkrísdóminerandi brendur tónn spila þarna undir en alltof tómlegur til að ná sér á strik. Ég ber virðingu fyrir öllum drykkjum en ég ber líka virðingu fyrir sjálfum mér og ætla því ekki að klára þennan bjór.
Last edited by ulfar on 5. Sep 2009 23:31, edited 1 time in total.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Föroya Bjór - Green Islands Stout

Post by Oli »

Verð að prófa þennan lakkgrís við tækifæri. :mrgreen:
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
ulfar
Gáfnagerill
Posts: 238
Joined: 8. May 2009 08:32

Re: Föroya Bjór - Green Islands Stout

Post by ulfar »

Hehe

Þetta er ástæðan fyrir því að ég er verkfræðingur. Tölur : einfaldar, stafir : flóknir!
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Föroya Bjór - Green Islands Stout

Post by Andri »

Já þetta er svakalega daufur bjór að mínu mati... þetta gæti verið einhver léttur lager með litarefni og dash af einhverjum kolamolum til að fá þetta brennda bragð...
ég ætla ekki heldur að klára þennann hann fer bara í niðurfallið.
Alveg 100% sammála þessum dómi
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Föroya Bjór - Green Islands Stout

Post by halldor »

Drakk hálfan svona í gærkvöldi... hann lyktaði eins og uppþornaður bjór sem hellst hefur niður. Þennan mun ég ekki kaupa aftur. Ég prófaði líka Black Sheep og mun e.t.v. skrifa lítinn dóm um hann hér fljótlega.
Plimmó Brugghús
User avatar
Höddi birkis
Kraftagerill
Posts: 81
Joined: 1. Jun 2010 09:08

Re: Föroya Bjór - Green Islands Stout

Post by Höddi birkis »

Ég keypti svona færeyja pakka í ríkinu um daginn, og verð bara að segja að ég varð fyrir mikklum vonbrigðum með þá alla, þeir eru allir bragðlausir/bragðskrýtnir, þunnir og bara enganveginn fullnægjandi, eini bjórinn sem ég kláraði var black sheep(minnir mig að hann heiti) og ég veit ekki einusinni afhverju, var kanski að vona að hann myndi skána þegar liði á en það var ekki raunin, held að maður lati bara færeyskan bjór í friði hér eftir:/
Í gerjun: Coopers lager.
Framundan American pale ale og(fyrsti AG) Epplavín og Jóla glögg.
Post Reply