Komið þið sæl!

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
aniluks
Villigerill
Posts: 2
Joined: 14. Nov 2014 15:43

Komið þið sæl!

Post by aniluks »

Ég hef alltaf haft gaman af heimilisiðnaði, enda svolítil sveitastelpa í mér... frá fornu fari. Ég tók smá bruggtörn fyrir (hmm...) þrjátíu árum með rabbabara og krækiberjum, ásamt því að brugga úr jólaöli dökkan bjór. Í ár fannst mér kominn tími til að reyna við þetta aftur. Hvítvín úr rabbabara, með svolitlu af rúsínum var sett á flöskur í ágúst og var sett í prufu í vikunni. Það stóð alveg undir væntingum, ilmandi og með nokkuð margþættu bragði, en samt ferskt og svalt, beint úr kjallaranum. Rauðvín úr krækiberjasaft fór í flöskur í haust en verður vart drykkjarhæft fyrr en um jól, í fyrsta lagi.

Næst var það "bitter" bjór úr "kitti", og hann fer væntanlega að verða drykkjarhæfur eftir um 2 vikur. Mér fannst hann ekki vera alveg nógu tær þegar hann fór í flöskurnar samkvæmt leiðbeiningum og velti nú fyrir mér hver ástæðan sé og hvort einhver gæti leiðbeint mér um það. Þar sem ég er alveg ný hér af nálinni hef ég ekki enn skannað reynslubankann á vefsíðunni, en hlakka til þess með tíð og tíma.

Mig langar líka að spyrja hvort einhver hér hafi bruggað úr blómum og myndi vilja deila reynslu sinni um það.

:beer:
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Komið þið sæl!

Post by æpíei »

Velkomin hingað í hópinn. Það hljómar spennandi þetta með hvítvín úr rabbabara. Værir þú til í að deila uppskriftinn með okkur? Ég smakkaði fíflavín sem Hrafnkell gerði og það var nokkuð gott. Held hann hafi bara sett einn eða tvo poka af fíflum og slatta af sykri í kalt vatn, hrært upp og sett ger útí. Hann kannski segir okkur meira frá því.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Komið þið sæl!

Post by hrafnkell »

Velkomin!

Ég gerði fíflavín fyrir rúmlega 2 árum. Það kom skemmtilega út. Ég skal ath hvort ég finni uppskriftina. En hún var eitthvað á þá leið að stór innkaupapoki af vorblómum af fíflum var soðið í vatni, svo bætt við sykur, appelsínum og rúsínum og gerjað í langan tíma.
aniluks
Villigerill
Posts: 2
Joined: 14. Nov 2014 15:43

Re: Komið þið sæl!

Post by aniluks »

Það er sjálfsagt að deila uppskriftinni að rabbabaravíninu - þetta er 25 ltr uppskrift:

12 kg rabbabari
5 kg sykur
Krít fyrir sýruskipti, til að ná oxalsýru úr rabbabaranum (Áman)
Gerjunarsett (Áman)
0,4 kg ljósar rúsínur (má sleppa, en þær gera vínið væntanlegra fyllra og kannski svolítið sætara)
Sumir setja börk af allt að 3 appelsínum, en ég gerði það ekki í þetta sinn

Rabbabarinn er þveginn og skorinn í bita og settur beint í gertunnuna.
Ef rúsínurnar er notaðar eru þær settar með.
9 ltr af sjóðandi heitu vatni hellt yfir, hrært í ílátinu af og til næstu 24 tímana.
Safinn er nú síðaður frá hratinu með plastsigti í aðra tunnu og krítinni hært út í.
Hrært er í blöndunni af og til næstu 6-8 tímana - og látið standa yfir nótt.
Næsta dag er safanum fleytt yfir á nýja tunnu og sýrubotnfallinu fleygt.
Þá er sykurinn leystur upp í sjóðandi vatni og vínsýru bætt í.
Þá er bætt við köldu vatni þangað til 25 ltr er náð eða sykurflotvogin sýnir 1080-1085 (80-85).
Hitinn á blöndunni þarf að vera á bilinu 20-27 gráður, nú er pectolasa, gerinu og gernæringu bætt í.
Gerjunin byrjar eftir svona 1-2 daga og það er hrært í safanum kvölds og morgna.
Vínið er látið gerja út þar til sykurflotvogin sýnir 1000-995 (0-5)
Víninu er nú fleytt yfir á aðra tunnu og gerstopp sett í, hrært vel.
Athuga þarf hvort kolsýra sé í víninu með því að setja fingur yfir gatið fyrir vatnslásinn og hrista tunnuna.
Ef það heyrist "hviss" hljóð þegar fingurinn er losaður þarf vínið að liggja þar til það heyrist ekki meir.
Þá er felliefnum bætt út í og tunnan látin standa óhreyfð í 2-3 vikur, með vatnslásinn á.
Vínið er sett á flöskur þegar það er tært og þær látnar standa uppi í 2 daga, en síðar lagðar á hliðina til geymslu, á svölum og dimmum stað.

Mér skilst að vínið sé ok eftir 3-4 mánuði, en best að bíða allt að 6 mánuði eftir því að það þroskist.

Ég á einnig aðra uppskrift frá Garðyrkjufélaginu og í hana eru ekki notuð nein efni til að gerja, heldur er gerjunin látin kvikna af sjálfu sér og matarlím notað sem felliefni.
Það ferli tekur mun lengri tíma, en er væntanlega áhugavert fyrir þá sem vilja gera lífrænt vín og hafa þolinmæði til að fylgja ferlinu til enda.
Það væri reyndar áhugavert að heyra skoðun fleiri á því, hvort fólk bruggi þannig að hvernig gæði þess víns sé.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Komið þið sæl!

Post by helgibelgi »

Velkomin á spjallið Aniluks
aniluks wrote: Næst var það "bitter" bjór úr "kitti", og hann fer væntanlega að verða drykkjarhæfur eftir um 2 vikur. Mér fannst hann ekki vera alveg nógu tær þegar hann fór í flöskurnar samkvæmt leiðbeiningum og velti nú fyrir mér hver ástæðan sé og hvort einhver gæti leiðbeint mér um það. Þar sem ég er alveg ný hér af nálinni hef ég ekki enn skannað reynslubankann á vefsíðunni, en hlakka til þess með tíð og tíma.

:beer:
Hvað var bjórinn búinn að vera lengi í gerjun áður en þú settir á flöskur? -Því lengur sem hann situr -> því tærari verður hann. Það gildir líka um hversu lengi hann situr í flöskunum. Þegar þú tekur eftir því að bjórinn er orðinn kolsýrður er líka gott að færa hann yfir í kalt umhverfi, því kuldi hjálpar líka við að gera hann tærari. (Ekki færa hann strax yfir í kulda því það stoppar líklega gerjunina sem er (hugsanlega) ennþá í gangi í flöskunum)
Post Reply