Svaneke Choco Stout

Deildu skoðun þinni á drykk sem þú hefur nýlega smakkað. Eða segðu frá skemmtilegum stað sem þú heimsóttir.
Forum rules
Endilega komdu með þína skoðun á drykk sem þú hefur smakkað nýlega. Munið bara eitt. Berum virðingu fyrir öllum drykkjum.
Post Reply
gr33n
Kraftagerill
Posts: 51
Joined: 9. Sep 2012 21:59

Svaneke Choco Stout

Post by gr33n »

Image

Þennann kom ég með frá Danmerkurferð í sumar. (ath... myndin er ekki frá mér, ég hreinlega gleymdi mér í drykkjunni :D )
Svaneke bryghus er lítið brugghús í bænum Svaneke sem staðsettur er á eyjunni Bornholm (en ég var einmitt þar í fríi), en þrátt fyrir smægð brugghússins er mikið úrval af öli fáanlegt frá þeim, bæði á dælu sem og í flöskum.

En þetta er sumsé Choco Stout 5,7%
Boddíið er nær svart á lit og hausinn ljóssúkkulaðibrúnn.
Þegar maður þefar kemur á móti manni gífuleg súkkulaðilykt (bæði dökkt og ljóst) sem kítlar mann í nefið á meðan maður bragðar á. Við drykkju þá finnur maður greinilega fyrir vanillu og kaffi en hann er þykkur og kremaður á tungu.
En hann kom mér skemmtilega á óvart og ég dauðsé eftir því að hafa bara tekið eina flösku með mér heim af þessum.
Þetta er ekta desertbjór.
Mbk. Gísli

Fyrirhugað: Black IPA, 15%+ Stout og fleira
Í gerjun: IPA, Súr Saison
Í secondary: Enskur Barley Wine
Á dælu : Hulk vs. Simcoe pale ale
Á flöskum: Fabio - Habanero pale ale, Bloody Frenchmen with their chocolat mousse - Súkkulaðistout
#17
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Svaneke Choco Stout

Post by Idle »

Lætur vel í eyrum! Eitthvað sem þú tækir með franskri súkkulaðitertu, eða jafnvel Tiramisu?
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
gr33n
Kraftagerill
Posts: 51
Joined: 9. Sep 2012 21:59

Re: Svaneke Choco Stout

Post by gr33n »

Idle wrote:Lætur vel í eyrum! Eitthvað sem þú tækir með franskri súkkulaðitertu, eða jafnvel Tiramisu?
Ég veit ekki með þá frönsku, gæti verið of mikið súkkulaði. En hann myndi fúnkera flott með Créme Brulée, Skyrtertu eða eitthverju álíka.
Mbk. Gísli

Fyrirhugað: Black IPA, 15%+ Stout og fleira
Í gerjun: IPA, Súr Saison
Í secondary: Enskur Barley Wine
Á dælu : Hulk vs. Simcoe pale ale
Á flöskum: Fabio - Habanero pale ale, Bloody Frenchmen with their chocolat mousse - Súkkulaðistout
#17
Post Reply