Zwickl?

Deildu skoðun þinni á drykk sem þú hefur nýlega smakkað. Eða segðu frá skemmtilegum stað sem þú heimsóttir.
Forum rules
Endilega komdu með þína skoðun á drykk sem þú hefur smakkað nýlega. Munið bara eitt. Berum virðingu fyrir öllum drykkjum.
Post Reply
User avatar
olihelgi
Villigerill
Posts: 34
Joined: 11. May 2009 21:21

Zwickl?

Post by olihelgi »

Sæl veriði.

Er staddur í Vín og notaði tímann skynsamlega, drakk ógrynni af bjór á meðan ég var hérna.

Ég var ansi blautur á bakvið eyrun hvað austurrískan bjór varðar, ég bragðaði á Zipfer Urtyp 1998 en það er allt og sumt. Það er rétt að taka það fram að ég er enginn wit maður, svo einfalt er það og það er efni í nýjan þráð ;)

En svo prófaði ég Gösser Zwickl og var bara mjög sáttur. Alkohólprósentan aðeins hærri en í hinum bjórunum hér og bragðið meira.

Ef að þið eigið leið í Austurríki þá skora ég á ykkur að prófa Zwickl, eða Kellerbier eins og þessi stíll er oft borinn saman við, en hann er bara nokkuð góður. Schweachter Zwickl er t.d. mjög fínn og Gösser Zwickl fæst ansi víða.

Kveðja frá Austurríki,
Óli Helgi.
Post Reply