Page 1 of 1

Kaldi - Dökkur

Posted: 16. Jun 2009 10:34
by hallur
Ég hef í seinni tíð verið meira fyrir bjóra sem eru millidökkir (þ.e.a.s. milli lager og stout). Lengi vel drakk ég sterkan Faxe festbok sem er millidökkur 7,7%. Maður varð vissulega fullur af honum en minni þynnka var af honum en venjulegum lager. Svo fékk ég nóg af Faxa gamla þar sem mér fannst of mikið álbragð af honum enda bara til í dósum... a.m.k. hér á landi. Þá fann ég í einhverri vínbúðinni á lítt áberandi stað Kalda - dökkan. Ég keypti eina kippu og keyrði með hana heim (n.b. ég bý í 7 mínútna göngufæri frá vínbúð). Eins og allir heiðvirðir heimilisfeður þá setti ég bara þrjár flöskur inn í ísskáp til að þurfa ekki að henda út mjólk og öðrum óþarfa matvælum. Svo opnaði ég fyrstu flösku um kvöldið. Venjulega hafði ég sturtað í mig bara hugsunarlaust án þess eiginlega svo mikið sem vilja spá í bragðinu en þarna var kominn bjór með bragði sem heillaði mig gjörsamlega. Ég drakk rólega og smjattaði á honum. Dálítið beiskur en samt mildur og góður. Bragðið er mjög jafnt og ekki þrúgandi. Ég drakk hann reyndar alltaf beint úr flösku fyrst en þegar mér áskotnuðust Kalda-glös þá hafa þau verið notuð æ síðan. Það er áberandi munur á því hvort maður drekkur hann úr flösku eða glasi. Í flöskunni er hann pínu ágengur en án þess samt að vera með leiðindi þegar ca. 1/4 er eftir. Þegar hann er kominn í glasið er hann orðinn fullkominn alla leið. Kaldi - Dökkur er að mínu mati með passlegu gosmagni og þokkalega bragðmikill þrátt fyrir að vera með mildu bragði. Það sem kom mér síðan mest á óvart er að í Kalda (bæði ljósum og dökkum) er ekkert ger. Það er kannski þess vegna sem ég verð ekkert þunnur af þeim dökka...

En Kaldi - Dökkur fær 9 af 10 mögulegum hjá mér.

Re: Kaldi - Dökkur

Posted: 16. Jun 2009 10:47
by Stulli
hallur wrote:Það sem kom mér síðan mest á óvart er að í Kalda (bæði ljósum og dökkum) er ekkert ger. Það er kannski þess vegna sem ég verð ekkert þunnur af þeim dökka...
Hvað meinarðu með að það sé ekkert ger? Bjórinn er gerjaður, bjórinn er síðan síaður, þal er ekkert ger í bjórnum eða í flöskunni, rétt einsog 98% af öllum bjórum í heiminum. Bjórar sem að eru með ger í flöskunni hafa botnfall, ef að maður hellir rétt er lítið sem ekkert ger í bjórnum. Það er hægt að telja fjöldann af svoleiðis bjórum sem að fást í ríkinu með fingrum annarar handar ;)

Re: Kaldi - Dökkur

Posted: 16. Jun 2009 11:13
by hallur
Ég hélt líka að bjór væri gerjaður. En bæði samkvæmt upplýsingum frá Brugghúsinu á Árskógsströnd þá er ekkert ger a.m.k. í þeim dökka og ef maður skoðar innihaldslýsingu á flöskunum þá er hvergi talað um ger.

Re: Kaldi - Dökkur

Posted: 16. Jun 2009 11:26
by Stulli
Sko ég held ekki að bjór sé gerjaður. Ég veit að bjór er gerjaður :D

Hvort sem að þeir á Árskógsströnd gleymdu að bæta við að í bjórnum þeirra sé ger eða viljandi sleppa þeim upplýsingum, þá þýðir það ekki að það sé ekki ger í bjórnum.

Ger er eitt af 4 aðal-hráefnum í bjór og að mínu mati eitt það magnaðasta, hin hráefnin eru nú líka samt mögnuð :beer:

Hinsvegar einsog ég sagði áðan, þá er ekki ger (eða amk mjög mjög mjög mjög lítið) í bjórnum sem að er í flöskunni sem að þú leggur að þínum vörum.

Re: Kaldi - Dökkur

Posted: 16. Jun 2009 13:50
by hallur
Ekki ætla ég að deila við sérfræðinginn, langt því frá. En það væri gaman hreinlega að fara helgarferð norður og skoða verksmiðjuna og fá útlistingar á því hvernig þeir gera þetta og svo smakka. En svoleiðis ævintýri útheimtir tvennt, ferðir og gistingu og það kostar peninga... En djeskoti væri það gaman.

Re: Kaldi - Dökkur

Posted: 17. Jun 2009 01:01
by sigurjon
Ég sé að þú ert fljótur að geta þér gott orð hér á spjallinu Hallur...

Re: Kaldi - Dökkur

Posted: 17. Jun 2009 01:46
by hallur
Það er um að gera að láta bera á sér svo maður gleymist ekki... :vindill:
:beer:

Re: Kaldi - Dökkur

Posted: 17. Jun 2009 10:23
by Eyvindur
Já, eins og Stulli segir er ekki möguleiki að búa til bjór án gers, en um leið eru bjórar sem fara í sölu í 98% tilfella síaðir.

Hins vegar er þetta öfugt með gerið en þú heldur. Ef bjórinn er ósíaður (og þar af leiðandi með smá lifandi geri) ætti hann síður að valda timburmönnum. Þynnka er ekki síst skortur á B vítamíni, en ger er einmitt stútfullt af því.

Re: Kaldi - Dökkur

Posted: 17. Jun 2009 14:16
by sigurjon
Bara svo að það sé á hreinu, er ég alveg sammála höfundi. Dökkur Kaldi er einn af uppáhalds...

Re: Kaldi - Dökkur

Posted: 18. Jun 2009 01:22
by Andri
Hann er helvíti fínn, en eins og þessir fyrir ofan mig hafa sagt þá er allt áfengi sem er ætlað til drykkju er gerjað.
Það er hægt að framleiða áfengi með öðrum leiðum samt, las um að það er hægt að sýruþvo ethylene einhvernvegin. Minnir að Faraday gerði það fyrstur manna.

Ger, "Trub" eða prótín & annað rusl sem fellur á botninn & "Diatomaceous earth" sem er notað til að filtera bjórinn.
Image

ger utan á vínberjum :vindill:
Image

ah djöfull er ég að sötra góðann heimabruggaðann lager :]

Re: Kaldi - Dökkur

Posted: 18. Jun 2009 01:23
by Andri
ps afsakið stærðina á myndinni :shock: :?

Re: Kaldi - Dökkur

Posted: 4. Jul 2009 06:55
by nIceguy
Heheh mjög skemmtilegar umræður, það er rétt það er venja að taka fram öll 4 grunnhráefnin á flöskunum en ég sé að þeir taka ekki fram gerið. Heheh þeir hafa gleymt því og líklega aldrei tekið eftir því. Þeir eru einfaldlega með ófullnægjandi upplýsingar á umbúðum sínum, ekki gott.

Re: Kaldi - Dökkur

Posted: 4. Jul 2009 07:07
by nIceguy
Hallur, ertu búinn að kíkja inn á http://www.bjorbok.net/NBIslandsHornid.htm og gefa þessum bjórum einkunn sem þú hefur smakkað? Kíktu endileg á það.

Re: Kaldi - Dökkur

Posted: 17. Jan 2011 16:59
by flang3r
Einn af mínum uppáhalds. Leiðinlegt að þeir hafi klikkað á að skella gerinu í innihaldið þrátt fyrir lítið innihald.
Rétt skal vera rétt!

Re: Kaldi - Dökkur

Posted: 15. Feb 2011 20:09
by Allipalli
Alveg sammála þessu, hlutirnir sem eru að gerast þarna á árskógssandi eru hreint út sagt frábærir,
Ég fór hinsvegar í kynningu þarna um daginn og var með vangaveltur einmitt vegna þess að ég sá ekkert um gerinnihald á flöskunum, þeir sögðu að gerið eftir síun væri sama og sem ekki neitt, þannig að þeir sleppa við að sitja það í innihaldslýsingu.
svo tók ég eftir því að ég sé ekkert "ger" á öllum hinum íslenskum lagerumbúðum.

Re: Kaldi - Dökkur

Posted: 15. Feb 2011 22:16
by Eyvindur
Mjög undarlegt, þar sem það verður alltaf eitthvað eftir, jafnvel þótt það sé bara snefill af geri, og það getur skipt sköpum fyrir fólk með ofnæmi. Ég á til dæmis vinkonu með gerofnæmi, og bjór fer frekar illa í hana, þótt hann sé síaður.