Páskabjórinn Lilja

Deildu skoðun þinni á drykk sem þú hefur nýlega smakkað. Eða segðu frá skemmtilegum stað sem þú heimsóttir.
Forum rules
Endilega komdu með þína skoðun á drykk sem þú hefur smakkað nýlega. Munið bara eitt. Berum virðingu fyrir öllum drykkjum.
Post Reply
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Páskabjórinn Lilja

Post by sigurdur »

Ég er því miður ekki búinn að geta keypt mér bjór í ríkinu í töluverðan tíma.
Ég hef áhuga á að vita hvernig ykkur fannst hann?
Skv. lýsingu þá er hann koparlitaður og þurrhumlaður með amarillo.

Ein lýsing frá manni sem smakkaði hann var "ég er viss um að það hafi verið hass í honum".

Hafið þið smakkað hann?
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Páskabjórinn Lilja

Post by Classic »

Búinn að smakka, og finnst eiginlega synd og skömm að þetta sé bara tímabundin framleiðsla. Amarillo í aðalhlutverki, en maltið ber humlana vel uppi án þess að þó beri mikið á því. Humlavalið gerir hann skiljanlega svipaðan Úlfi bæði í nefi og á tungu, bara léttari. Fyrir minn smekk alveg frábær, enda amerískir ölstílar í sérstöku uppáhaldi hjá mér.
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
gosi
Gáfnagerill
Posts: 254
Joined: 9. Oct 2009 20:32

Re: Páskabjórinn Lilja

Post by gosi »

Ég verð að vera sammála fyrri ræðumanni.
Bjórinn er skuggalega líkur Úlfi.
Ég get ekki sagt að ég sé með mikið nef fyrir brögðum en
ég veit að Úlfur og Lilja, þau eiga í ástarsambandi.
Það var það fyrsta sem ég tók eftir. Annars mjög góður bjór.

Búnaðurinn: 33L stálpottur, 3500W, kælispírall, humlakönguló, BIAB poki, Stýribox og 12v dæla.

Bruggað áður: 2xBeeCave, 2xBrúðkaupsöl, 2xCentennial Blonde, Hvítur Sloppur, DrSmurto's Golden Ale, 2xVienna Simcoe SMASH, 20L StarterKölsch,Neals Kölsch
Í gerjun:
Á flöskum:
Á kút:
User avatar
Diazepam
Villigerill
Posts: 38
Joined: 9. Mar 2010 13:54
Location: Hafnarfjörður

Re: Páskabjórinn Lilja

Post by Diazepam »

Ég er búinn að smakka hann rækilega. Tók eina helgi í það. Fyrra kvöldið smakkaði ég einn og var býsna ánægður með hann, þótti hann góður. Seinna kvöldið smakkaði ég 3 og fékk alveg nóg af honum.

Ég er einföld sál þegar kemur að því hvað mér finnst gott. Ég treysti mér einungis til að flokka bjóra í tvo flokka:
1) Þeir sem ég get bara drukkið einn hverju sinni
2) Þeir bjórar sem ég get drukkuð 1+ hverju sinni.

Mín Liljan fríð fellur því miður í fyrri flokkinn.
jonhrafn
Villigerill
Posts: 4
Joined: 24. Mar 2011 23:45

Re: Páskabjórinn Lilja

Post by jonhrafn »

Finnst þessi bjór vera aðeins yfir strikið í humlamagni. Eftirbragðið er samt gott. En ég hugsa að maður myndi nú ekki renna mörgum niður á sama kvöldi.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Páskabjórinn Lilja

Post by Idle »

Ég er sammála Classic í nær öllu; Lilja er mjög ljúffengt öl. Það er nokkuð frá því liðið að ég bragðaði Lilju og Úlf, en í minningunni eru þeir alls ekki svo líkir. Í Úlfi fann ég fremur Cascade eða Centennial, en Lilja er augljós Amarillo gleðigjafi.

Lilja er öl sem ég vildi gjarnan geta keypt allan ársins hring. :skal:
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Páskabjórinn Lilja

Post by halldor »

Idle wrote:Lilja er öl sem ég vildi gjarnan geta keypt allan ársins hring. :skal:
Já Ölvisholt... þetta er áskorun ef þið voruð að velta því fyrir ykkur :)
Plimmó Brugghús
Post Reply