Steðji Dökkur - Alt frá Þýskalandi

Deildu skoðun þinni á drykk sem þú hefur nýlega smakkað. Eða segðu frá skemmtilegum stað sem þú heimsóttir.
Forum rules
Endilega komdu með þína skoðun á drykk sem þú hefur smakkað nýlega. Munið bara eitt. Berum virðingu fyrir öllum drykkjum.
Post Reply
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Steðji Dökkur - Alt frá Þýskalandi

Post by sigurdur »

Steðji bjór hefur fengið nokkra þung högg frá Fágun, þá helst Steðji Reyktur eftir því sem ég hef lesið.
Ég fór í gær í heimsókn í Steðja og fékk að smakka nokkra bjóra.

Einn bjór stóð upp úr bjórunum, hærra en mjög margir aðrir: Steðji Dökkur.
Steðji Dökkur er Alt bjór sem á uppruna sinn frá Þýskalandi og ég verð að segja, þessi bjór er GEGGJAÐUR!

Hands down, þá verð ég að segja að þetta er með þeim betri íslenskum bjórum sem ég hef smakkað.

Útlit: dökkur kopar með off-white/tan haus sem heldur sér.
Lykt: Maltið skín í gegn, ásamt þýsku noble humlunum (Tettnang?).
Bragð: Örlítil rist, Smá sætu/maltkeimur, góð beiskja
Munnur: Góð kolsýra sem gefur "full body" áferð, mjúkur og í góðu beiskju/sætu jafnvægi. Beiskjutilfinning eykst þegar sykurinn skolast niður og eftirbragðið lafir lengi á tungunni.
Yfir allt: Vel gerður bjór sem gefur manni allt sem maður leitar að í einum aðlaðandi pakka. Mæli hiklaust með þessum bjór - hann er það góður.

Ef ég ætti að draga niður bjórinn út af einhverju, þá er það græna flaskan sem eykur líkur á bjórnum að verða "light struck" ef hann lendir í sól eða flúorljósi.
Ég finn ekki neitt einkenni þess að bjórinn hafi verið "light struck" þrátt fyrir það.
stedjidokkur.jpg
stedjidokkur.jpg (82.56 KiB) Viewed 24369 times
Dabby
Kraftagerill
Posts: 99
Joined: 14. Feb 2012 09:48

Re: Steðji Dökkur - Alt frá Þýskalandi

Post by Dabby »

Ég hef ekki smakkað þennan bjór en þeir steðja bjórar sem ég hef smakkað hafa verið í verri kanntinum, þar ber af jólabjórinn þeirra sem þó var frumleg tilraun... kom bara ekki vel út.

En ég held að stærstu mistökin hjá steðja séu í umbúðunum, grænar flöskur, ljótir miðar og skelfileg nöfn. Nöfnin á bjórunum þeirra hreinlega öskra á mann að þetta sé ekki bjór fyrir bjórnörda, getið þið hugsað ykkur verra nafn en "dökkur"? meira að segja "pikkólína" eða "númer 5" er skárra nafn á bjór... nöfnin á bjórunum þeirra bera bara ein skilaboð í mínum augum og það er "ef þú hefur eitthvað pínulítið vit á bjór, þá er þessi EKKI fyrir þig"

En eftir að hafa lesið þennan dóm frá þér þá kaupi ég nú líklega einn þegar ég á næst leið í ríkið, þrátt fyrir útlitið á flöskunni.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Steðji Dökkur - Alt frá Þýskalandi

Post by æpíei »

Ég smakkaði þennan fyrir nokkru þegar hann kom fyrst á markað og fannst ekki mikið til hans koma. Kannski hafa þeir náð betri tökum á honum og hann er betri núna. Þar sem ég hef enga fordóma mun ég gefa honum annan séns.

Ég skil ekki alveg þessa markaðssetningu heldur. "Dökkur" er mjög vont heiti. Ég þekki fullt af fólki sem vill ekki "dökkan" bjór. Þá á það fyrst og fremst við stout, porter og þyngri bjóra. Þessi er þó varla þannig, heldur létt öl með dýpri lit. Allir sem drekka ekki dökkan bjór ættu því að geta drukkið þennan, en gera það varla út af heitinu.

Og hvað eru þessar 5 Davíðsstjörnur þarna á miðanum? Þetta merki er helst tengt gyðingdómi eða frímúrurum. Hvað hefur það með bjór að gera? :?
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Steðji Dökkur - Alt frá Þýskalandi

Post by gm- »

æpíei wrote: Og hvað eru þessar 5 Davíðsstjörnur þarna á miðanum? Þetta merki er helst tengt gyðingdómi eða frímúrurum. Hvað hefur það með bjór að gera? :?
Þessi stjarna var víst tákn fyrir bjórgerð á miðöldum og á rætur í alkemíu og gullgerðarlist :)

Þó nokkur brugghús í N-Ameríku sem nota hana í merkið sitt einmitt, sem lét mig spá í þetta.

Sjá meira hér:
http://www.brewingmuseum.org/articles/s ... ewers-star
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Steðji Dökkur - Alt frá Þýskalandi

Post by æpíei »

gm- wrote:Þessi stjarna var víst tákn fyrir bjórgerð á miðöldum og á rætur í alkemíu og gullgerðarlist :)

Þó nokkur brugghús í N-Ameríku sem nota hana í merkið sitt einmitt, sem lét mig spá í þetta.

Sjá meira hér:
http://www.brewingmuseum.org/articles/s ... ewers-star
Áhugavert. Það er talað um þetta sem six-point stjörnu. Það er einmitt til brugghús í Red Hook hverfi í Brooklyn sem heitir Sixpoint Brewery. Þeirra merki er þó allt öðruvísi útgáfa af þessu tákni, sem er líklega vegna þess að hitt merkið er svo nátengt gyðingdómi :?

http://sixpoint.com" onclick="window.open(this.href);return false;
eddi849
Kraftagerill
Posts: 50
Joined: 19. Mar 2014 11:46

Re: Steðji Dökkur - Alt frá Þýskalandi

Post by eddi849 »

Ég hef smakkað eitthvað að þessum steðja bjórum og alltaf fundist þeir lala , s.s. ekkert spes bara svona allt í lagi bjórar. Eftir að hafa lesið ummæli ,,sigurdur'' þá blossaði upp forvitni hjá mér. Ég vildi endilega fá að smakka ,dökkur'', en þar sem ég bý á Akranesi og ríkið þar er ekki með steðja lét ég þá panta fyrir mig kippu. Ég verð svo að segja að ég er sammála þeim ræðumanni sem skrifaði þenna þráð.. ,,dökkur'' er meðal bestu íslensku bjórunum!!! Eina sem ég set út er að hann er alls ekki dökkur og gefur það villandi mynd af þessum bjór sem er með aðeins örlitlu ristuðu bragði og margir af mínum vinum sem blátt hata dökka bjóra getu léttilega drukkið hann.
Formaður Fágunar

Never trust a skinny brewer
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Steðji Dökkur - Alt frá Þýskalandi

Post by æpíei »

Ég er að lesa að ofan svar frá mér frá í fyrra og verð að viðurkenna að ég hef ekki smakkað þennan "dökka" bjór frá Steðja aftur. Þó er full ástæða til, þar sem hann er eins og titill segir "alt bier". Ég á góðar minningar af því að hafa drukkið alt bier þegar ég var yngri á ferð minni gegnum Þýskaland og líkað vel. Hann var þá kynntur sem aðeins dekkri bjór fyrir hálfvita útlendingnum mér, alla vega í samanburði við týpiska pilsnerinn sem er alsráðandi þar. Ég var þá ekki nógu sjóaður í bjórdrykkju og þekkingu til að átta mig á að þú fékkst bara alt bjór í kringum Düsseldorf. Hef ég síðan oft reynt að panta alt eða "dark beer" á öðrum stöðum í Þýskalandi en ekki fengið annað en dunkel-weißen :D

En það er dálítið villandi að kalla hann dökkan bjór. E.t.v. hefði verið vænlegra að kalla hann einfaldlega "Þýskur alt bjór". Það er mjög erfitt að selja "dökkan bjór" til Íslendinga. Þegar bjór er kynntur sem "örlítið dökkur" (pale ale) og hinn kosturinn er "ljósari" (hveitirbjór) völdu allir gestirnir þann ljósa án undantekninga (þetta er sönn upplifun af veitingastað í Reykjavík þar sem þjónustfólkið fór stöðugt með þessa tuggu þegar gestir spurðu hvað væri á krana, sem voru reyndar bjórar frá Einstök). Þó held ég að það séu mun fleiri sem hefðu frekar viljað pale ale heldur en hveitibjórinn. Svona er máttur hræðslunnar við þetta ógurlega dökka skrýmsli.

En ég hlakka til að fá að smakka þessa bjóra hjá Steðja nú á laugardaginn þegar Fágun fer í heimsókn í brugghúsið hjá þeim. Hvet ykkur til að koma með. Það verður áhugavert að heyra frá hinum þýska bruggmeistara þeirra hvernig hann býr til þessa bjóra og svo má líka spyrja af hverju þeir eru með þessar grænu flöskur :lol:

Skráning hér http://fagun.is/viewtopic.php?f=25&t=3242" onclick="window.open(this.href);return false;
eddi849
Kraftagerill
Posts: 50
Joined: 19. Mar 2014 11:46

Re: Steðji Dökkur - Alt frá Þýskalandi

Post by eddi849 »

Vill bæta við að ef að hann stendur í smá stund fer hann að dala mjög fljót sem er ákveðinn ókostur. Vantar viðvörun: drekkist hratt hehe :D
Formaður Fágunar

Never trust a skinny brewer
Sigurjón
Kraftagerill
Posts: 129
Joined: 28. Feb 2015 22:32

Re: Steðji Dökkur - Alt frá Þýskalandi

Post by Sigurjón »

Er að smakka þennan núna. Svona lala, ef það...
Á Kút: Bee Cave og Eiríkur Rauði
Á flösku: Vetur Konungur og English Brown (Black) Ale
Í Gerjun: Ekkert
Framundan: Enn að hugsa málið
Post Reply