Gæðingur Lager

Deildu skoðun þinni á drykk sem þú hefur nýlega smakkað. Eða segðu frá skemmtilegum stað sem þú heimsóttir.
Forum rules
Endilega komdu með þína skoðun á drykk sem þú hefur smakkað nýlega. Munið bara eitt. Berum virðingu fyrir öllum drykkjum.
Post Reply
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Gæðingur Lager

Post by sigurdur »

Útlit: Kristaltær og gullinn með snjóhvítum haus
Lykt: Blómalykt einhver með sætum malttónum og skemmtilegum humlailm. Lagerkeimur finnst ef maður leitar að honum.
Bragð: Hunangsmaltkeimur. Beiskjan kemur seint í sopanum og stigmagnast mjög mjúklega og þægilega. Sætur.
Í munni: Malt og humlabragð koma en dvína fljótt þar til að það deyr. Smá bið er þar til að beiskjan lætur vita af sér. Kolsýrumagn mjög ásættanlegt. Góð fylling (body) er til staðar.
Heild: Skemmtilegur og góður bjór. Mjög drekkanlegur fyrir hvern sem er, en er ekki af þessum hefðbundna þurrleika sem lager er oft haldinn (sem er gott).
Mæli ég með bjórnum? Jább, hiklaust við hvern sem er..!!
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Gæðingur Lager

Post by bergrisi »

Sammála þessu. Er mjög hrifinn af þessum bjór. Vel skrifaður dómur.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Gæðingur Lager

Post by sigurdur »

Hmm .. ég er að fatta að bjórinn minnir mig skuggalega á einhvern lagerinn frá Boston Beer Company (Samuel Adams) brugghúsinu.
User avatar
andrimar
Kraftagerill
Posts: 148
Joined: 3. Jun 2009 12:26
Location: Miðbær

Re: Gæðingur Lager

Post by andrimar »

Mjög áhugavert. Ég verð greinilega að smakka þennan aftur. Fékk mér einn í smakk í byrjun sumars og fannst hann svo vondur að ég náði ekki einu sinni að klára helminginn af honum, e-ð sem kemur nánast aldrei fyrir. Held ég geti útilokað slæma flösku þar sem ég var með 3 og þeir voru allir eins. Fann fyrir sterkum diacetyl keim og eftirbragðið var rosalega sætt, svona eins og ógerjaður virtir.

Aftur, greinilegt að ég þarf að smakka þennan aftur, kannski var þetta bara slæm lögun sem ég var með því þessi lýsing hér að ofan hljómar ekkert eins og bjórarnir sem ég fékk.
Kv,
Andri Mar
Maddi
Villigerill
Posts: 38
Joined: 4. Oct 2010 12:53

Re: Gæðingur Lager

Post by Maddi »

Þessi fannst mér nánast vondur, sem var mikil synd þar sem mér fannst Gæðingur Stout alveg ofboðslega góður bjór. Þetta var fyrsti bjór í fleiri fleiri mánuði sem ég nennti ekki einu sinni að klára, og þá hlýtur nú eitthvað að ganga á.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Gæðingur Lager

Post by helgibelgi »

Ég fílaði þennan mjög mikið. Fer að verða nýji uppáhalds íslenski bjórinn minn :mrgreen:
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Gæðingur Lager

Post by bergrisi »

Ég hef lent í því með Jökul að fá frábæran bjór og svo alveg glataðan. Keypti einnig eitt sinn jólabjór frá Jökul og fannst hann frábær og þegar ég fór til að kaupa meira þá var búið að innkalla hann vegna galla. Minnir að þetta hafi verið 2009 freker en í fyrra. Í dag fæ ég alltaf góðan Jökul. Gæðingur sem ég er að drekka núna er mjög góður en það gæti verið einhverjir byrjunarerfiðleikar ef menn hafa verið að fá hreinlega vonda bjóra.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Gæðingur Lager

Post by helgibelgi »

bergrisi wrote:Ég hef lent í því með Jökul að fá frábæran bjór og svo alveg glataðan. Keypti einnig eitt sinn jólabjór frá Jökul og fannst hann frábær og þegar ég fór til að kaupa meira þá var búið að innkalla hann vegna galla. Minnir að þetta hafi verið 2009 freker en í fyrra. Í dag fæ ég alltaf góðan Jökul. Gæðingur sem ég er að drekka núna er mjög góður en það gæti verið einhverjir byrjunarerfiðleikar ef menn hafa verið að fá hreinlega vonda bjóra.
Eru þetta sömu menn og gerðu Jökul? eða ertu að segja að þetta sé Jökull?
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Gæðingur Lager

Post by bergrisi »

Þetta er ekki jökull og ekki sömu menn. Þetta er nýtt brugghús í Skagafirði. Það sem ég er að segja er að það gætu verið einhverjir byrjendaörðuleikar fyrst menn eru að fá hreinlega vonda bjóra. Ég upplfiði það með Jökul. Fékk góðan, svo vondan og svo góða.

En ég var allavega að opna einn annan Gæðing og er ánægður með hann.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Gæðingur Lager

Post by helgibelgi »

Ég fékk allavega 2 mjög góða, einnig góðan stout. Tók samt eftir því að á töppunum var ekki allt eins og það átti að vera, einhver skítur innan á þar sem tappinn snertir flöskuna. Mygla?
User avatar
andrimar
Kraftagerill
Posts: 148
Joined: 3. Jun 2009 12:26
Location: Miðbær

Re: Gæðingur Lager

Post by andrimar »

Heyriði ég verð bara að taka þetta til baka með Gæðing...eða kannski ekki taka til baka þar sem ég stend fastu á því að þessar fyrstu flöskur sem ég fékk voru ekki góðar.

En nóg um það. Fór á Hóla um helgina á sumblið og fékk mér þar annan Gæðing Lager og þetta er allt annar og miklu betri bjór. Léttur en með gott þægilegt Saaz humla kikk í lokinn. Bara að verða flottur bjór.
Kv,
Andri Mar
hjolli
Villigerill
Posts: 8
Joined: 27. Mar 2011 11:56

Re: Gæðingur Lager

Post by hjolli »

Já ég er mjög hrifinn af þessum bjór og eftir fyrstu flöskurnar var hann orðinn uppáhalds bjórinn minn, en svo keypti ég hann á Íslendingabarnum um verslunarmannahelgina og sú flaska var alls ekki góð.
Ég hef ekki lent í þessu síðan að fá svona slæmt eintak.

Spurning hvort að það hafi eitthvað komið fyrir í einni löguninni, eða þá að eitthvað klúður hafi orðið í geymslu.
AndriTK
Kraftagerill
Posts: 83
Joined: 31. Aug 2011 08:37

Re: Gæðingur Lager

Post by AndriTK »

Þarf greinilega að fara gefa þessum bjór annan séns. Ég lenti nefnilega líka í því að fá gallað eintak og hef ekki þorað að prufa hann aftur, hélt hann væri bara svona hrikalega vondur en hef greinilega bara lent á gölluðu eintaki
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Gæðingur Lager

Post by Oli »

Það sama kom fyrir hjá mér, fékk tvo mjög góða og bragðmikla gæðinga, geymdi þann þriðja í ísskáp í 3 vikur, en svo þegar hann var drukkinn var þetta allt annar bjór en hinir tveir. Þetta eru vonandi bara einhver byrjunarvandræði hjá þeim.
Annars mjög fínir bjórar frá þeim, heyrði einhversstaðar að það væri IPA á leiðinni frá þeim líka :beer:
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Gæðingur Lager

Post by hrafnkell »

Ég fékk einmitt einn frekar "skunky" frá þeim og hef ekki lagt í að kaupa lagerinn aftur. Stoutinn var ég mjög ánægður með.

Gef lagernum séns fljótlega aftur.
gugguson
Gáfnagerill
Posts: 215
Joined: 26. Mar 2011 14:55
Location: Reykjavik

Re: Gæðingur Lager

Post by gugguson »

Þeir voru með IPA bjór á Hólasumbli sem var nokkuð góður. Veit samt ekki hvort hann fari í almenna dreifingu.
Gerandi Bruggfélag

Næst: Carlsberg Clone, Biere de Garde, Hlemmur
Í gerjun: Dubbel úr BCS, Hlemmur III (Irish red)
Á flösku: Fölvi (Þurrhumlaður Pale Ale)
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Gæðingur Lager

Post by halldor »

Ég er búinn að prófa hann einusinni og hann var það vondur að ég hellti megninu í vaskinn.
Miðað við það sem ég hef lesið hér, þarf maður að gefa honum annan séns. Líklega hefur þetta bara verið lélegt batch. Alltaf gaman að finna ástæður til að kaupa sér bjór :skal:
Plimmó Brugghús
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Gæðingur Lager

Post by sigurdur »

halldor wrote:Ég er búinn að prófa hann einusinni og hann var það vondur að ég hellti megninu í vaskinn.
Miðað við það sem ég hef lesið hér, þarf maður að gefa honum annan séns. Líklega hefur þetta bara verið lélegt batch. Alltaf gaman að finna ástæður til að kaupa sér bjór :skal:
Það er einnig gott að vera með þræði með dómum svo að bjórar fái séns (eins og þessi þurfti greinilega á að halda).
User avatar
haukur_heidar
Villigerill
Posts: 25
Joined: 11. Feb 2011 19:11
Contact:

Re: Gæðingur Lager

Post by haukur_heidar »

ef þeir voru með IPA á Hólasumbli að þá ÞARF hann að fara í sölu, það er glatað IPA úrval hérna en talsvert mikið af humlahausum sem væru til í að kaupa hann

annars keypti ég mér einn lager í sumar, fannst hann svo vondur að ég hellti honum, fannst hann álíka þunnur og lélegur eins og nafni hans frá Víking. Þarf greinilega að smakka aftur, sérstaklega ef menn eru að líkja honum við ameríska lagera
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Gæðingur Lager

Post by gunnarolis »

Ég er ekki jafn hrifinn af honum og margir hérna að ofan. Mér fannst moldarbragð af honum, nú veit ég ekki hvort þeir eru með enska humla í honum eða hvernig það er, en það gæti verið ofmagn earthy humla.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Re: Gæðingur Lager

Post by bjarkith »

Mér fannst hann öðruvísi, það var eitthvað bragð þarna sem mér fannst skrítið, mögulega þessi earthy humlar, en ég fílaði það, fannst þetta bara fanntagóður bjór.
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
asgeir
Villigerill
Posts: 23
Joined: 9. Apr 2010 20:25

Re: Gæðingur Lager

Post by asgeir »

Mér fannst þessi ekki sérlega góður þegar ég smakkaði fyrstu flöskurnar af honum. En ég var að bragða á honum aftur núna og verð að segja að þetta er fínasti bjór hjá þeim...
Post Reply