Gæðingur Stout

Deildu skoðun þinni á drykk sem þú hefur nýlega smakkað. Eða segðu frá skemmtilegum stað sem þú heimsóttir.
Forum rules
Endilega komdu með þína skoðun á drykk sem þú hefur smakkað nýlega. Munið bara eitt. Berum virðingu fyrir öllum drykkjum.

Gæðingur Stout

Postby sigurdur » 26. Aug 2011 22:15

Útlit: Biksvartur með ljósbrúnan haus sem deyr seint.
Lykt: Ristað malt, kaffi.
Bragð: Silkimjúkur og talsvert ristað bragð. Bragð situr lengi eftir í munni. Súkkulaðifílingur í endanum. Ristaða maltið ruglar svolítið fyrir beiskjunni.
Í munni: Þétt fylling, kolsýran kitlar tunguna létt. Sætur (ekki þurr).
Heild: Ágætis stout með ristuðu bragði og lykt.
Mæli ég með bjórnum? Fyrir Stout áhugamenn, já. Fyrir aðra, já .. en bara einn til að smakka upphaflega.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
 
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður

Re: Gæðingur Stout

Postby Idle » 30. Aug 2011 16:06

Ég bragðaði þennan, og tek heils hugar undir með þér, nafni. Unaðslegt öl frá A til Ö! En það er líklega aðeins vegna þess að hann minnir mig mjög á Raven Rock Stout, frumgerðinni þ. e. a. s. :D
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Idle
Yfirgerill
 
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Gæðingur Stout

Postby Feðgar » 14. Dec 2011 22:01

Er að drekka einn núna.

Góður stout, fylltur og bragðgóður.

En áberandi lygt af þynni, mig finnst ég bara vera kominn í bílskúrinn.

Ég verslaði þennan bjór í sumar og er búinn að vera að geyma hann síðan, ekki af ásetningi, langaði bara ekki að smakka hann fyrr en núna. Það er svo margt annað í boði á þessu heimili :D
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
 
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík


Return to Hvað er í glasi?

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 4 guests

cron