Halló halló!!

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
einaroskarsson
Villigerill
Posts: 48
Joined: 16. Mar 2015 18:19

Halló halló!!

Post by einaroskarsson »

Sæl öll!

Kominn tími á að henda í eina sjálfskynningu þar sem mér sýnist ég vera kominn "past the point of no return" í þessu hobbýi :)

Einar heiti ég og byrjaði að brugga ásamt nokkrum vinum rétt fyrir síðustu áramót. Við splæstum saman nokkrir í byrjendapakka hjá brew.is í nóvember og fyrstu Bee Cave bjórarnir runnu ljúft niður um jólin (heilir 8 á mann!). Við bættum strax við kælispíral fyrir suðu nr 2 og bjórinn varð ennþá betri! Þá var ekki aftur snúið, bjórfélagið okkar ákvað að fara all in og kaupa risa pott til að geta bruggað þannig magn að hver og einn okkar fengi ca 20-25 bjóra úr hverri suðu. Hrafnkell seldi okkur 100L pott með tveimur 3500W elementum (stærri element hefðu kallað á stærri öryggi í bílskúrnum). Við fórum kannski full mikið fram úr sjálfum okkur, enda BIAB í 100L potti ekkert grín, en núna eigum við þennan myndarlega pott og reynslan tikkar inn með hverri suðu! Næst á dagskrá er einfaldur falskur botn og svo einhvers konar talíukerfi til að hífa upp meskipokann. Svo förum við að huga að hitastýringu fyrir meskingu með sumrinu þegar hlutafé í bjórfélaginu okkar verður aukið :)

Annars segi ég bara skál :beer:
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Halló halló!!

Post by æpíei »

Glæsilegt! Velkomnir/komin í hobbíið. Hlakka til að heyra meira af ykkar reynslu og niðurstöðum.
rdavidsson
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 25. Jan 2012 10:31

Re: Halló halló!!

Post by rdavidsson »

Velkominn Einar, ég get staðfest að fyrstu bjórarnir ykkar hafa lukkast vel :)

Væri ekki bara málið að útbúa falska botninn þannig að þið gerið híft pokann upp með honum, þ.e. húkkað talíunni í falska..? Hann þyrfti sennilega að vera í 3mm gataplötu eða álíka
Í gerjun: Dubbel
Á flöskum:
Á kút: Saison, Sænski IPA, Hveitibock
Á næstunni: Westvleteren 12
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Halló halló!!

Post by helgibelgi »

Velkominn á spjallið Einar :beer:
einaroskarsson
Villigerill
Posts: 48
Joined: 16. Mar 2015 18:19

Re: Halló halló!!

Post by einaroskarsson »

rdavidsson wrote:Velkominn Einar, ég get staðfest að fyrstu bjórarnir ykkar hafa lukkast vel :)

Væri ekki bara málið að útbúa falska botninn þannig að þið gerið híft pokann upp með honum, þ.e. húkkað talíunni í falska..? Hann þyrfti sennilega að vera í 3mm gataplötu eða álíka
Ekki slæm hugmynd! :)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Halló halló!!

Post by Eyvindur »

Ég fékk fjórfalda trissu í Verkfæralagernum fyrir ca. ári síðan. Kostaði sáralítið og hefur gagnast yndislega - ekkert mál að lyfta pokanum upp úr (að vísu bara með 72l pott, en þúst...).
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
einaroskarsson
Villigerill
Posts: 48
Joined: 16. Mar 2015 18:19

Re: Halló halló!!

Post by einaroskarsson »

Eyvindur wrote:Ég fékk fjórfalda trissu í Verkfæralagernum fyrir ca. ári síðan. Kostaði sáralítið og hefur gagnast yndislega - ekkert mál að lyfta pokanum upp úr (að vísu bara með 72l pott, en þúst...).
Snilld, ég tékka á þeim. Ertu þá að lyfta pokanum sjálfum með talíukerfinu? Eða ertu að krækja í falskan botn eins og Raggi stakk upp á??

Takk fyrir allar ábendingar og aðstoð! :beer:
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Halló halló!!

Post by Eyvindur »

Lyfti pokanum. Fékk extra fancy poka hjá Kela með lykkjum til að hengja á krókinn. Veit ekki hvort slíkt er ennþá í boði (tímafrekur andskoti), en það eru þá staðir erlendis sem bjóða allskonar.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Halló halló!!

Post by hrafnkell »

Já ég var á tímabili að sauma poka eins og á https://www.facebook.com/pages/CustomBIAB-Brew-Bags" onclick="window.open(this.href);return false; en gafst upp á því vegna tímaleysis - Tekur mig 30-60mín að sauma hvern poka. :)

Ég sé núna að custombiab eru líka hættir að afgreiða þá..
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Halló halló!!

Post by Eyvindur »

Held að http://www.brewinabag.com/" onclick="window.open(this.href);return false; sé með talíuvæna poka.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Funkalizer
Kraftagerill
Posts: 90
Joined: 18. Jun 2013 23:02

Re: Halló halló!!

Post by Funkalizer »

Vitið þið hvar, á Íslandi þá, er hægt að fá þessi bönd sem brewinabag.com notar ?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Halló halló!!

Post by hrafnkell »

Brew.is til dæmis ;) Ég keypti mörg hundruð metra af þessu á sínum tíma, en hef ekki notað þau vegna þess hve tímafrekt er að sauma pokana.
einaroskarsson
Villigerill
Posts: 48
Joined: 16. Mar 2015 18:19

Re: Halló halló!!

Post by einaroskarsson »

Fór í svaka talíumission í dag, helstu niðurstöður:

Bauhaus býður upp á úrval af talíum og reipi, en ekkert svona komplett kitt. Voru reyndar engar upplýsingar um hvort þetta væri ryðfrítt eða yfirborðsmeðhöndlað sem mér fannst skipta máli þar sem þetta verður væntanlega fest beint yfir pottinum. Svo eiga þeir reyndar rafmagnsknúinn lyftara sem kostar litlar 28 þúsund ef menn eru ekki að velta aurunum fyrir sér.

Byko átti skammarlega lítið úrval m.v. Bauhaus. Ekkert kitt. Fór frekar svekktur þaðan út en svo var Bæjarins Bestu með pylsuvagn fyrir utan og það fylgdi frítt kók í gleri með pylsunni sem létti skapið aðeins :)

Verkfæralagerinn átti svona kitt á litlar 2.485 kr og var strákurinn í búðinni í stuði og gaf mér 5% afslátt! (Takk fyrir ábendinguna Eyvindur)
2015-03-29 16.25.29.jpg
2015-03-29 16.25.29.jpg (303.44 KiB) Viewed 28349 times
2015-03-29 16.25.37.jpg
2015-03-29 16.25.37.jpg (243.63 KiB) Viewed 28349 times
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Halló halló!!

Post by Eyvindur »

Verkfæralagerinn klikkar aldrei. ;)
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply