Bjórar frá Borg Brugghús

Deildu skoðun þinni á drykk sem þú hefur nýlega smakkað. Eða segðu frá skemmtilegum stað sem þú heimsóttir.
Forum rules
Endilega komdu með þína skoðun á drykk sem þú hefur smakkað nýlega. Munið bara eitt. Berum virðingu fyrir öllum drykkjum.

Bjórar frá Borg Brugghús

Postby bergrisi » 30. Sep 2012 19:31

Keypt Snorra um daginn í Fríhöfninni. Var búinn að smakka hann einusinni áður og fannst hann soldið venjulegur. En nú smakkaði ég hann vel og vandlega og kemur blóðbergið soldið skemmtilega út. Léttur keimur og virkaði soldið slunginn. Get alveg mælt með honum.

snorri.jpg
snorri.jpg (35.2 KiB) Viewed 8689 times


Smakkaði einnig Lúðvík í gær á Vínbarnum. Mjög ánægður með hann en var að smakka hann eftir að ég hafði drukkið nokkra aðra bjóra. Ætla að kaupa hann og drekka hann í friði og njóta hans hér heima.

ludvik.jpg
ludvik.jpg (37.02 KiB) Viewed 8689 times
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
bergrisi
Undragerill
 
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bjórar frá Borg Brugghús

Postby gr33n » 30. Sep 2012 20:11

Ég fann það að Snorra þarf að drekka í volgari kanntinum, þá bragðast hann ótrúlega vel.

En með Lúðvík, þá fannst mér hann of maltaður og sætur. Ég er þó fullviss um að hann verði búinn að ná sinni dýrð eftir árs geymslu, því keypti ég kippu til þess að geyma ;)
Mbk. Gísli

Fyrirhugað: Black IPA, 15%+ Stout og fleira
Í gerjun: IPA, Súr Saison
Í secondary: Enskur Barley Wine
Á dælu : Hulk vs. Simcoe pale ale
Á flöskum: Fabio - Habanero pale ale, Bloody Frenchmen with their chocolat mousse - Súkkulaðistout
#17
gr33n
Kraftagerill
 
Posts: 51
Joined: 9. Sep 2012 21:59

Re: Bjórar frá Borg Brugghús

Postby haukur_heidar » 1. Oct 2012 12:34

Gott að ég er ekki einn um þetta, ég bragðaði hann rúmlega 1 viku gamlan og hann var bragðlaus en samt skemmtilega sýrður. Geymdi restina af kassanum í 4 vikur og þá kom þetta skemmtilega krydd bragð í ljós. Flottur bjór.
User avatar
haukur_heidar
Villigerill
 
Posts: 25
Joined: 11. Feb 2011 19:11

Re: Bjórar frá Borg Brugghús

Postby helgibelgi » 1. Oct 2012 13:01

Ég keypti kippu af Snorra í fríhöfninni þegar ég fór hingað til Sverige. Mér fannst hann mjög góður. Ferskur og blóðbergið gaf gott bragð í bjórinn.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
 
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland


Return to Hvað er í glasi?

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 2 guests

cron