Gussi - Kynning

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
Gussi
Villigerill
Posts: 1
Joined: 15. Mar 2017 23:05

Gussi - Kynning

Post by Gussi »

Gunnar heyti ég, er kallaður Gussi og er tiltörulega nýr í þessu öllu.
Ég ákvað um áramótin að láta loksins verða að þessu og demba mér í þetta.
Fann inni á Brew.is kit sem ég ætlaði að kaupa og ein mánaðarmótin átti ég budget til þess láta verða af því.

Ég lagð þái inn pöntun í gegnum heimasíðuna fyrir kittinu, ásamt allskonar aukahlutum sem ég vissi ekkert hvort ég þurfti eða ekki en litu svona líka rosalega töff út.
Svo sé ég á facebook að Hrafnkell er veikur akkurat þegar ég ætlaði að fara að sækja pöntunina...það er á föstudegi ef ég man rétt.
Hvort að ég hringdi ekki líka og double tékkaði hvort hann gæti mögulega samt reddað mér...

Ég eyddi þá allir helginni í að horfa á ÖLL (næstum því örugglega) homebrewing video á youtube.
Ég tók fljótlega eftir því að sumir af þessum gæjum voru að fá sendar græjur til þess að prufa, reviewa og svona...
Svo tók ég eftir því að þeir voru margir með færri subscribers en ég!
Nei andskotinn hugsaði ég...Þetta gæti ég auðveldlega gert...og betur!

Ég setti þá saman smá email, talaði soldið um hvað ég væri frábær gaur, að ég byggi á Íslandi og svona allskonar fínt.
Svo einhvern veginn fann ég kjarkinn til að senda þetta á nokkra framleiðendur bjórgræja...
Í versta falli fengi ég ekki einu sinni svar hugsaði ég og skammaðist mín örlítið fyrir að reyna betla dót...

Heyrðu, á mánudags morgun var ég bara kominn með nokkur bara semi jákvæð svör!
En enginn sem beit á agnið...jæja kúl hugsaði ég bara og pældi ekkert meir í því...Ég sæki þá bara kittið hjá Hrafnkell í dag ef hann er orðinn hress.

Svo er náttúrulega brjálað að gera í vinnuni, yfirvinna og nice svo að ég kemst ekkert í nokkra daga.

Svo fæ ég einn daginn email frá þýskalandi.
Þar er Marcel hjá fyrirtæki sem heyti Speidel sem hafði fenginn póstinn minn forwardaðann á sig,
hann skoðaði önnur video frá mér á youtube og leist bara svona vel á þvæluna sem ég skrifaði.
Hann semsagt bauð mér að eignast Braumeiste 20L fyrir að búa til video fyrir þá.

Fokk!

Ég fæ sendann Braumeisterinn, borgaði 60kll í tollinum sem var gott á mig því að kittið sem ég ætlaði að kaupa af Hrafnkelli hefði kostað 30þús.
En maður lifandi hvað þetta er æðisleg græja!
...Ég að vísu hef ekki samanburðinn við plast tunnuna með hraðsuðuketils elamentinu en vá hvað þetta er mikil snilld!

Hér er svo vídeóið sem ég bjó til fyrir Speidel:
https://www.youtube.com/watch?v=b-2_OGilRsE&t=1s

Mér skylst að það verði sýnt á einhverju tradeshowi í Þýskalandi núna í September sem er mjög skemmtilegt.

PS. Sorry Hrafnkell að ég sótti aldrei pöntunina!
Sindri
Kraftagerill
Posts: 118
Joined: 9. Mar 2013 11:39

Re: Gussi - Kynning

Post by Sindri »

Vel gert! :D Flott video
Á flösku: Sindness (Guinness clone), Hvítvín & Rauðvín
Á kút: #Yolo v3.5 Imperial stout með eik og koníaki
Í gerjun: Ekkert.....
To do: Alltof mikið.....
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Gussi - Kynning

Post by helgibelgi »

Þetta er bara snilld!
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Gussi - Kynning

Post by æpíei »

Frábært! Ég sjálfur uppfærði úr plastinu í Braumeister eftir nokkra mánuði og það breytti öllu. Þó svo nokkrir aðrir framleiðendur séu nú komnir með svipaðar græjur þá stenst enginn þeirra fyllilega samanburð. Nú er bara málið hjá þér að prófa þig áfram í brugginu, prófa mismunandi stíla og safna pening, því þetta vindur hratt upp á sig. ;) Kútar, kónical, atvinnumennskan... ég þekki það allt!
Post Reply