La Trappe - Witte Trappist

Deildu skoðun þinni á drykk sem þú hefur nýlega smakkað. Eða segðu frá skemmtilegum stað sem þú heimsóttir.
Forum rules
Endilega komdu með þína skoðun á drykk sem þú hefur smakkað nýlega. Munið bara eitt. Berum virðingu fyrir öllum drykkjum.
Post Reply
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

La Trappe - Witte Trappist

Post by anton »

með mikla fyllingu en létt yfirbragð. Mér finnst ég alltaf finna mikinn ávöxt í eftirbragð, en það fer mikið eftir hitastiginu hvaða ávöxtur það er. Alveg einstaklega góður karakter í þessum - klárlega einn af góðkunningjum mínum!

Kaupi alltaf meira og meira og meira af þessum ljúfling...
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: La Trappe - Witte Trappist

Post by Idle »

Svolítið skýjaður (ágætt að velta flöskunni aðeins áður en hellt er í glas), , líkt og vera ber. Ljósgullinn, þokkalegur haus sem endist nógu lengi til að skilja eftir sig slæður niðureftir glasinu.
Ilmar af sítrónu, negul, appelsínu, og örlítill vottur af kryddi. Bragðið er nær því eins, en fyllingin kemur á óvart. Kryddaðir undirtónar nægja til að mynda þokkalegt jafnvægi við örlítið sætan keim hveitisins. Auðdrekkanlegur, og mæli með honum.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: La Trappe - Witte Trappist

Post by anton »

ahh, þarna kom það. Ég sé að af einhverjum óskiljanlegum ástæðum þá klipptist fremst af því sem ég skrifaði, en þar stóð einmitt "Ég hef ekki farið í handleiðslu í að meta bjór, en verð að minnast á þennan eftir bestu getu"
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: La Trappe - Witte Trappist

Post by Idle »

Vildi þannig til að ég splæsti einum á mig í dag, svo hann var í fersku minni. :)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Post Reply