Page 1 of 1

Halló!

Posted: 1. Mar 2015 15:36
by Sigurjón
Komið öll sæl og bless!

Ég hef haft mikinn áhuga á bjórgerð, og sérstaklega eftir að hafa flutt aftur heim frá Kanada þar sem enginn af mínum uppáhalds bjórum fást hérna. Þá kom hugmyndin um að fara kannski bara að brugga sjálfur og reyna að komast sem næst mínum uppáhalds tegundum.
Ég hef ekki enn byrjað aða brugga þar sem plássleysi háir mér mikið. Ég bý á 3ju hæð í blokk og hef engan bílskúr, en ég er að vonast til að fá kannski inn hjá pabba, gegn smá bjórskatti geri ég ráð fyrir.
Ég hafði hugsað mér að byrja á byrjendapakkanum frá brew.is og gera 2 til 3 lagnir áður en ég fer að prufa mig áfram við klónagerð. Uppskriftirnar má alltaf finna á netinu svo einu áhyggjurnar eru að ég finni rétta innihaldið.
Svo langar mig til að setja þetta á kúta frekar en flöskur, aftur sökum plássleysis.

Allavega, ég er búinn að lesa mikið bæði hér og á öðrum spjallborðum og get ekki beðið eftir að fara að byrja á þessu!

Re: Halló!

Posted: 1. Mar 2015 21:28
by Plammi
Velkominn Sigurjón!
Endilega kíkja á Hlemmur Square annað kvöld á fundinn.

Re: Halló!

Posted: 1. Mar 2015 21:46
by hrafnkell
Velkominn! Gaman að sjá nýja bruggara detta hérna inn.

Re: Halló!

Posted: 2. Mar 2015 00:18
by bergrisi
Velkominn og gangi þér vel í þessu skemmtilega sporti.