Page 1 of 1

Bjórar frá Borg Brugghús

Posted: 30. Sep 2012 19:31
by bergrisi
Keypt Snorra um daginn í Fríhöfninni. Var búinn að smakka hann einusinni áður og fannst hann soldið venjulegur. En nú smakkaði ég hann vel og vandlega og kemur blóðbergið soldið skemmtilega út. Léttur keimur og virkaði soldið slunginn. Get alveg mælt með honum.
snorri.jpg
snorri.jpg (35.2 KiB) Viewed 10544 times
Smakkaði einnig Lúðvík í gær á Vínbarnum. Mjög ánægður með hann en var að smakka hann eftir að ég hafði drukkið nokkra aðra bjóra. Ætla að kaupa hann og drekka hann í friði og njóta hans hér heima.
ludvik.jpg
ludvik.jpg (37.02 KiB) Viewed 10544 times

Re: Bjórar frá Borg Brugghús

Posted: 30. Sep 2012 20:11
by gr33n
Ég fann það að Snorra þarf að drekka í volgari kanntinum, þá bragðast hann ótrúlega vel.

En með Lúðvík, þá fannst mér hann of maltaður og sætur. Ég er þó fullviss um að hann verði búinn að ná sinni dýrð eftir árs geymslu, því keypti ég kippu til þess að geyma ;)

Re: Bjórar frá Borg Brugghús

Posted: 1. Oct 2012 12:34
by haukur_heidar
Gott að ég er ekki einn um þetta, ég bragðaði hann rúmlega 1 viku gamlan og hann var bragðlaus en samt skemmtilega sýrður. Geymdi restina af kassanum í 4 vikur og þá kom þetta skemmtilega krydd bragð í ljós. Flottur bjór.

Re: Bjórar frá Borg Brugghús

Posted: 1. Oct 2012 13:01
by helgibelgi
Ég keypti kippu af Snorra í fríhöfninni þegar ég fór hingað til Sverige. Mér fannst hann mjög góður. Ferskur og blóðbergið gaf gott bragð í bjórinn.