Sumarliði- Borg

Deildu skoðun þinni á drykk sem þú hefur nýlega smakkað. Eða segðu frá skemmtilegum stað sem þú heimsóttir.
Forum rules
Endilega komdu með þína skoðun á drykk sem þú hefur smakkað nýlega. Munið bara eitt. Berum virðingu fyrir öllum drykkjum.
Post Reply
GRV
Villigerill
Posts: 19
Joined: 15. Jul 2011 01:03

Sumarliði- Borg

Post by GRV »

Hvernig fílið þið þennan?

Mjer finnst Sumarliði vera frekar flatur hvað varðar bragð og lykt. Frekar mikil brauðlykt en ekkert sem má kalla banana, clove osfrv.
Gæti verið að jeg hafi verið óheppinn með flösku, ætla að prófa hann á krana fljótlega.

Annað lítur vel út, flottur litur, mouthfeel og haus.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Sumarliði- Borg

Post by helgibelgi »

Já, ég bjóst við mjög miklu. Hveitibjór er það ekki? Ég finn það ekki. Ég er kannski ekki búinn að smakka alla hveiti-stílana en mér finnst þessi bjór ekki vera mjög hveitibjórslegur.

Veit einhver hvaða ger er notað?

Ég varð fyrir vonbrigðum með þessa einu flösku sem ég smakkaði. (reyndar var það eftir að hafa fengið mér glas af IIPA)
GRV
Villigerill
Posts: 19
Joined: 15. Jul 2011 01:03

Re: Sumarliði- Borg

Post by GRV »

Það er reyndar erfitt að dæma nokkurn bjór almennilega eftir IIPA, sjerstaklega hveitibjór. :skal:
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Sumarliði- Borg

Post by sigurdur »

Helgi, þeir nota WB-06 ef ég man rétt (frekar en K-97).
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Sumarliði- Borg

Post by Feðgar »

Ég er með eina svona í ísskápnum og er að pæla í því hvernig maður á að hella honum.
Er það bara sama aðferð og við Erdinger og slíka hveitibjóra, megnið úr flöskunni og svo botnfallinu hrært upp í restinni og skellt ofan á.
Maður er búinn að vera allt of lélegur að spá í hveitibjórum í gegnum tíðina en frúnni líkar þá sérlega vel.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Sumarliði- Borg

Post by helgibelgi »

Ég fékk mér aðra flösku af þessum um helgina (án þess að fá mér IIPA á undan í þetta skiptið) og hann var skárri en mig minnti, en er samt klárlega ekki fyrir mig. Frekar spes týpa af bjór, flókinn og öðruvísi en allir hveitibjórar sem ég hef smakkað. Sem sagt flottur en ég mun ekki kaupa hann aftur í bráð.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Sumarliði- Borg

Post by bergrisi »

Er að smakka hann núna og mér finnst hann því miður ekki vera góður. Lyktin er líka vond. Gæti trúað að hann hafi verið eitthvað skemmdur. Endaði með að hella honum.

Er eiginlega sannfærður um að eitthvað hafi verið að honum. Ég hef verið mjög hrifinn af nær öllum bjórum frá Borg og bíð spenntur eftir því að smakka Snorra.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Post Reply