HB - Hofbrau München

Deildu skoðun þinni á drykk sem þú hefur nýlega smakkað. Eða segðu frá skemmtilegum stað sem þú heimsóttir.
Forum rules
Endilega komdu með þína skoðun á drykk sem þú hefur smakkað nýlega. Munið bara eitt. Berum virðingu fyrir öllum drykkjum.
Post Reply
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

HB - Hofbrau München

Post by Hjalti »

Sá að þessi var kominn í ríkið þannig að ég ákvað að slá til. Frekar dýr 539 kr. fyrir 0,5L flösku þannig að þetta er nú bara sparilager :)

Ótrúlegt að drekka þennan bjór. Hellti honum í frekar stór glas og hann hellist fullkomlega, freyðir alveg upp að kanti og er svo ljós og tær að ég hef bara ekki séð annað eins. Hann er næstumþví á litinn eins og vatn. (Sem ég hélt væri ekki neitt jákvætt)

Samt sem áður þá er þetta alvöru Münchner Bier og þetta er einn ferskasti og besti lager sem ég hef verslað úr ríkinnu.

Þessi fær góðar 8 stig af 10 hjá mér og fer í sparihilluna. Vonandi fara þeir að taka in Lövenbrau Urtyp og einhverja svoleiðis bjóra næst. Það skal ég sko kaupa!
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
arnilong
Gáfnagerill
Posts: 259
Joined: 5. May 2009 20:30

Re: HB - Hofbrau München

Post by arnilong »

Ummmm, ég verð að fá mér þennan þegar ég versla næst. Ég smakkaði þennan ca. 2004 og man hvað hann var einstaklega mjúkur í munni, nánast eins og það væri rjómi í honum. Ég varð samt fyrir nokkuð miklum vonbrigðum með Märzen bjórinn frá Hofbräu.
Í gerjun: Jólaöl 2009
Í þroskun: Bláberjalambic 2007
Í flöskum: Margt
Á næstunni: Rauchbier, Alt og eitthvað belgískt brjálæði
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: HB - Hofbrau München

Post by halldor »

Hvar fékkstu þennan Hjalti?
http://www.vinbud.is" onclick="window.open(this.href);return false; segir að hann fáist ekki í neinni verslun.

Vitið þið svo hvort eitthvað sé að frétta af Duchesse de Bourgogne og Anchor Liberty Ale? Eru þeir komnir í hillurnar einhversstaðar.
Plimmó Brugghús
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: HB - Hofbrau München

Post by Idle »

Anchor Liberty Ale keypti ég í vínbúðinni á Akureyri fyrir um tveim mánuðum síðan. Bragðdauft gutl, fannst mér.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: HB - Hofbrau München

Post by Hjalti »

halldor wrote:Hvar fékkstu þennan Hjalti?
http://www.vinbud.is" onclick="window.open(this.href);return false; segir að hann fáist ekki í neinni verslun.

Vitið þið svo hvort eitthvað sé að frétta af Duchesse de Bourgogne og Anchor Liberty Ale? Eru þeir komnir í hillurnar einhversstaðar.
Fékk hann nú bara uppi í heiðrúnu.

Hann er samt á vinbud.is :)

http://www.vinbudin.is/DesktopDefault.a ... ctID=12687" onclick="window.open(this.href);return false; (Samt ekki til neinstaðar stendur)
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
nIceguy
Kraftagerill
Posts: 117
Joined: 12. May 2009 05:23
Location: Århus Danmark
Contact:

Re: HB - Hofbrau München

Post by nIceguy »

halldor wrote:Hvar fékkstu þennan Hjalti?

Vitið þið svo hvort eitthvað sé að frétta af Duchesse de Bourgogne og Anchor Liberty Ale? Eru þeir komnir í hillurnar einhversstaðar.
Sæll, samkvæmt Elg sem flytur þetta inn þá á það að vera komið í hillurnar. Anchor Liberty og Steam Beer ásamt nýjum Samuel Adams bjór.

kv
Bjórnörd med meiru.
Eftirfarandi sanna mál mitt:
http://www.bjorbok.net/NBIslandsHornid.htm" onclick="window.open(this.href);return false; - Bjór á Íslandi
http://www.bjorbok.net" onclick="window.open(this.href);return false; - bjórsíðan mín
http://www.bjorbok.net/nicebrew.htm" onclick="window.open(this.href);return false; - bruggsíðan mín
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: HB - Hofbrau München

Post by Hjalti »

Ertu á póstlista hjá Elg s.s.?
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: HB - Hofbrau München

Post by halldor »

nIceguy wrote:
halldor wrote:Hvar fékkstu þennan Hjalti?

Vitið þið svo hvort eitthvað sé að frétta af Duchesse de Bourgogne og Anchor Liberty Ale? Eru þeir komnir í hillurnar einhversstaðar.
Sæll, samkvæmt Elg sem flytur þetta inn þá á það að vera komið í hillurnar. Anchor Liberty og Steam Beer ásamt nýjum Samuel Adams bjór.

kv
Ég er nú þegar búinn að versla mér tvo Anchor Liberty og voru þeir hverrar krónu virði (439 kr. stk). Ég veit ekki hver þessi nýi Sam Adams á að vera, það er allavega mánuður síðan Summer Ale kom og er hann alveg hreint ágætur... svipar aðeins til Freyju frá Ölvisholti.

Ég á einn Duchesse de Bourgogne heima sem ég keypti í Belgíu en vonandi finn ég hann næst þegar ég fer í Heiðrúnu ;)
Plimmó Brugghús
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: HB - Hofbrau München

Post by Andri »

Eg var að fíla Samuel Adams summer ale, stórgóður bjór sem hentar vel þegar maður situr í sólinni og hugar að grillinu
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: HB - Hofbrau München

Post by Oli »

tæmdi þennann úr hillunni í Heiðrúnu fyrir helgi, einn besti lagerinn sem er í boði hér á landi að mínu áliti.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
dadi
Villigerill
Posts: 5
Joined: 1. Oct 2009 07:17

Re: HB - Hofbrau München

Post by dadi »

Sælir,

Sá þarna pælingar með tvo gaura. Næstu tveir Sam Adams, þ.e. Októberfest átti að koma 20. september og Honey Porter (ef ég man rétt) átti að koma þá EÐA 20. október. Svo átti Duchesse að koma einhvern tímann um páskana þannig að ég er búinn að gefa upp alla vona þar hehe.

Annars varð ég nú fyrir vonbrigðum með Hofbrau-inn eiginlega. Rosalega "venjulegur". Kannski af því að ég var búinn að horfa á hann svolítið lengi og langa í hann og fannst Októberfest frá þeim frekar góður á sínum tíma.
Post Reply