Áhugasamur nýliði

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
ornshalld
Villigerill
Posts: 5
Joined: 6. Jul 2016 18:59

Áhugasamur nýliði

Post by ornshalld »

Góðan daginn gott fólk :)

Var að fjárfesta í byrjendapakkanum frá Brew.is. Ég hef lengi haft áhuga á bjór og finnst hann góður. Mest þó verið að súpa af "main stream" bjórum ef svo má kalla, en líka verið til í að kanna nýjar áttir. Undanfarin ár hef ég mest drukkið af Tuborg Classic eins og kannski margir en líka nokkuð af bjórum eins og Einstök pale ale, hveitibjórum svo fátt eitt sé nefnt. Ég er búinn að vera rúlla í gegnum þræðina hérna sem og þær síður sem sérhæfa sig í þessu. Þetta er greinilega ótrúlega fjölbreytt og spennandi. Mig langar að geta bruggað lager bjór í framtíðinni en það þarfnast greinilega nokkuð nákvæmrar hitastýringar á gerjuninni. Ég er því nokkuð forvitinn um það hvernig fólk er að snúa sér í þeim málum. Einnig er gaman og gott að fá ábendingar um góða auðdrekkanlega bjóra(fyrir konuna) :) líka. Og talandi um konuna þá hafði ég ætlað mér líka að smella í hvítvín og því væri frábært að fá einhverjar leiðbeiningar varðandi það. Hún er mest fyrir millisætt létt hvítvín.

Með von um skemmtilegar og fróðlegar umræður. Mikið hlakka ég til :)

kv Örn
MargretAsgerdur
Villigerill
Posts: 41
Joined: 5. May 2015 12:15

Re: Áhugasamur nýliði

Post by MargretAsgerdur »

Ég hef nokkrum sinnum gert hvítvín og ég fer alltaf í Ámuna og spyr þá. Ég myndi samt alltaf taka allavegana 10L þrúgu, hrikalegur gæða munur. Annars er mjög einfalt að gera vín og allar leiðbeiningar fylgja með. Reyndu samt að verða þér úti um góðan korkara fyrir það.

Varðandi bjórinn geturu prófað að gera t.d. cream ale þangað til þú kemur þér upp hitastýringu fyrir lagergerð. Flesta lagera er alveg hægt að gera sem öl (og nota þá ölger, þó það sé ekki heilagt) en það er að sjálfsögðu munur á því. Svona 90% af okkur með hitastýringu eru annað hvort með ísskáp eða frystikistu og svo hitastýringu fyrir það, en þeir fást mjög ódýrir á bland öðru hvoru. Alls ekkert vesen að verða sér úti um þannig og mjög einfalt ef þú ert með plássið.

En varðandi auðdrykkjanlegan bjór fyrir konuna (eða hópa) þá finnst mér alltaf solid að gera bara pale ale, oft þurrhumlaða eða mikið late addition. Það er líka mjög fínt að gera hveitibjór, blonde eða jafnvel saison.
Fyrrverandi forynja Fágunar
ornshalld
Villigerill
Posts: 5
Joined: 6. Jul 2016 18:59

Re: Áhugasamur nýliði

Post by ornshalld »

Sæl

Miklar þakkir fyrir þetta innlegg. Það er frábært að fá svona ráðleggingar. Ég ætla að henda í fyrstu lögun um helgina og hlakka mikið til. Það verður líklega Bee cave APA. Mér skilst að það sé nokkuð góður bjór að brugga svona í fyrstu atrennu og hann sé síðan eitthvað sem maður á á lager. ÉG held að lagerbjórarnir fái að bíða enn um sinn þangað til græju nörda skapurinn tekur yfir :).
Ég hlakka til að gera þetta og ætla að skipuleggja mig vel og passa vel upp á hreinlætið.

En takk fyrir þetta enn og aftur. Ég á örugglega eftir að smella á ykkur spurningum í framtíðinni.

kv örn
Post Reply