dadi

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
dadi
Villigerill
Posts: 5
Joined: 1. Oct 2009 07:17

dadi

Post by dadi »

Sælir,

Hvar skal byrja? Nú er ég bara ungur tittur en hef rosalegan áhuga á þessu öllu saman. Verð nú að viðurkenna að fyrir tveimur árum var ég Viking gylltur maður en fór að vinna í Heiðrúnu og það hefur sem betur fer breyst.

Annars hef ég rosalegan áhuga einnig á bruggun. Ætla þó bara að lesa mig til og sanka að mér vitneskju og búnaði þar til næsta sumar en þá er ég í fæðingarorlofi og hef vonandi meiri tíma þá en núna með pínulítinn stubb og á kafi í Háskólanum.

Eitthvað meira eða? En annars vil ég spyrja, ef þið ættuð að gefa mér eitt ráð þá væri það? (Eða ef þið eruð í gjafmildu/jólaskapi fleiri hehe)
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: dadi

Post by Idle »

Sæll og vertu velkominn!

Mitt ráð er þolinmæði. :)

Ég reikna með að bjórgerðin höfði til þín, fyrst þú nefnir Víking Gull. Þá myndi ég drífa mig í að smakka sem flestar tegundir bjórs og átta mig á því hvað þér fellur best, lesa mér eitthvað til um þá stíla og læra hvað greinir þá frá öðrum. Safna búnaði og þekkingu eins og þú nefndir sjálfur. Svo er um að gera að láta spurningunum rigna, því hér leynast ýmsir viskubrunnar (misfullir af öli hverju sinni). :skal:
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
dadi
Villigerill
Posts: 5
Joined: 1. Oct 2009 07:17

Re: dadi

Post by dadi »

Já, þolinmæði er mitt millinafn hehe.

En já, ég var semsagt að meina að VG var minn uppáhalds en eins og er eru einunigs örfáar tegundir sem ég hef ekki smakkað í gegnum mína tíð í Heiðrúnu og
í svona "beerology" er ég mjög góður. Enda notaður í bjórráðgjöf og í miklu uppáhaldi hjá vínráðgjöfum.

Annars líst mér svakalega vel á þetta. Mig minnir að það var Abraham Lincoln sem sagði "Beer is the reason we know God loves us" eða eitthvað þvíumlík. Nokkuð til í því.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: dadi

Post by Eyvindur »

Sæll og velkominn.

Það var reyndar Benjamin Franklin sem sagði: "Beer is proof that God loves us and wants us to be happy."

Ef ég ætti að gefa þér eitt ráð er það að láta tímann ekki þvælast of mikið fyrir þér. Það er allt of auðvelt að fresta þessu út í hið óendanlega. Trúðu mér, ég var brugglaus í níu mánuði vegna þess að nýja aðstaðan var ekki tilbúin, ég hafði ekki tíma, og þar fram eftir götunum. Það er alltaf eitthvað. En maður getur tekið sér tíma í svo margt annað, af hverju ekki þetta?
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: dadi

Post by Andri »

Velkominn.
Öll tól þurfa að vera hrein þannig að vínið/bjórinn sýkist ekki af einhverjum bakteríum eða öðrum gerlum sem maður vill ekki.
Ég hef ekki enn lent í því að fá sýkingu í bjórinn en ég væri ekki til í að eiga edik bjór.

Þegar þú ert að fara að brugga þá skaltu plana nákvæmlega hvað þú ert að fara að gera þannig að það vanti ekki hluti, slæmt að vera búinn að brugga og gerið er dautt. Hafa öll tólin tilbúin og hrein.

nauðsynleg tól að mínu mati:
Fínt að eiga mæliglas fyrir sykurflotvogina, þægilegra að lesa af henni.
Gott að eiga vínþjóf þegar gerjun er byrjuð og þú vilt vita á hvaða stig hún er komin.
Þægilegt að hafa autosiphon til að fleyta vökvanum í næsta ílát.

Ekki spara peningana, ef þú kaupir örbylgjupítsu máttu ekki búast við því að fá slefandi góða eldbakaða pítsu úr örbylgjuofninum.. mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
dadi
Villigerill
Posts: 5
Joined: 1. Oct 2009 07:17

Re: dadi

Post by dadi »

Glæsilegt, takk fyrir góð ráð strákar mínir. Helvítis Benni átti þetta, ah þú fattaðir þó hvað ég var að tala um :)

Annars skil ég þetta með tímann, en það er ekki svo mikið tíminn heldur peningarnir enda er ég alveg sammála flatbökukenningunni hans Andra.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: dadi

Post by sigurdur »

Velkominn.

Mitt ráð til þín er að gera ráð fyrir miklum útgjöldum á meðan þú ert að byrja bruggið.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: dadi

Post by Eyvindur »

Á móti er mitt ráð að leggjast í rannsóknir á ódýrustu leiðinni. Fyrir utan pott og þetta allra nauðsynlegasta (gerjunarfötur, flotvog, hitamæli...) kostar þetta sáralítið. Hráefnið er hræódýrt ef þú kaupir það af ÖB (reiknast til að hver lögun kosti svipað og eitt Cooper's kit) og það er alls ekki dýrt að koma sér upp meskikeri. Drífðu þig núna í að kaupa kælibox, því þú færð það ekki í vetur. Þau eru næstum gefins þessa dagana.

Ég myndi byrja á því að tala við alla sem þú þekkir (og jafnvel fólk sem þú þekkir ekki) og reyna að hafa uppi á stórum potti. Ef þú finnur 30l+ pott sem þú getur fengið gefins/lánaðan/ódýran ertu hálfnaður.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
dadi
Villigerill
Posts: 5
Joined: 1. Oct 2009 07:17

Re: dadi

Post by dadi »

Já kælibox. Hversu stór svoleiðis eru menn að nota? 12v - 21L, ætti það ekki að duga?
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: dadi

Post by Eyvindur »

Þú notar auðvitað ekki rafmagnskælibox. Ég myndi velja örlítið stærra. Ég er að nota 35l. 21l væri nóg í flestum tilfellum, en það er ágætt að hafa það stærra, ef maður skyldi vilja gera stærri lögun eða stærri bjór.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
nIceguy
Kraftagerill
Posts: 117
Joined: 12. May 2009 05:23
Location: Århus Danmark
Contact:

Re: dadi

Post by nIceguy »

Velkominn Daði!
Bjórnörd med meiru.
Eftirfarandi sanna mál mitt:
http://www.bjorbok.net/NBIslandsHornid.htm" onclick="window.open(this.href);return false; - Bjór á Íslandi
http://www.bjorbok.net" onclick="window.open(this.href);return false; - bjórsíðan mín
http://www.bjorbok.net/nicebrew.htm" onclick="window.open(this.href);return false; - bruggsíðan mín
Post Reply