Jesús og aðrir páskabjórar.

Deildu skoðun þinni á drykk sem þú hefur nýlega smakkað. Eða segðu frá skemmtilegum stað sem þú heimsóttir.
Forum rules
Endilega komdu með þína skoðun á drykk sem þú hefur smakkað nýlega. Munið bara eitt. Berum virðingu fyrir öllum drykkjum.
Post Reply
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Jesús og aðrir páskabjórar.

Post by bergrisi »

Hvað finnst ykkur um páskabjórana?
Við félagarnir smökkuðum í gær og var Páska bock frá Vífilfell bestur.
Er að melta Jesú. Er ekkert að missa mig yfir honum. Þari var slappur. Annað óspennqndi og páska gull slakastur.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Jesús og aðrir páskabjórar.

Post by Plammi »

Sælir
Ég er búinn að smakka þessu sömu bjóra auk Páska Gull
Var mjög spenntur fyrir Páska Gull því ég hafði lesið að hann væri öl núna en ekki lager. Átti einhvernvegin von á meira lífi en var fyrir miklum vonbrigðum. Bjórinn var lyktar- og bragðlaus og einnig frekar þunnur.
Þari var aðeins meira spennandi en samt eitthvað í honum að trufla mig. Fannst hann vera mjög líkur Hval nema aðeins meira drinkable. Rosa crisp.
Jesú var ekki fyrir mig. Lyktin slær mann aðeins utanundir og hann er frekar rammur. Vel gerður bjór bara ekki inná mína bragðlauka.
Páskabock er mjög góður, langbesti páskabjórinn af þeim sem ég hef smakkað þetta árið.
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
Post Reply