Bedarö Bitter

Deildu skoðun þinni á drykk sem þú hefur nýlega smakkað. Eða segðu frá skemmtilegum stað sem þú heimsóttir.
Forum rules
Endilega komdu með þína skoðun á drykk sem þú hefur smakkað nýlega. Munið bara eitt. Berum virðingu fyrir öllum drykkjum.
Post Reply
User avatar
aki
Kraftagerill
Posts: 90
Joined: 8. Sep 2009 10:42

Bedarö Bitter

Post by aki »

Sterkur (4.5%) bitter frá Nynäshamns Ångbryggeri (http://www.nyab.se). Þetta er örbrugghús stofnað 1997 í Nynäshamn sunnan við Stokkhólm. Bedarö er fyrsta ölið sem brugghúsið framleiddi og hefur unnið til einhverra sænskra verðlauna.

Image
Flaskan er ekki sérstaklega aðlaðandi en innihaldið þeim mun betra. Þessi stóð hiklaust upp úr í ferðinni. Glæsilegur Cascade og Chinook bragðvöndur, ferskur, léttleikandi og ljós. Mikið kolsýrður sem á fullkomlega við í þessu tilviki og leysir humlabragðið úr læðingi í nefi og munni. Ég var virkilega sáttur við þennan bjór og það er ekki bara af því að ég er með bitter á heilanum :fagun: . Einkunn: 4/5.
Í gerjun: Ekkert
Á flöskum: ESB
Á teikniborðinu: Jólabjór
Post Reply