Timmermans Kriek

Deildu skoðun þinni á drykk sem þú hefur nýlega smakkað. Eða segðu frá skemmtilegum stað sem þú heimsóttir.
Forum rules
Endilega komdu með þína skoðun á drykk sem þú hefur smakkað nýlega. Munið bara eitt. Berum virðingu fyrir öllum drykkjum.
Post Reply
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Timmermans Kriek

Post by Oli »

Keypti mér einn Timmermans Kriek frá Belgíu til að smakka. Kriek (kirsuber á flæmsku) er Lambic bjór í grunninn, kirsuberjum er svo bætt út í ásamt svolitlu af óþroskuðum Lambic og bjórinn svo látinn gerjast áfram.
Þetta er eini Kriek bjórinn sem ég hef smakkað og ég varð fyrir töluverðum vonbrigðum. Bjórinn er djúpbleikur í á lit, mikið og sætt kirsuberjabragð og smávegis eftirkeimur af möndlum sem er víst vegna gerjunar á steinum í kirsuberjunum. Smávegis vottur af súrleika en ekki mikill. Alltof sætur fyrir minn smekk. Þessi gæti hinsvegar verið fínn drykkur fyrir þá sem fíla breezer og svoleiðis.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Timmermans Kriek

Post by halldor »

Ég smakkaði þennan fyrr á árinu og er þér nokkuð sammála. Ég ætla hins vegar ekki að afskrifa Kriek stílinn í heild sinni þó þetta sé voðalega væmið. Ég prófaði einhverja tvo Kriek til viðbótar í Belgíu í síðasta mánuði (Lindemans og Liefmans minnir mig). Bragðið var svipað, þessi smjörkenndi möndlukeimur í lokin var í þeim öllum fannst mér.

Kriek getur alveg verið góður til síns brúks held ég og þá kannski helst sem fordrykkur í stað Freyðivíns eða Kir Royal og þá í litlu magni þar sem þetta er of væmið til að þamba :)
Plimmó Brugghús
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Timmermans Kriek

Post by Eyvindur »

Ég er ósammála þessu síðasta. Kriek er í miklu uppáhaldi hjá mér, og í bæði skiptin sem ég hef komið til Belgíu hef ég drukkið þá ótæpilega (reyndar aðallega vegna þess að þetta var áður en augu mín opnuðust og ég fór að leita uppi nýja bjóra, en þó ekki síst vegna þess hvað mér finnst hann góður). Ég hef ekki smakkað þennan sem fæst í ríkinu hér, en mér finnast þeir Kriek bjórar sem ég hef fengið í Belgíu alls ekki of væmnir og hef drukkið þá í miklu magni. Þarf eiginlega að smakka þennan sem hér fæst, til að svala forvitninni.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Timmermans Kriek

Post by Oli »

Ég er alls ekki að afskrifa Kriek alveg, mig langar að sjálfsögðu til að prófa aðrar tegundir og bera saman. En ég giska á að þessi sé í sætari kantinum miðað við aðrar tegundir, þarna er td búið að bæta við ávaxtasírópi skv. innihaldslýsingu, væntanlega til að höfða til breiðari hóps.
Sammála að þessi myndi henta vel sem fordrykkur a la kir royal en ekki til þess að þamba.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Timmermans Kriek

Post by halldor »

Eyvindur wrote:Ég er ósammála þessu síðasta. Kriek er í miklu uppáhaldi hjá mér, og í bæði skiptin sem ég hef komið til Belgíu hef ég drukkið þá ótæpilega (reyndar aðallega vegna þess að þetta var áður en augu mín opnuðust og ég fór að leita uppi nýja bjóra, en þó ekki síst vegna þess hvað mér finnst hann góður). Ég hef ekki smakkað þennan sem fæst í ríkinu hér, en mér finnast þeir Kriek bjórar sem ég hef fengið í Belgíu alls ekki of væmnir og hef drukkið þá í miklu magni. Þarf eiginlega að smakka þennan sem hér fæst, til að svala forvitninni.
Ég vil alls ekki fæla menn frá því að smakka Kriek... þetta er virkilega áhugaverður drykkur :fagun:
Plimmó Brugghús
User avatar
ulfar
Gáfnagerill
Posts: 238
Joined: 8. May 2009 08:32

Re: Timmermans Kriek

Post by ulfar »

Timmermans Kriek er með sætuefnum. Þessvegna er hann asnalegur. Var einusinni með hann á bjórsmökkun til að brjóta upp hugmyndir fólks um bjór. Enginn var hrifinn en hann var ágætis tól til að koma fólki útúr mjög þröngum hugmyndum um það hvað er bjór og hvað ekki.
User avatar
nIceguy
Kraftagerill
Posts: 117
Joined: 12. May 2009 05:23
Location: Århus Danmark
Contact:

Re: Timmermans Kriek

Post by nIceguy »

Já Timmermans er alls ekki gott dæmi um kriek. Þú þarft að komast í alvöru kriek og þeir fást nú orðið aðeins í örfáum brugghúsum í belgíu. Cantillon http://www.cantillon.be/br/Cantillon.ph ... 3&page=102 er eitt þeirra en þeir eru held ég eina brugghús Belgíu sem brugga ósvikinn kriek þ.e.a.s Þeir nota ósvikinn lambic í grunninn og bragðbæta ekki með bragðefnum eða sykri. Bjórinn þeirra er afar vandaður, þurr á tungu og alls ekki sætur. Minnir eiginlega á gott vín. Þegar ég heimsótti brugghúsið fyrir nokkru þá lýsti annar eigandinn yfir áhyggjum sínum yfir þróun mála því þeir geta ekki varið bruggaðferðina sína með neinu móti og eru því í hættu að verða undir í baráttunni við bragðbættu eftirlíkingarnar. :) Styðjum gömlu aðferðina og drekkum bara Cantillon kriek.
Bjórnörd med meiru.
Eftirfarandi sanna mál mitt:
http://www.bjorbok.net/NBIslandsHornid.htm" onclick="window.open(this.href);return false; - Bjór á Íslandi
http://www.bjorbok.net" onclick="window.open(this.href);return false; - bjórsíðan mín
http://www.bjorbok.net/nicebrew.htm" onclick="window.open(this.href);return false; - bruggsíðan mín
User avatar
Stulli
Gáfnagerill
Posts: 246
Joined: 5. May 2009 22:27
Location: 107
Contact:

Re: Timmermans Kriek

Post by Stulli »

nIceguy wrote:Já Timmermans er alls ekki gott dæmi um kriek. Þú þarft að komast í alvöru kriek og þeir fást nú orðið aðeins í örfáum brugghúsum í belgíu. Cantillon http://www.cantillon.be/br/Cantillon.ph ... 3&page=102 er eitt þeirra en þeir eru held ég eina brugghús Belgíu sem brugga ósvikinn kriek þ.e.a.s Þeir nota ósvikinn lambic í grunninn og bragðbæta ekki með bragðefnum eða sykri. Bjórinn þeirra er afar vandaður, þurr á tungu og alls ekki sætur. Minnir eiginlega á gott vín. Þegar ég heimsótti brugghúsið fyrir nokkru þá lýsti annar eigandinn yfir áhyggjum sínum yfir þróun mála því þeir geta ekki varið bruggaðferðina sína með neinu móti og eru því í hættu að verða undir í baráttunni við bragðbættu eftirlíkingarnar. :) Styðjum gömlu aðferðina og drekkum bara Cantillon kriek.
Verst bara að Cantillon fáist ekki á Íslandi ;)

En annars eru sem betur fer fleiri brugghús í Belgíu sem að halda enn í gömlu hefðirnar þegar að kemur að lambic og kriek, má þá nefna Boon, 3 Fonteinen, Hanssens, Girardin og fleiri. Timmermans gerir meira að segja hefðbundinn (þe súran, án sætuefna) kriek, en það er ekki hægt að finna það nema í næstu nágrenni brugghússins.
Sturlaugur Jón Björnsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
User avatar
nIceguy
Kraftagerill
Posts: 117
Joined: 12. May 2009 05:23
Location: Århus Danmark
Contact:

Re: Timmermans Kriek

Post by nIceguy »

Já var búinn að gleyma Girardin og Boon, fínn bjór þaðan. Heheh en það er gott að heyra að fleiri brugghús brugga alvöru lambic. Ég hef bara verið svona meðtekinn eftir heimsókn mína í Cantillon á sínum tíma, þá fannst mér á heimafólki þar að stíllinn (lambic) væri að deyja út sökum þess að fólk vildi sætari bjór en í gömlu góðu daga. Bruggmeistarinn talaði þá um að þeir væru eitt af örfáum brugghúsum sem enn gerðu alvöru ávaxtabjór á alvöru lambic grunni (þ.e.a.s án viðbætts sykurs, goss og bragðefna) og að þeir væru þeir einu í Brussel. Líklega þaðan sem ruglingurinn er kominn. Hins vegar er ekkert sem bendir til hvort um er að ræða alvöru lambic eða plat þegar maður kaupir sér lambic bjór, það þótti þeim sárt þarna hjá Cantillon.
Bjórnörd med meiru.
Eftirfarandi sanna mál mitt:
http://www.bjorbok.net/NBIslandsHornid.htm" onclick="window.open(this.href);return false; - Bjór á Íslandi
http://www.bjorbok.net" onclick="window.open(this.href);return false; - bjórsíðan mín
http://www.bjorbok.net/nicebrew.htm" onclick="window.open(this.href);return false; - bruggsíðan mín
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Timmermans Kriek

Post by halldor »

Mér skilst að þau 12 brugghús sem enn brugga alvöru lambic séu öll í 20 km fjarlægð eða minna frá Brussel. Svo eru að sjálfsögðu blandarar sem kaupa lambic frá þessum brugghúsum og blanda úr honum Faro, Gueuze og jafnvel Kriek.
Ég vil benda á Great beers of Belgium eftir Michael Jackson fyrir áhugasama um lambic stílinn og aðra belgíska stíla, mögnuð bók!
Plimmó Brugghús
User avatar
nIceguy
Kraftagerill
Posts: 117
Joined: 12. May 2009 05:23
Location: Århus Danmark
Contact:

Re: Timmermans Kriek

Post by nIceguy »

Á hana ásamt mörgum örðum frá karlinum... Leitt að hann sé allur karlinn, líklega skorpulifur sem fór með hann :) Hitti hann reyndar einu sinni á ölmessu í Köben...náði ekki af honum tali samt :(
Bjórnörd med meiru.
Eftirfarandi sanna mál mitt:
http://www.bjorbok.net/NBIslandsHornid.htm" onclick="window.open(this.href);return false; - Bjór á Íslandi
http://www.bjorbok.net" onclick="window.open(this.href);return false; - bjórsíðan mín
http://www.bjorbok.net/nicebrew.htm" onclick="window.open(this.href);return false; - bruggsíðan mín
Post Reply