Flying Dog Road Dog Porter - 6% ABV

Deildu skoðun þinni á drykk sem þú hefur nýlega smakkað. Eða segðu frá skemmtilegum stað sem þú heimsóttir.
Forum rules
Endilega komdu með þína skoðun á drykk sem þú hefur smakkað nýlega. Munið bara eitt. Berum virðingu fyrir öllum drykkjum.

Flying Dog Road Dog Porter - 6% ABV

Postby sigurdur » 17. Sep 2011 22:08

Flying Dog Road Dog Porter - 6% ABV

Ásýnd: Mjög dökkur og kristaltær á móti ljósi. Góður ljósbrúnn haus með sem endist lengi.
Lykt: Keimur af ristuðu malti og einhver "nammilykt" sem ég get ekki borið kennsl á, líklega maltið. Skemmtileg lykt.
Bragð: Ristaða maltið kemur strax fram. Þunnur (endist stutt í munni). Hálfgerðt járnbragð. Ágætlega mildur. Smá bragð af ljósara malti (sætari). Beiskja góð og ekki of mikil.
Munnur: Kolsýran ekki mikil eftir hefðbundna hellingu. Þunnur í munni. Ristaða bragðið er ekki yfirþyrmandi en heldur sér jafnt og þétt yfir allt bragðið. Langt eftirbragð.
Heild: Ekki slæmur bjór, en ekki sá besti heldur. Ég á samt erfitt með að sjá við hvaða tilefni hann passar.
Mæli ég með honum: Til að smakka, já. Kanski finnst þér hann fullkominn :)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
 
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður

Return to Hvað er í glasi?

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 1 guest

cron