Nýr í BIAB

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
andrig
Villigerill
Posts: 28
Joined: 18. Oct 2010 10:17

Nýr í BIAB

Post by andrig »

Góðan daginn.
Hef skoðað þessa síðu í svoldin tíma og er núna svona að vinna í því að sanka að mér öllu sem ég þarf til að brugga.
Ælta mér að notast við BIAB þarsem ég bý í ekkert alltof stóru húsnæði og þetta virkar nokkuð þægileg leið.
Ég bý í Sviss og hérna getur reinst frekar erfitt að verða sér útum hitt og þetta, en ætla að skreppa yfir til Frakklands í vikunni og verða mér útum svona tunnu sem ég ætla að setja tvö hithöld úr hraðsuðukötlum, og PID stýringu við það.
Svona til að byrja með hversu mikilvægt er að hafa hringrásardælu? er ekki alveg nóg að hræra bara í þessu annaðslagið við meskingu?
Hvar er best að verða sér útum poka fyrir korn?
Hversu mikið af bjór má ég búast við úr hverri lögun svona c.a?

Mbk. Andri
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Nýr í BIAB

Post by helgibelgi »

andrig wrote:Svona til að byrja með hversu mikilvægt er að hafa hringrásardælu?
Ef þú ætlar að stjórna hitanum í meskingu með PID myndi ég segja að dæla væri möst til að halda hitastigi jöfnu alls staðar (ég hræri líka, þó ég sé með dælu, en ég er mjög paranoid miðað við aðra). Ef þú sleppir PID er dæla ekki nauðsynleg.
andrig wrote:Hvar er best að verða sér útum poka fyrir korn?
Erfitt að segja til um hvar þú færð þetta í Sviss, en hér á Íslandi hef ég keypt efnið í rúmfatalagernum, nylon gardínuefni. Svo læt ég sauma það fyrir mig
andrig wrote:Hversu mikið af bjór má ég búast við úr hverri lögun svona c.a?
.

Þetta fer bara eftir græjunum þínum og hvað þú vilt gera mikið í einu, en hefðbundna stærðin er ca. 20 lítrar. Ég brugga venjulega 20 lítra í 40 lítra pottnum mínum, en í 16 lítra pottnum mínum hef ég gert 5 lítra lagnir (og jafnvel 20 lítra lagnir, já það er hægt).
andrig
Villigerill
Posts: 28
Joined: 18. Oct 2010 10:17

Re: Nýr í BIAB

Post by andrig »

helgibelgi wrote:
andrig wrote:Hvar er best að verða sér útum poka fyrir korn?
Erfitt að segja til um hvar þú færð þetta í Sviss, en hér á Íslandi hef ég keypt efnið í rúmfatalagernum, nylon gardínuefni. Svo læt ég sauma það fyrir mig
Takk fyrir þetta
Var meira svona að meina á vereldarvefnum hvort það sé eitthvað sem menn mæla með frekar en annað.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Nýr í BIAB

Post by helgibelgi »

andrig wrote:
helgibelgi wrote:
andrig wrote:Hvar er best að verða sér útum poka fyrir korn?
Erfitt að segja til um hvar þú færð þetta í Sviss, en hér á Íslandi hef ég keypt efnið í rúmfatalagernum, nylon gardínuefni. Svo læt ég sauma það fyrir mig
Takk fyrir þetta
Var meira svona að meina á vereldarvefnum hvort það sé eitthvað sem menn mæla með frekar en annað.
já þú meinar, það eina sem ég veit um er þetta hér: http://www.brewinabag.com/" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;
andrig
Villigerill
Posts: 28
Joined: 18. Oct 2010 10:17

Re: Nýr í BIAB

Post by andrig »

Góðan daginn, planið er að brugga í fyrsta skiptið í dag.
Ég tók þá ákvörðun að kaupa tilbúna uppskrift svona fyrir fyrsta skiptið.
Ég fékk sendar leiðbeningar með þessu kitti en þær eru á þýsku
Það er bara eitt sem ég er að velta fyrir mér hversu mikið vatn á ég að nota? 24.7L?
Þau sendu mér líka leiðbeningar á ensku(ekki fyrir sama settup) til að bera saman
Mbk. Andri Þór
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Nýr í BIAB

Post by helgibelgi »

andrig wrote:Góðan daginn, planið er að brugga í fyrsta skiptið í dag.
Ég tók þá ákvörðun að kaupa tilbúna uppskrift svona fyrir fyrsta skiptið.
Ég fékk sendar leiðbeningar með þessu kitti en þær eru á þýsku
Það er bara eitt sem ég er að velta fyrir mér hversu mikið vatn á ég að nota? 24.7L?
Þau sendu mér líka leiðbeningar á ensku(ekki fyrir sama settup) til að bera saman
Mbk. Andri Þór
Mér sýnist uppskriftin þín gera ráð fyrir 20 lítrum í meskingu og síðan 10 lítrum til að ná upp í mashout = 30 lítrar total. Þessir 24,7 lítrar eru fyrir suðu. Sýnist þeir gera ráð fyrir að þú endir með 22 lítra í gerjunarfötuna og 19,8 lítra af hreinum bjór (eftir að ger, humlar og annað "drasl" sest á botninn). Endilega leiðrétta mig, þeir sem kunna þýsku, ef þetta er rangt hjá mér.
andrig
Villigerill
Posts: 28
Joined: 18. Oct 2010 10:17

Re: Nýr í BIAB

Post by andrig »

Takk kærlega, og þessir 10 lítrar við 78° hellt yfir kornið væntanlega
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Nýr í BIAB

Post by helgibelgi »

andrig wrote:Takk kærlega, og þessir 10 lítrar við 78° hellt yfir kornið væntanlega
Já sko, þú byrjar með 20 lítra + kornið. Vatnið þarf þá að vera örlítið heitara en target hitastig sem þú vilt meskja við, þú getur notað þessa reiknivél til að reikna út hversu heitt. Ef þú ætlar að taka mashout, þá myndirðu hita þessa 10 lítra upp í ákveðið hitastig (sem reiknivélin segir þér til um) og bæta við út í meskinguna til að ná upp í 77-78°C (ekki fara hærra en þetta). Leyfir þessu síðan að liggja í 5-10 mín og tekur pokann upp úr.

Annars er mashout skrefið ekki nauðsynlegt þannig séð, það auðveldar sykrunum, sæta vökvanum, að renna af korninu þegar þú lyftir. En þú getur líka bara lyft pokanum og skolað hann með þessu 77-78°C heitu vatni. Það sem ég geri oft þegar ég er einn að brugga, því þá er erfiðara að skola kornið (bara tvær hendur), að þá tek ég pokann alveg upp úr (læt dreypa af ofan í pottinn fyrst eins og ég nenni) og set síðan pokann ofan í gerjunarfötu eða annan pott. Síðan bæti ég við restina af vatninu þar (í þínu tilfelli 10 lítra, af 77°C) og hræri saman og hengi síðan upp og læt dreypa ofan í það ílát. Þá get ég hitað upp í suðu á meðan í suðupottinum, bæti síðan vökvanum við þegar pokinn er búinn að losa sig við vökvann. Það eru margar leiðir í þessu sporti.
andrig
Villigerill
Posts: 28
Joined: 18. Oct 2010 10:17

Re: Nýr í BIAB

Post by andrig »

Jæja er að klára að sjóða núna eftir 10 mín.
En er með talsvert meira vatn en átti að enda með eða 24L en ger pakkninginn sem er ég er með Wyeast 125ml sem stendur að sé fyrir 5Gallon
Er þetta nóg ger?
Mbk Andri
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Nýr í BIAB

Post by æpíei »

Hvað er gravity á þessu hjá þér? Wyeast miðar minnir mig við 20 lítra af 1.060 gravity virti. Ef þú ert undir 1.060 þá máttu vera með meira magn. Hins vegar gerir ekkert stórkostlega til ef það er aðeins of lítið af geri. Þetta er líklega allt í lagi hjá þér.
andrig
Villigerill
Posts: 28
Joined: 18. Oct 2010 10:17

Re: Nýr í BIAB

Post by andrig »

ég er með plato mæli og samkvæmt þessu var ég í 1.053O.G
sjáum hvað gerist takk fyrir hjálpina
andrig
Villigerill
Posts: 28
Joined: 18. Oct 2010 10:17

Re: Nýr í BIAB

Post by andrig »

Ég er búinn að vera að skoða aðeins þessa uppskrift,
Þeir segja "Reifung/Lagerung 4° C 20 Tage" sem google translate segir mér að sé Þroskun.
Hversu mikilvægt er að láta hann þroskast við 4°C vs stofu hita?
Ég hef ekki pláss til að geima bjórinn í ískáp í 20 daga, en hef hellings pláss til að geima hann við stofu hita
Mbk Andri
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Nýr í BIAB

Post by æpíei »

Þetta er ekki lager, heldur pale ale. Sem slíkan þar ekki að "lagera" hann eins og Þjóðverjinn er að stinga upp á. Hins vegar er gott að geyma þá í alla vega viku eftir átöppun við stofuhita til að þeir jafnist ("conditionast") aðeins. Ef þú kolsýrir í flöskum er það reyndar mikilvægt að gera það við stofuhita svo gerið haldi áfram í flöskunni. Ég myndi bara setja á flöskur eftir 2 vikur og geyma svo í alla vega viku við stofuhita. Þá ættir þú að vera góður.
Post Reply