Hreinn Jarðaberjabjór frá Steðja

Deildu skoðun þinni á drykk sem þú hefur nýlega smakkað. Eða segðu frá skemmtilegum stað sem þú heimsóttir.
Forum rules
Endilega komdu með þína skoðun á drykk sem þú hefur smakkað nýlega. Munið bara eitt. Berum virðingu fyrir öllum drykkjum.

Hreinn Jarðaberjabjór frá Steðja

Postby Beatsuka » 8. Jun 2014 00:10

Jæja ekkert hefur komið inn í Dóma dálkinn síðan í Mars.. þannig að ég ákvað að slá til svona inn á milli þess sem ég þríf flöskurnar fyrir átöppun hjá mér...
Ég hef gaman af því að fara í mjólkurbúðina og versla eitthvað nýtt og prófa.

Núna síðast sá ég uppá hillu "100% hreinn jarðaberjabjór" frá Steðja.. veit ekki hversu lengi þessi hefur verið til sölu en þetta er í fyrsta sinn sem ég tek eftir honum hérna fyrir norðan allavega.

Ég hugsaði mig 4 sinnum um áður en ég ákvað að prófa hann. en það sem fékk mig á þá skoðun voru tvær útlenskar stelpur sem komu og keyptu sér 4 kippur af honum og voru að tala um að þetta væri bara besti bjór sem þær hefðu nokkurntíma smakkað!!

Verslaði mér 1 flösku og fór með heim og var frúin nú heldur kát að sjá þessa nýjung..

Við helltum þessu á glös og smökkuðum.. hef eitt að segja.. vonbrigði...

Maður bjóst nú við allavega cyder fíling eða eitthvað í þá áttina en nei.. mér þótti þetta bragðast eins og frekar flatur, daufur bergtoppur með rauðum matarlit og væntanlega áfengi sem átti að vera 4,2%
Lyktaði örlítið eins og jarðaber en varla þó og ég gat með erfiðu móti fundið jarðaberjabragð.. hvað þá einhverskonar bjórbragð..

Mér þykir því skrítið að þetta skuli kallast bjór á flöskuni..

Konan var nokkuð sammála mér en þótti hann þó betri en mér.. og þetta er í fyrsta sinn í sögu okkar sambands þar sem ég helli afgangi úr mínu glasi yfir í hennar og leyfi henni að draga mig í land. sem hún og gerði.

Hvað segið þið? Hefur einhver annar lagt í þetta ævintýri?

Image

:beer:
Skál fyrir því!
Hjalti Á
Beatsuka Brew

Í Gerjun - Ekkert!
Á flöskum - Beats Xmas 2015 - Saison DuBle
To do - Kaupa kælispíral!! -
Beatsuka
Kraftagerill
 
Posts: 51
Joined: 21. Jan 2014 16:55

Re: Hreinn Jarðaberjabjór frá Steðja

Postby eddi849 » 28. Aug 2014 22:42

Ég er einmitt líka alltaf að prufa eh nýtt úr mjólkurbúðini og konana langaði til að smakka hann um leið og við sáum hann. Ég bjóst við að hann yrði ógeðslegur, mín upplifun var einnmitt sú sama; hann var ekki óngeðslegur en heldur ekkert góður. Jarðaberjabjórinn var ekkert spennadi ekkert bjórbragði varla jarðaberjabragð en jarðaberjalykt og ég er enn hissa að þetta sé selt út í búð.. .
Formaður Fágunar

Never trust a skinny brewer
eddi849
Kraftagerill
 
Posts: 50
Joined: 19. Mar 2014 11:46

Re: Hreinn Jarðaberjabjór frá Steðja

Postby flang3r » 4. Nov 2014 23:26

Mér þótti þessi vera slakasti íslenski "bjór" sem ég hef smakkað
Á flöskum: APA
Í gerjun: Ekkert :(
Næsta uppskrift: Hugsanlega Stout eða Porter
Gerjað: APA, Brown Ale
AG Bjór alls: 86 lítrar
User avatar
flang3r
Villigerill
 
Posts: 26
Joined: 20. Aug 2010 22:16


Return to Hvað er í glasi?

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 1 guest

cron