Nýliði kominn á kreik

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.

Nýliði kominn á kreik

Postby Sevedrir » 30. Nov 2015 11:01

Komið þið öll sæl og blessuð!

Sigurður heiti ég, og er glænýr í brugghobbíinu.
Ég hef mest verið að dútla mér í mjaðarbruggi og ciderbruggi fram að þessu, en ég hef því miður takmarkaðann áhuga á bjórbruggun einfaldlega út af eigin bragðlaukum :oops:
En ég hlakka til að kynnast fólkinu á Fágun sem fyrst og dýfa mér headfirst eins og þeir segja í heim heimabruggsins. :D

Með kveðju,
Siggi
Veigar Óðins flæða senn,
Veigar Óðins mega enn,
Drekka frændur,
Sem og fjendur,
Og gleðjast yfir miði góðum.
User avatar
Sevedrir
Villigerill
 
Posts: 9
Joined: 30. Nov 2015 01:33

Re: Nýliði kominn á kreik

Postby hrafnkell » 30. Nov 2015 11:38

Velkominn

Það er fullt af fólki hér sem er að dunda sér í miði og cider :)
hrafnkell
Æðstigerill
 
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik

Re: Nýliði kominn á kreik

Postby æpíei » 30. Nov 2015 14:13

Tek undir það. Það er alltaf gaman að heyra frá fólki sem stundar það. Vonandi fáum við að smakka hjá þér við tækifæri.
User avatar
æpíei
Undragerill
 
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Nýliði kominn á kreik

Postby Sevedrir » 30. Nov 2015 17:27

Takk fyrir góðar móttökur. :D Akkúrat í kvöld er ég að fara að leggja í snöggan jólamjöð! Hunang, hlynsýróp, mandarínusafi og púðursykur veita sykurinnihaldið (hann verður mjög sætur), svo eftir gerjun verður bætt við kanil, negul og engiferi :)
Veigar Óðins flæða senn,
Veigar Óðins mega enn,
Drekka frændur,
Sem og fjendur,
Og gleðjast yfir miði góðum.
User avatar
Sevedrir
Villigerill
 
Posts: 9
Joined: 30. Nov 2015 01:33

Re: Nýliði kominn á kreik

Postby Herra Kristinn » 30. Nov 2015 21:18

öööööörgh....

Uppskrift? Aðferð? Gæði?
Herra Kristinn
Kraftagerill
 
Posts: 55
Joined: 21. Apr 2015 10:08
Location: Hafnarfjörður

Re: Nýliði kominn á kreik

Postby Sevedrir » 30. Nov 2015 22:25

Sko, ég notaði 1 líter (1200 grömm) af hunangi sem ég fékk í Pólsku búðinni á Smiðjuveginum. Ég notaði síðan hlynsírópið og púðursykurinn til að koma leginum upp í 1.100 S.G. Ég notaði 1/3 af 250 ml flösku af sýrópi, og örugglega 10 matskeiðar af púðursykri, en ég segi bara treystu flotvoginni. Svo kreisti ég safann úr tveim mandarínum útí. :D Svo setti ég útí 6 negulnagla, svo kem ég til með að setja kannski teskeið af engiferi, 1 1/2-2 tsk af kanil. Notaði Vintner's Harvest SN9 ciderger, sem hefur verið að gera góða hluti fyrir mig fram að þessu, en ég segi bara notaðu það ger sem þér þykir best. :)
Veigar Óðins flæða senn,
Veigar Óðins mega enn,
Drekka frændur,
Sem og fjendur,
Og gleðjast yfir miði góðum.
User avatar
Sevedrir
Villigerill
 
Posts: 9
Joined: 30. Nov 2015 01:33

Re: Nýliði kominn á kreik

Postby Herra Kristinn » 1. Dec 2015 08:24

Takk kærlega

Geri fastlega ráð fyrir að þetta fari allt saman út í vatn. Hversu mikið?
Herra Kristinn
Kraftagerill
 
Posts: 55
Joined: 21. Apr 2015 10:08
Location: Hafnarfjörður

Re: Nýliði kominn á kreik

Postby Sevedrir » 1. Dec 2015 19:48

1 lítri af hunangi gegn restinni af 1. gallon flösku, þ.e. 2.7 lítrar eða svo. Gerðu samt ráð fyrir auka sykrinum svo þú lendir ekki í því sem ég lenti í og endar uppi með meira en þú hafðir pláss í bruggíláti fyrir haha
Veigar Óðins flæða senn,
Veigar Óðins mega enn,
Drekka frændur,
Sem og fjendur,
Og gleðjast yfir miði góðum.
User avatar
Sevedrir
Villigerill
 
Posts: 9
Joined: 30. Nov 2015 01:33


Return to Sjálfskynning á meðlimum spjallborðsins

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 4 guests

cron