Page 1 of 1

Myrkvi - Borg brugghús.

PostPosted: 10. Oct 2013 08:17
by bergrisi
Myrkvi frá Borg hefur ekki fengið umfjöllun hérna áður en ég kaupi þennan bjór við og við og finnst hann frábær.

Hann var að fá verðlaun á dögunum og óska ég snillingunum Valla og Stulla til hamingju með það.

Ég er hrifinn af ristaða kaffinu sem skríður í gegn. Flottur litur, flottur í glasi og bjór sem ég væri til í að klóna.

http://www.borgbrugghus.is/thetta-eru-bjorarnir/nr/45

Re: Myrkvi - Borg brugghús.

PostPosted: 9. Dec 2013 20:17
by astaosk
Komnar einhverjar hugmyndir um klón uppskrift?

Re: Myrkvi - Borg brugghús.

PostPosted: 9. Dec 2013 20:21
by bergrisi
Það væri óskandi að snillingarnir hjá Borg myndu luma inn grunn innihaldinu.

Re: Myrkvi - Borg brugghús.

PostPosted: 9. Dec 2013 22:24
by hjaltibvalþórs
Mæli með að spyrja þá í einkaskilaboðum á Facebook, það hefur áður reynst vel.

Það eru amk. hafrar í honum, ásamt kaffi auðvitað og þurrgeri (myndi giska á US-05 eins og í Úlfi). Aðrir heilsársbjórar frá þeim nota Pilsner malt sem grunn svo það kæmi mér ekki á óvart ef þessi gerði það líka. Endilega deilið ef þið komist eitthvað nær.

Re: Myrkvi - Borg brugghús.

PostPosted: 10. Jan 2014 16:59
by astaosk
Fékk loks svar frá Borg:

Sæl Ásta og afsakið sein svör. Við getum ekki látið þig fá uppskriftina eins og hún leggur sig en viljum endilega benda þér í rétta átt.
T.d. þá er mjög mikið af sérmalti frá Belgíu, Special B, Biscuit og Chocolate, ásamt slatta af dökku krystal malti. Setjum mikið af Cascade humla í lok suðu. Gerjað með S-04. Svo er það aðalatriðið, kaffi. Við mölum nýristaðar Kólumbíu baunir og hellum upp á við 70°C og látum standa í 20mín og hellum svo út í tilbúinn bjór rétt fyrir töppun. Alls ekki nota of mikið kaffi, 1gr/L er líklega of mikið.

Þetta ætti að gera þér kleyft að brugga bjór líkan Myrkva.

Endilega leyfðu okkur að fylgjast með hvernig gengur með þetta.

Kveðja,
Bruggmeistarar Borgar

Re: Myrkvi - Borg brugghús.

PostPosted: 10. Jan 2014 19:58
by bergrisi
Gaman af þessu. Er mikið búið að velta fyrir mér kaffi viðbótum í bjórinn. Þetta á eftir að nýtast vel.

Re: Myrkvi - Borg brugghús.

PostPosted: 11. Jan 2014 02:58
by JoiEiriks
Sæl,

ég hef notað kaffi í Stout og Hafraporter eftir að ég fékk "hint" frá Stulla í einni smökkunarferðinni með bjórklúbb fyrirtækisins sem ég vinn hjá.
Það gefur mjög flott body í bjórinn en ég var reyndar með púðakaffi frá Merild en er að spá i að nota eitthvað bragðmeira íslenskt næst.
Er einmitt í Imperial Stout hugleiðingum það sem mér sýnist stefna í Stout/ Porter keppni í vor.

Kk // JE

Re: Myrkvi - Borg brugghús.

PostPosted: 11. Jan 2014 17:02
by astaosk
Ég var einmitt búin að komast að því að kaffi hjá Borg væri keypt hjá Kaffismiðjunni/Reykjavík Roasters