Jólabjórar 2012

Deildu skoðun þinni á drykk sem þú hefur nýlega smakkað. Eða segðu frá skemmtilegum stað sem þú heimsóttir.
Forum rules
Endilega komdu með þína skoðun á drykk sem þú hefur smakkað nýlega. Munið bara eitt. Berum virðingu fyrir öllum drykkjum.
Post Reply
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Jólabjórar 2012

Post by hrafnkell »

Ég kíkti í smökkun til fréttatímans fyrir nokkrum dögum, og gaf álit mitt á flestum jólabjórunum þetta árið.

Fréttatíminn hins vegar vill ekki gefa einkunnir undir 50, til að fæla auglýsendur ekki frá, meðal annars. Það er auðvitað hálfgert frat, en ég skil það sjónarmið líka alveg. Því datt mér í hug að setja mínar einkunnir hérna.

Image

Það sem vantar í þennan lista en er fáanlegt í ríkinu
3x Mikkeller bjórar (Red white, fra til, santa's little helper)
Anchor Christmas (2011)
Shepherd Neame Christmas Ale
Royal (nenni ekki að smakka..)

Eitthvað fleira? Ég er búinn að kaupa bjórana sem vantar uppá og stefni á að sötra þá á næstu kvöldum og uppfæra einkunnagjöfina skv því.


Hvað finnst ykkur um jólabjórana? Hver er bestur? Hver kom á óvart?
einarornth
Kraftagerill
Posts: 79
Joined: 25. Nov 2009 13:52

Re: Jólabjórar 2012

Post by einarornth »

Sammála þér með Viking jólabock, myndi gefa honum 8/10.

Fílaði engan veginn Einstök dobbelbock. 5/10.

Giljagaur. Svolítið á báðum áttum hérna. Mjög vel gerður bjór en fellur ekki alveg að mínum smekk. Finnst hann of sætur. Sleppi því að gefa honum einkunn.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Jólabjórar 2012

Post by bergrisi »

Ég hafði ekki rænu á að hirða mín blöð en mín röð var mjög svipaðri þinni. Ég er búinn að fara eina ferð í ríkið og kaupa Malt jólabjórinn, Jóla Kalda og Gæðing. Aðra þurfti ég að panta hingað í sveitina. Á von á pöntun í dag.

En þetta var hrikalega skemmtilegt.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Jólabjórar 2012

Post by hrafnkell »

Þetta laumaðist í körfuna hjá mér þegar ég fór í heiðrúnu í gær...
Image

Anchor þótti mér ansi funky, allt öðruvísi en ég mundi eftir honum. Krydd og svo mikið brandí/sherry bragð (kirsuber?), jafnvel smá edik... Er ég einn um þetta? Þarf að fá mér aðra flösku áður en ég treysti mér til að gefa honum einkunn.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Jólabjórar 2012

Post by bergrisi »

Það ætti að banna svona klámmyndir. Maður fær vatn í munninn. Ég var mjög hrifinn af Anchor í fyrra en þeir breyta honum alltaf örlítið á hverju ári.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
bjorninn
Villigerill
Posts: 44
Joined: 22. Jun 2011 13:19
Location: Reykjavík

Re: Jólabjórar 2012

Post by bjorninn »

Þetta er Anchor 2011, ekki satt? Ég sá amk. ekki 2012 í ríkinu um daginn. Hann rennur ekki út fyrr en á næsta ári, en ef þeir eru að selja lagerinn frá í fyrra þá má vera að hann hafi ekki verið geymdur við bestu skilyrði, og sé þessvegna eitthvað off?

Bara pæling; ég hef ekki smakkað hann síðan í fyrra.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Jólabjórar 2012

Post by hrafnkell »

bjorninn wrote:Þetta er Anchor 2011, ekki satt? Ég sá amk. ekki 2012 í ríkinu um daginn. Hann rennur ekki út fyrr en á næsta ári, en ef þeir eru að selja lagerinn frá í fyrra þá má vera að hann hafi ekki verið geymdur við bestu skilyrði, og sé þessvegna eitthvað off?

Bara pæling; ég hef ekki smakkað hann síðan í fyrra.
Jamm þetta er 2011, 2012 er ekki væntanlegur fyrr en í desember einhvertíman, þannig var það amk í fyrra.
gr33n
Kraftagerill
Posts: 51
Joined: 9. Sep 2012 21:59

Re: Jólabjórar 2012

Post by gr33n »

En veit einhver hvaða base Anchor er að nota fyrir specialinn sinn? Ratebeer gefur bara herb/spice, en mig vantar endilega að fá að vita hvaða base þeir eru að nota.
Mbk. Gísli

Fyrirhugað: Black IPA, 15%+ Stout og fleira
Í gerjun: IPA, Súr Saison
Í secondary: Enskur Barley Wine
Á dælu : Hulk vs. Simcoe pale ale
Á flöskum: Fabio - Habanero pale ale, Bloody Frenchmen with their chocolat mousse - Súkkulaðistout
#17
Weihenstephaner
Villigerill
Posts: 7
Joined: 18. Jan 2012 20:04

Re: Jólabjórar 2012

Post by Weihenstephaner »

Af þeim sem ég er búinn að smakka þá finnst mér Giljagaur og bockinn alveg frábærir, einnig er Kaldi mjög fínn fyrir matarboðið. Fannst Tuborginn, víking og egils ekkert sérstakir.

Hrafnkell, ertu búinn að smakka Mikkeller Red White Christmas? :)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Jólabjórar 2012

Post by hrafnkell »

Weihenstephaner wrote:Af þeim sem ég er búinn að smakka þá finnst mér Giljagaur og bockinn alveg frábærir, einnig er Kaldi mjög fínn fyrir matarboðið. Fannst Tuborginn, víking og egils ekkert sérstakir.

Hrafnkell, ertu búinn að smakka Mikkeller Red White Christmas? :)
Neibb, hef ekki tímt því ennþá :) Poppa kvikindið einhvertíman í desember í góðra vina hópi. Sé ekki alveg fram á að sturta 1.5l flösku í mig einan :)
hjaltibvalþórs
Villigerill
Posts: 47
Joined: 5. Nov 2012 15:46

Re: Jólabjórar 2012

Post by hjaltibvalþórs »

Ég á þá flesta hérna heima en er ennþá bara búinn að smakka Jóla Bockinn (og var sáttur). Ég sé að þú hefur ekki verið að fíla Ölvisholt bjórinn eins vel og margir, hvað finnst þér um hann? Ekki nógu vel humlaður?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Jólabjórar 2012

Post by hrafnkell »

hjaltibvalþórs wrote:Ég á þá flesta hérna heima en er ennþá bara búinn að smakka Jóla Bockinn (og var sáttur). Ég sé að þú hefur ekki verið að fíla Ölvisholt bjórinn eins vel og margir, hvað finnst þér um hann? Ekki nógu vel humlaður?
Mér fannst hann vera svolítið "watery" og vantaði eitthvað meira til að fylgja þessari fínu lykt sem er af honum. Ég á örugglega eftir að fá mér aðra flösku af honum, en ég var ekkert voðalega spenntur. Það er nóg af bjórum sem ég fílaði betur til að eyða peningunum í :)

Alls ekki slæmur bjór, og með þeim betri af þessum "venjulegu" jólabjórum.
KariP
Villigerill
Posts: 21
Joined: 10. Sep 2012 19:39

Re: Jólabjórar 2012

Post by KariP »

Ég tók blint jólabjórssmakk og Gæðingur endaði í fyrsta sæti hjá mér, kom mér nokkuð á óvart.

Er ég samt sá eini sem finnst Tuborg jólabjórinn betri í dós en í flösku? Það er svo mikið ger-málmbragð af flöskubjórnum finnst mér.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Jólabjórar 2012

Post by hrafnkell »

KariP wrote:Ég tók blint jólabjórssmakk og Gæðingur endaði í fyrsta sæti hjá mér, kom mér nokkuð á óvart.

Er ég samt sá eini sem finnst Tuborg jólabjórinn betri í dós en í flösku? Það er svo mikið ger-málmbragð af flöskubjórnum finnst mér.
Einusinni var tuborg jóla flöskubjórinn íslenskur, en dósabjórinn danskur... Getur það átt við núna?
einarornth
Kraftagerill
Posts: 79
Joined: 25. Nov 2009 13:52

Re: Jólabjórar 2012

Post by einarornth »

hrafnkell wrote:
KariP wrote:Ég tók blint jólabjórssmakk og Gæðingur endaði í fyrsta sæti hjá mér, kom mér nokkuð á óvart.

Er ég samt sá eini sem finnst Tuborg jólabjórinn betri í dós en í flösku? Það er svo mikið ger-málmbragð af flöskubjórnum finnst mér.
Einusinni var tuborg jóla flöskubjórinn íslenskur, en dósabjórinn danskur... Getur það átt við núna?
Tékkaði einmitt á þessu, en dósabjórinn er íslenskur.
Post Reply