Einstök

Deildu skoðun þinni á drykk sem þú hefur nýlega smakkað. Eða segðu frá skemmtilegum stað sem þú heimsóttir.
Forum rules
Endilega komdu með þína skoðun á drykk sem þú hefur smakkað nýlega. Munið bara eitt. Berum virðingu fyrir öllum drykkjum.
Post Reply
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Einstök

Post by bergrisi »

Jæja hvernig finnst ykkur nýji Einstök bjórinn?

Ég er búinn að smakka pale ale bjórinn frá þeim og fannst hann fínn. Drakk einn lítið kældann og annan beint úr ísskápnum og var sá kaldi ekki eins góður.

Sé á síðunni þeirra að það er von á 3 nýjum og ég bíð spenntur eftir að smakka þá.

http://www.einstokbeer.com/" onclick="window.open(this.href);return false;
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
AndriTK
Kraftagerill
Posts: 83
Joined: 31. Aug 2011 08:37

Re: Einstök

Post by AndriTK »

finnst pale ale frá þeim ekki slæmur en samt pínu boring. Doublebock hinsveg kom mér á óvart, ljómandi góður bjór.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Einstök

Post by hrafnkell »

Eru ekki allir komnir í ríkið nema porterinn? Mér finnst þeir ágætir, varð samt fyrir svolitlum vonbrigðum með doppelbockinn (jólabjórinn).
Gvarimoto
Gáfnagerill
Posts: 176
Joined: 13. Mar 2011 20:03

Re: Einstök

Post by Gvarimoto »

Smakkaði Pale ale frá þeim og verð að setja hann ofarlega á lista hjá mér, finnst hann mjög góður og versla hann oftast ef mér langar í skotheldan bjór :)

White Ale frá þeim er einnig mjööööög mjúkur og góður, en ég er ekki mikið fyrir appelsínubragðið þrátt fyrir að það sinni sínum tilgangi.
Eftir um 2 White Ale þá langar mér ekki í fleirri. Samt mjög góður.
Í Gerjun:
Á Flöskum: Uppfærður Kit bjór, BeeCave
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Einstök

Post by Idle »

Þeir þrír sem ég hef bragðað (Pale Ale, White Ale og Dobbelbock) eru ágætir. Fyrsta flaskan er alltaf best, en svo fer á brattann að sækja eftir það. Engu að síður mjög góð framlög í íslenska bjórmenningu.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Post Reply