Page 1 of 1

Gæðingur Stout

Posted: 26. Aug 2011 22:15
by sigurdur
Útlit: Biksvartur með ljósbrúnan haus sem deyr seint.
Lykt: Ristað malt, kaffi.
Bragð: Silkimjúkur og talsvert ristað bragð. Bragð situr lengi eftir í munni. Súkkulaðifílingur í endanum. Ristaða maltið ruglar svolítið fyrir beiskjunni.
Í munni: Þétt fylling, kolsýran kitlar tunguna létt. Sætur (ekki þurr).
Heild: Ágætis stout með ristuðu bragði og lykt.
Mæli ég með bjórnum? Fyrir Stout áhugamenn, já. Fyrir aðra, já .. en bara einn til að smakka upphaflega.

Re: Gæðingur Stout

Posted: 30. Aug 2011 16:06
by Idle
Ég bragðaði þennan, og tek heils hugar undir með þér, nafni. Unaðslegt öl frá A til Ö! En það er líklega aðeins vegna þess að hann minnir mig mjög á Raven Rock Stout, frumgerðinni þ. e. a. s. :D

Re: Gæðingur Stout

Posted: 14. Dec 2011 22:01
by Feðgar
Er að drekka einn núna.

Góður stout, fylltur og bragðgóður.

En áberandi lygt af þynni, mig finnst ég bara vera kominn í bílskúrinn.

Ég verslaði þennan bjór í sumar og er búinn að vera að geyma hann síðan, ekki af ásetningi, langaði bara ekki að smakka hann fyrr en núna. Það er svo margt annað í boði á þessu heimili :D