Page 1 of 1

Þorrabjórar 2014, umfjöllun Fágunarmeðlima í Fréttatímanum.

Posted: 24. Jan 2014 15:35
by bergrisi
fagunthorri.jpg
fagunthorri.jpg (99 KiB) Viewed 15714 times
Gaman að sjá Fágunarmeðlimi fjalla um bjór í Fréttatímanum.http://www.frettatiminn.is/tolublod/24_januar_2014

Kom ekki á óvart að Surtur sé bestur. Mér líkaði afarvel við hann í Borgarheimsókninni.

Er núna að smakka Einiberjabock frá Vífilfell og er hann mildur og þægilegur.

Endilega komið með ykkar dóma um Þorrabjórana.

Re: Þorrabjórar 2014, umfjöllun Fágunarmeðlima í Fréttatíman

Posted: 24. Jan 2014 20:41
by Beatsuka
Til að byrja með er fínt að taka fram að ég er engan veginn pro þegar kemur að því að dæma bjóra, Hingað til hef ég bara vitað hvað mér fanst gott og hvað vont en ekki veirð að dæma sérstaklega hvaða bragð er að finna etc. Þetta er til að mynda fyrsta skipti sem ég skrifa niður fyrir aðra að lesa dæmingu um bjór...

Var að opna mér Þorra gæðinginn og ég verð nú bara að segja að ég er nokkuð sáttur.

Lyktin þykir mér nokkuð góð, sammála þeim að ég myndi segja að hún sé frekar sæt.
Liturinn þykir mér virkilega flottur og hellist hann vel í glas. Þótti samt spes að sjá mjög þykka leðju sytja eftir í botninum á flöskuni - eitthvað sem ég er ekki vanur persónulega og þegar ég skolaði flöskuna þá fékk maður á tilfynninguna að þetta væri heimabruggað.

Hann er alls ekki bragðsterkur, frekar mildur en góður, og verð ég að vera sammála fagmönnunum um að hann er aðeins vatnskenndur en mér þykir það ekkert miður.

Ég er allavega vel sáttur og myndi mæla með honum við aðra :)

:skal:

Re: Þorrabjórar 2014, umfjöllun Fágunarmeðlima í Fréttatíman

Posted: 24. Jan 2014 23:34
by Plammi
Beatsuka wrote:Þótti samt spes að sjá mjög þykka leðju sytja eftir í botninum á flöskuni - eitthvað sem ég er ekki vanur persónulega og þegar ég skolaði flöskuna þá fékk maður á tilfynninguna að þetta væri heimabruggað.
:skal:
Það kemur fram á flöskunni að hann sé ósíaður og það sé botnfall í flöskunni, þannig að þetta er allt eins og það á að vera :)

Er bara búinn að smakka Þorra Gull og var ekki sáttur, það var eitthvað óbragð af honum að trufla mig.
Surt fékk ég í Borgar heimsókninni og hann er alveg frábær, náði mér í einn fyrir þorrann og annan til geymslu fyrir jólin í dag.
Kaldi og Gæðingur bíða smökkunar, nenni ekki Einiberja Boch og ESB-inum, aðalega því mér þótti þeir ekkert spes í fyrra.

Re: Þorrabjórar 2014, umfjöllun Fágunarmeðlima í Fréttatíman

Posted: 25. Jan 2014 00:03
by Beatsuka
Plammi wrote:
Beatsuka wrote:Þótti samt spes að sjá mjög þykka leðju sytja eftir í botninum á flöskuni - eitthvað sem ég er ekki vanur persónulega og þegar ég skolaði flöskuna þá fékk maður á tilfynninguna að þetta væri heimabruggað.
:skal:
Það kemur fram á flöskunni að hann sé ósíaður og það sé botnfall í flöskunni, þannig að þetta er allt eins og það á að vera :)
Hvernig læt ég. það fór alveg framhjá mér. Þá er hann bara nákvæmlega eins og hann á að vera :)

Eftir að ég kláraði svo glasið þá var ég bara virkilega sáttur. þægilegt eftirbragð og ósköp ljúfur miðað við semí dökkan bjór.

Re: Þorrabjórar 2014, umfjöllun Fágunarmeðlima í Fréttatíman

Posted: 26. Jan 2014 14:38
by bergrisi
Búinn að smakka tvo í viðbót.

Þorra Gull smakkaði ég strax eftir að ég borðaði hákarl og því kannski ekki mikið að marka en hann rann áreynslulaust niður. Skildi ekkert eftir sig. Örugglega fínt að vera með hann á þorrablóti þar sem maturinn er í aðalhlutverki.

Þorra Kaldi er virkilega góður. Er rosalega ánægður með þessar hægu og öruggu framfarir sem Kaldi stígur. Maður er alltaf öruggur með það sem þeir senda frá sér. Ég held að þeir eigi eftir að ala upp íslenska bjórmenningu í íslensku þjóðinni í rólegum og öruggum skrefum. (voðalega er maður háfleygur svona á sunnudegi). Er ekkert viss um að almenningur hefði verið tilbúinn í þennan fyrir fimm árum en ætti að svínliggja hjá öllum í dag. Fallegur og bragðgóður bjór í alla staði.

Re: Þorrabjórar 2014, umfjöllun Fágunarmeðlima í Fréttatíman

Posted: 30. Jan 2014 00:20
by bergrisi
Smakkaði alla Þorrabjórana í góðra vina hópi og verð að segja að Hvalur frá Steðja kom verulega á óvart. Bjór sem ég myndi kaupa hvenær sem er. Svo geta Gæðingsmenn verið stoltir af sínum Þorrabjór. Verulega bragðgóður.
Það þarf ekki að taka það fram að vitaskuld var Surtur valinn bestur.
Vonbrigðin eru með bitterinn frá Viking. Er ánægður með að einhver sé að gera bitter en þessi er ekkert til að hrópa húrra yfir.